Lagarde: Engin áform um að slaka á kröfum til Grikkja Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. maí 2012 12:52 Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. mynd/AFP Ekki verður slakað á kröfum til Grikkja varðandi niðurskurð, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segist hafa meiri samúð með Afríkubörnum sem ekki geta menntað sig en Grikkjum sem lifa undir fátæktarmörkum. Ljóst er að ekki er tekið út með sældinni að búa í Grikklandi um þessar mundir. Ríkið þiggur neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum með nokkuð ströngum skilyrðum. Það helsta er, að skera niður ríkisútgjöld, við takmarkaða hrifningu Grikkja en skert ríkisútgjöld þýða skerta þjónustu. Efnahagur Grikkja hefur minnkað um fimmtung síðan kreppan hófst. Grikkjum hefur verið gert skylt að lækk laun og draga úr útgjöldum hins opinbera til að fá fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS. Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hin franska Christine Lagarde, hefur skilaboð fyrir Grikki sem þurfa að sætta sig við skerta opinbera þjónustu um þessar mundir. Hún segir að hún hafi meiri samúð með börnum í Afríku sunnan Sahara, sem ekki geta menntað sig, en þeim íbúum Aþenu sem lifa nálægt fátæktarmörkum. Lagarde lét ummælin falla í viðtallinu í Guardian eftir að hún varð spurð hvort hún gæti að vettugi virt þær verðandi mæður sem ekki gætu notið aðstoðar ljósmæðra í Grikklandi og sjúklinga sem þyrftu á lífsnauðsynlegum lyfjum að halda. Þá sagði hún að börn í Níger, sem þrjú þyrftu að deila einum stól og ættu aðeins kost á að mennta sig í tvær klukkustundir á dag, þau hefðu alla sína samúð og þyrftu á meiri hjálp að halda en fólk í Aþenu. Lagarde segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi engin áform um að slaka á kröfum sínum til Grikkja. Niðurskurðarhnífurinn verði áfram á lofti með sama slagkrafti og verið hefur. Hægt er að nálgast viðtalið á vefsíðu Guardian. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Ekki verður slakað á kröfum til Grikkja varðandi niðurskurð, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segist hafa meiri samúð með Afríkubörnum sem ekki geta menntað sig en Grikkjum sem lifa undir fátæktarmörkum. Ljóst er að ekki er tekið út með sældinni að búa í Grikklandi um þessar mundir. Ríkið þiggur neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum með nokkuð ströngum skilyrðum. Það helsta er, að skera niður ríkisútgjöld, við takmarkaða hrifningu Grikkja en skert ríkisútgjöld þýða skerta þjónustu. Efnahagur Grikkja hefur minnkað um fimmtung síðan kreppan hófst. Grikkjum hefur verið gert skylt að lækk laun og draga úr útgjöldum hins opinbera til að fá fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS. Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hin franska Christine Lagarde, hefur skilaboð fyrir Grikki sem þurfa að sætta sig við skerta opinbera þjónustu um þessar mundir. Hún segir að hún hafi meiri samúð með börnum í Afríku sunnan Sahara, sem ekki geta menntað sig, en þeim íbúum Aþenu sem lifa nálægt fátæktarmörkum. Lagarde lét ummælin falla í viðtallinu í Guardian eftir að hún varð spurð hvort hún gæti að vettugi virt þær verðandi mæður sem ekki gætu notið aðstoðar ljósmæðra í Grikklandi og sjúklinga sem þyrftu á lífsnauðsynlegum lyfjum að halda. Þá sagði hún að börn í Níger, sem þrjú þyrftu að deila einum stól og ættu aðeins kost á að mennta sig í tvær klukkustundir á dag, þau hefðu alla sína samúð og þyrftu á meiri hjálp að halda en fólk í Aþenu. Lagarde segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi engin áform um að slaka á kröfum sínum til Grikkja. Niðurskurðarhnífurinn verði áfram á lofti með sama slagkrafti og verið hefur. Hægt er að nálgast viðtalið á vefsíðu Guardian.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira