Erlent

Handtökur í Aserbaídsjan

Mótmælandi í Asebaídsjan heldur á mynd af Ali Kerimli
Mótmælandi í Asebaídsjan heldur á mynd af Ali Kerimli mynd/AFP
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Asebaídsjan, Ali Kerimli, var handtekinn fyrr í dag í kjölfar götumæla í miðborginni í gær. Lögregluyfirvöld í Bakú, höfuðborg landins, og víðar hafa handtekið fjölda manns á síðustu vikum.

Þá er talið að um 50 manns hafi verið handteknir í gær en fjöldi mótmælenda hafði safnast saman fyrir utan heimili Kerimlis. Var þess krafist að pólitískum föngum yrði sleppt úr haldi hið fyrsta.

Eftir yfirheyrslu í dag var Kerimli sleppt. Hann sagði fjölmiðlum að hann væri afar vonsvikin með að stjórnvöld í Aserbaídjsan hefðu ekki notað tækifærið og tekið á mannréttindamálum, nú þegar Eurovision söngvakeppnin er á næsta leyti.

Aðstandendur söngvakeppninnar ítreka að keppnin sé ekki hentugur vettvangur til að ræða pólitísk málefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×