Erlent

Starfsfólk Heathrow undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana

Frá Heathrow í dag.
Frá Heathrow í dag. mynd/AP
Starfsfólk Heathrow flugvallarins í Lundúnum undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í borginni í sumar. Umferð um flugvöllin kemur til með að aukast um 65 prósent í kringum leikana og hið sama má segja um farangurinn.

Helstu álagspunktarnir verða fyrir opnunarhátíðina og lokaathöfn leikanna. Þá áætla stjórnendur Heathrow að um 200 þúsund töskur muni fara í gegnum flughöfnina þegar Ólympíuleikunum lýkur, 12 ágúst næstkomandi. Vanalega fara um 150 þúsund farangurstöskur um Heathrow á hverjum degi.

Í dag fékk starfsfólkið síðan nasaþef af þeirri örtröð sem kemur til með að myndast. Rúmlega 3.000 töskur voru settar í innritunarsal Heathrow. Skeiðklukkan var síðan sett af stað.

Þau þurftu að hafa hraðar hendur enda verður þetta sá fjöldi farþega sem mun fara um flugstöðina á tveggja klukkustunda fresti þegar leikarnir hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×