Erlent

Skotárás í Finnlandi - maðurinn handtekinn

Frá vettvangi í Hyvinkaa í nótt.
Frá vettvangi í Hyvinkaa í nótt. mynd/AP
Piltur og stúlka létu lífið í skotárás í finnsku borginni Hyvinkaa í nótt, þau voru bæði átján ára gömul. Þá særðust um tíu manns, þar af tveir lífshættulega.

Átján ára gamall maður var handtekinn í kjölfar skotárásinnar en hann sýndi ekki mótþróa.

Hann skaut að minnsta kosti 20 skotum af húsþaki nálægt brautarstöð í borginni. Lögregluyfirvöld í Hyvinkaa segja að maðurinn hafi verið klæddur felulitafatnaði.

Talið er að maðurinn hafi skotið af handahófi á fólk fyrir utan lestarstöðina. Ekki er vitað hvert tilefni árásinnar var.

Þeir sem særðust alvarlega hafa verið fluttir á sjúkrahús í Finnland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×