Erlent

Óvanalegt lögreglumál í Bretlandi

Lögreglunni í Wakefield í Bretlandi barst tilkynning fyrr í vikunni um að alblóðugur maður haltraði við skipaskurði í bænum.

Lögregluþjónar og sjúkraliðar þustu af stað enda var talið að maðurinn væri stórslasaður.

Þegar komið var á staðinn var þó slasaða manninn hvergi að sjá. Reyndar stóðu um 30 kvikmyndagerðarmenn álengdar og furðuðu sig á umstanginu.

Brátt kom í ljós að kvikmyndagerðarmennirnir voru að taka upp kvikmynd um uppvakninga og að sá slasaði hafi í raun verið leikari.

Samkvæmt lögreglunni í Wakefield var farði mannsins afar sannfærandi.

Nicola Morter, kvikmyndagerðarmaður, sagði breska tímaritinu The Telegraph að lögreglumennirnir hafi hlegið dátt þegar staðreyndir málsins komu fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×