Erlent

Plastpokar bannaðir í Los Angeles

Borgarstjórn Los Angeles borgar hefur ákveðið að banna alfarið notkun plastpoka í verslunum þessarar næst stærstu borgar Bandaríkjanna. 45 borgir í Kalíforníu hafa þegar gripið til þessa ráðs en Los Angeles ber þó höfuð og herðar yfir hinar borgirnar þegar kemur að plastpokanotkun.

Talið er að íbúar borgarinnar noti 2,3 milljarða plastpoka á hverju ári og því hafa umhverfissamtök lengi barist gegn notkun þeirra í borginni. Sú barátta hefur nú borið árangur en borgarstjórnin samþykkti lögin með þrettán atkvæðum gegn einu. Miðað er við að innan árs verði allar verslanir LA búnar að skipta úr plastpokum og yfir í umhverfisvænni bréfpoka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×