Erlent

Þingmenn slógust í þingsal

Mynd/AFP
Þingfundur í Úkraínu leystist upp í allsherjar áflogum í gær. Slagsmálin brutust út á milli þingmanna stjórnarflokksins annars vegar og þingmanna minnihlutans hinsvegar. Hitamálið sem varð kveikjan að þeim snýst um hvort leyfa eigi Rússnesku í réttarsölum og á spítölum í þeim héröðum landsins þar sem flestir tala það tungumál í stað úkraínsku.

Minnihlutinn á þinginu, sem er hallur undir Vesturlönd vill að Úkraína færi sig úr skugganum af Rússlandi en flokkur forsetans Viktors Yanukovich er hinsvegar áfram um að efla samskiptin við Kreml. Einn þingmaður, Mykola Petruk, úr minnihlutanum, var kýldur af miklu afli þannig að blóð lak niður andlit hans. Hann var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Aðrir fengu minni áverka.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þingmenn í Úkraínu láta hendur skipta. Fyrir tveimur árum endaði málþóf stjórnarandstöðunnar snögglega þegar stjórnarþingmenn tóku sig til og hentu stólum sínum í málþófsmenn. Sex voru fluttir á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×