Erlent

Ólympíuleikar 2020: Þrjár borgir koma til greina

Mynd/AP
Þrjár borgir eru eftir í baráttunni um að fá að halda Ólympíuleikana árið 2020. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og þótt Ólympíuleikarnir í London hefjist ekki fyrr en í sumar er þegar hafinn undirbúningur að leikunum árið 2020. Leikarnir verða haldnir í Ríó de Janeiro í Brasilíu eftir fjögur ár en í gærkvöldi tilkynnti Alþjóða Ólympíunefndin að leikarnir að átta árum liðnum verði annaðhvort í Istanbúl, Tókíó eða í Madríd.

Áður hafði listi umsækjenda verið styttur niður fimm borgir en í gær heltust Doha og Eurovision borgin Bakú úr lestinni. Þetta olli yfirvöldum í Katar og í Azerbaijan vonbrigðum en báðar borgirnar höfðu einnig sótt það fast að fá að halda leikana árið 2016. Tókío hélt leikana árið 1964 en þeir hafa aldrei verið haldnir í Madríd eða í Istanbúl. Rómverjar höfðu einnig sóst eftir að fá að halda leikana en þeir drógu sig úr kepnninni í febrúar í ljósi efnahagserfiðleikanna heimafyrir.

Vandinn í Evrópu virðist ekki draga þróttinn úr Madrídingum en þeir sækjast nú eftir heiðrinum í þriðja sinn í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×