Erlent

Nektarmynd af forsetanum harðlega gagnrýnd

Mynd/AFP
Afríska þjóðarráðið, stærsti stjórnmálaflokkur Suður Afríku og flokkur forsetans Jakobs Zuma, hefur höfðað mál vegna myndar af forsetanum sem nú er til sýnis í galleríi í Jóhannesarborg.

Málverkið sýnir forsetann bera kynfæri sín og krefst flokkurinn þess að myndin verði fjarlægð úr galleríinu auk þess sem myndir af verkinu á netinu verði einnig þurrkaðar út. Dómari tekur kröfuna fyrir síðar í dag.

Málverkið seldist raunar á dögunum á tæpar tvær milljónir króna en í fyrradag fóru stuðningsmenn forsetans og skvettu málningu á það og huldu þannig nekt forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×