Erlent

Tíu þjóðir komust áfram í Eurovision

Sænska atriðið þótti bera af.
Sænska atriðið þótti bera af. mynd/AP
Mikið var um dýrðir í Bakú í kvöld þegar seinni undankeppni Eurovision fór fram. Tíu þjóðir komust áfram í kvöld.

Litháen var fyrsta landið sem komst áfram. Það var síðan gríðarlega spenna í Kristalshöllinni þegar síðasta umslagið var opnað. Í ljós kom að Tyrkland myndi koma fram á úrslitakvöldinu á laugardaginn.

Þá komust einnig Bosnía og Hersegóvína, Noregur, Eistland, Serbía, Úkraína, Svíþjóð, Makedónía og Malta áfram.

Hægt er að nálgast lögin sem komust áfram hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×