Erlent

Blaðamaður í kókaínsmygli

Blaðamaður í Kaupmannahöfn, sem skrifaði um fíkniefnaviðskipti, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa smyglað fjórum kílóum af kókaíni frá Perú til Danmerkur.

Blaðamaðurinn, Jacob Sejer Petersen, skrifaði fyrir Ekstra Bladet og fjallaði hann þar auk annars um skort á lögregluaðgerðum gegn þeim sem seldu fíkniefni úti á götu á Vesterbro.

Fleiri voru ákærðir vegna fíkniefnasmyglsins en þeir hafa enn ekki verið dæmdir. -ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×