Pottur talinn brotinn í skráningu Facebook 25. maí 2012 07:30 Almenningshlutafélagið Facebook er nú undir smásjá fjármálaeftirlits í Bandaríkjunum vegna gruns um að fjárfestum hafi verið mismunað í útboði á bréfum félagsins. Fréttablaðið/AP Kærumál streyma inn vegna vandræðagangs við markaðsskráningu Facebook. Hafin er rannsókn á því hvort fjárfestingarbankinn Morgan Stanley hafi mismunað fjárfestum í hlutafjárútboði og upplýst suma um neikvæða matsskýrslu.Hvað veldur vandræðum Facebook? Gengi hlutabréfa í Facebook hækkaði lítillega síðustu tvo daga, eftir hrun fyrstu tvo dagana á markaði, á mánudag og þriðjudag. Bréfin voru fyrst tekin til viðskipta síðasta föstudag. Vegna þess hve mikill vandræðagangur er orðinn tengdur markaðsskráningu Facebook er hins vegar vafamál hvor máltæki um að „fall sé fararheill“ geti átt við um bréf fyrirtækisins. Þannig eru tæknileg mistök í upplýsingagjöf Nasdaq-kauphallarinnar bandarísku á föstudag sögð hafa átt þátt í að fjöldasala brast á bréf félagsins í viðskiptum mánudagsins sem nærri því hafi endað í „áhlaupi“ á bréfin. Um það er fjallað í Daily Mail í Bretlandi í gær að vegna hálftíma tafar sem varð á upphafi viðskipta með bréf Facebook á föstudagsmorguninn hafi ekki tekist að ganga frá öllum hlutabréfaviðskiptum sem áttu að eiga sér stað á fyrsta gengi dagsins, 42 dölum á hlut. Kauphöllin hafi svo á mánudagsmorgun sent frá sér tilkynningu um að fjárfestum, sem vegna þessa hafi ekki tekist að selja bréf sín, yrði bættur skaðinn ef þeir gerðu kröfu um það fyrir hádegi á mánudag. Viðskiptastöðin CNBC sagði þetta hafa leitt til fjöldasölu fjárfesta sem ætluðu sér að sækja bætur til Nasdaq og ýtt undir verðfall bréfanna. Upphafsraunum Facebook á markaði var þó ekki lokið þarna. Síðla dags á mánudag bárust af því fregnir að fjárfestingarbankinn Morgan Stanley, sem ábyrgðist skráninguna fyrir Facebook, hafi skömmu fyrir skráninguna endurskoðað og dregið saman hagnaðarspá Facebook. Þær upplýsingar kynnu hins vegar ekki að hafa ratað til allra fjárfesta. Í kjölfarið hefur verðbréfaeftirlitið bandaríska hafið rannsókn á því hvort fjárfestum kunni að hafa verið mismunað í útboðinu. Í gær höfðaði svo hópur hluthafa mál á hendur Facebook, framkvæmdastjórn fyrirtækisins og Morgan Stanley. Málið er höfðað fyrir dómstólum í New York, en hluthafahópurinn heldur því fram að útboðsgögn félagsins hafi innihaldið rangar fullyrðingar og sleppt mikilvægum staðreyndum, svo sem um „mikinn samdrátt í vexti tekna“ sem Facebook hafi gengið í gegnum á sama tíma og félagið var skráð á markað. Þetta segja hluthafarnir að hafi valið þeim skaða. Í tilkynningu frá Facebook í gær er málshöfðunin sögð tilhæfulaus, en Morgan Stanley vildi ekki tjá sig um hana. olikr@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Kærumál streyma inn vegna vandræðagangs við markaðsskráningu Facebook. Hafin er rannsókn á því hvort fjárfestingarbankinn Morgan Stanley hafi mismunað fjárfestum í hlutafjárútboði og upplýst suma um neikvæða matsskýrslu.Hvað veldur vandræðum Facebook? Gengi hlutabréfa í Facebook hækkaði lítillega síðustu tvo daga, eftir hrun fyrstu tvo dagana á markaði, á mánudag og þriðjudag. Bréfin voru fyrst tekin til viðskipta síðasta föstudag. Vegna þess hve mikill vandræðagangur er orðinn tengdur markaðsskráningu Facebook er hins vegar vafamál hvor máltæki um að „fall sé fararheill“ geti átt við um bréf fyrirtækisins. Þannig eru tæknileg mistök í upplýsingagjöf Nasdaq-kauphallarinnar bandarísku á föstudag sögð hafa átt þátt í að fjöldasala brast á bréf félagsins í viðskiptum mánudagsins sem nærri því hafi endað í „áhlaupi“ á bréfin. Um það er fjallað í Daily Mail í Bretlandi í gær að vegna hálftíma tafar sem varð á upphafi viðskipta með bréf Facebook á föstudagsmorguninn hafi ekki tekist að ganga frá öllum hlutabréfaviðskiptum sem áttu að eiga sér stað á fyrsta gengi dagsins, 42 dölum á hlut. Kauphöllin hafi svo á mánudagsmorgun sent frá sér tilkynningu um að fjárfestum, sem vegna þessa hafi ekki tekist að selja bréf sín, yrði bættur skaðinn ef þeir gerðu kröfu um það fyrir hádegi á mánudag. Viðskiptastöðin CNBC sagði þetta hafa leitt til fjöldasölu fjárfesta sem ætluðu sér að sækja bætur til Nasdaq og ýtt undir verðfall bréfanna. Upphafsraunum Facebook á markaði var þó ekki lokið þarna. Síðla dags á mánudag bárust af því fregnir að fjárfestingarbankinn Morgan Stanley, sem ábyrgðist skráninguna fyrir Facebook, hafi skömmu fyrir skráninguna endurskoðað og dregið saman hagnaðarspá Facebook. Þær upplýsingar kynnu hins vegar ekki að hafa ratað til allra fjárfesta. Í kjölfarið hefur verðbréfaeftirlitið bandaríska hafið rannsókn á því hvort fjárfestum kunni að hafa verið mismunað í útboðinu. Í gær höfðaði svo hópur hluthafa mál á hendur Facebook, framkvæmdastjórn fyrirtækisins og Morgan Stanley. Málið er höfðað fyrir dómstólum í New York, en hluthafahópurinn heldur því fram að útboðsgögn félagsins hafi innihaldið rangar fullyrðingar og sleppt mikilvægum staðreyndum, svo sem um „mikinn samdrátt í vexti tekna“ sem Facebook hafi gengið í gegnum á sama tíma og félagið var skráð á markað. Þetta segja hluthafarnir að hafi valið þeim skaða. Í tilkynningu frá Facebook í gær er málshöfðunin sögð tilhæfulaus, en Morgan Stanley vildi ekki tjá sig um hana. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira