Erlent

Góð þátttaka í Egyptalandi

Forsetakosningarnar í Egyptalandi fara nú fram annan daginn í röð en tvo daga þarf til enda gríðarlegur fjöldi á kjörskrá, eða fimmtíu milljónir manna. Um fyrstu frjálsu kosningarnar í sögu landsins er að ræða og eru tólf í framboði.

Fjórir þykja sigurstranglegastir en þar er um að ræða nokkuð ólíka einstaklinga. Sumir eru íslamistar á meðan aðrir eru hallir undir veraldlegra stjórnarfar í landinu. Góð þáttaka var í gær en stjórnvöld ákváðu samt sem áður að gera daginn í dag að frídegi um allt land til þess að hvetja fólk til þess að mæta á kjörstað. Ef enginn einn nær meirihluta verður kosið að nýju um miðjan júní á milli tveggja efstu frambjóðendanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×