Erlent

Áhyggjur af afdrifum fjölskyldu Chen

kÃna chen
kÃna chen
Eldri bróðir kínverska flóttamannsins Chen Guangcheng, Chen Guangfu, hefur flúið heimabæ sinn. Hann fór til höfuðborgarinnar Peking til þess að ráðfæra sig við lögfræðinga, en sonur hans hefur verið ákærður fyrir morðtilraun.

Sonurinn, Chen Kegui, lenti í útistöðum við stjórnvöld í bænum en ráðist var inn á heimili hans þegar verið var að leita að Chen Guangcheng í apríl. Fjölskyldan segir að á hann hafi verið ráðist, en hann var í kjölfarið handtekinn og ákærður fyrir morðtilraun.

Fjölskyldan hefur rætt við lögfræðinga vegna málsins en stjórnvöld segja að þau muni skipa Chen Kegui lögmann.

Einn lögmannanna segir að öryggisgæsla í heimabæ þeirra hafi verið aukin eftir að Chen Guangcheng flúði þaðan. Chen Guangcheng er nú kominn til Bandaríkjanna ásamt konu sinni og börnum, en aðrir fjölskyldumeðlimir eru enn í Kína. Hann hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því að þeim verði refsað fyrir gjörðir hans.

Chen Guangcheng flúði úr ólöglegu stofufangelsi í apríl og komst í bandarískt sendiráð. Mál hans olli miklum vandræðum í samskiptum Bandaríkjanna og Kína. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×