Erlent

Kattarkona í Ísrael tók að sér 550 ketti

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Maður frá Ísrael sótti um skilnað frá eiginkonu sinni á dögunum. Slíkt þykir nú varla fréttnæmt enda er það daglegur viðburður víða um heim. En ástæðan fyrir því að Ísraelinn vildi skilnað frá eiginkonu sinni var sá að konan tók að sér nokkra ketti. Það er nú kannski ofsögum sagt að þetta hafi verið „nokkrir" kettir, því þegar hann kom heim einn daginn biðu hans hvorki meira né minna en 550 kettir.

Skilnaðurinn fór fyrir dómstóla eins og tíðkast í Ísrael. Málið var tekið fyrir í vikunni og þar sagði maðurinn að hann gæti ekki sofið í rúmi sínu fyrir öllum köttunum sem neituðu að sofa á gólfinu. Maðurinn sagði einnig að kettirnir væru gjörsamlega út um allt hús, hann kæmist ekki inn í eldhúsið og ekki á baðherbergið. Svo þegar hann væri að borða myndu kettirnir alltaf hoppa upp á borðið og borða matinn hans.

Dómarinn reyndi að sætta hjónin og komast að samkomulagi. En konan gaf sig ekki, hún valdi kettina fram yfir eiginmann sinn. Svo fór að lokum að dómarinn féllst á skilnað eiginmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×