Erlent

Biðin styttist hjá Assange

Julian Assange
Julian Assange
Hæstiréttur Bretlands tilkynnti í gær að á miðvikudaginn í næstu viku verði kveðinn upp úrskurður í framsalsmáli Julians Assange, stofnanda lekasíðunnar Wikileaks.

Sænsk stjórnvöld vilja fá hann framseldan frá Bretlandi til að geta yfirheyrt hann vegna ásakana á hendur honum í tveimur kynferðisbrotamálum.

Assange hefur verið í stofufangelsi í Bretlandi síðan í desember árið 2010 meðan mál hans hefur velkst fyrir breskum dómstólum.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×