Erlent

Blóðbað í Sýrlandi

Uppreisnarmenn brenna mynd af forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Uppreisnarmenn brenna mynd af forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd/AFP
Þjóðarráðið í Sýrlandi, stærstu samtök andspyrnumanna í landinu, hafa farið fram á að Öryggisráð Sameinu Þjóðanna komi saman vegna atburðanna í bænum Houla í Homs-héraði í nótt.

Að minnsta kosti 90 manns létust í árásum stjórnarhersins á borgina að sögn Þjóðarráðsins. Þá er talið að helmingur látinna séu börn.

Fólkið lést bæði í stórskotaárás stjórnarhersins á borgina og þegar fótgönguliðar gerðu atlögu að henni.

Fregnir hafa borist af því að hermennirnir hafi tekið heilu fjölskyldurnar af lífi. Þjóðarráðið krefst þess að Öryggisráðið fundi um málið.

Atvikið átti sér stað í borginni Houla í Homs-héraði.mynd/Google
Reynist þetta vera rétt erum ein blóðugustu átök síðan vopnahlé hófst í landinu í apríl.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, segir að málið sé grafalvarlegt. Þá segir hann að mikil hætta sé á að borgarastyrjöld brjótist út í landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×