Fleiri fréttir

Paul McCartney fær stjörnu í Hollywood

Bítillinn Paul McCartney hefur loks fengið stjörnu með nafni sínu á gangstéttina í Hollywood. Tæp 20 ár eru síðan McCartney hlaut tilnefninguna.

Stjórnvöld í Aserbaídsjan gagnrýnd fyrir einræði

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja andrúmsloft ótta og sjálfsritskoðunar ríkja í Aserbaídsjan. Mótmælahreyfing á síðasta ári var barin niður harðri hendi. Samkynhneigðum er hótað lífláti.

Öflugar sprengingar í næststærstu borg Sýrlands

Öflugar sprengingar skóku borgina Aleppo í Sýrlandi í morgun. Ríkissjónvarpið segir að um tvær sprengingar hafi verið að ræða en borgarbúar telja þær hafi verið þrjár talsins.

Lögðu hald á 15 tonn af amfetamíni

Herinn í Mexíkó hefur lagt hald á 15 tonn af svokölluðu metamfetamíni en fíkniefnið fannst í héraðinu Jalisco. Þetta er stærsti fíkniefnafundur í sögu Mexíkó en verðmæti amfetamínsins hleypur á hundruðum milljarða króna.

Fjármálaráðherrar höfnuðu áætlun Grikkja

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins höfnuðu sparnaðar- og niðurskurðaráætlun grískra stjórnvalda á fundi sínum í gærkvöldi. Áætlunin er grundvöllur þess að Grikkland fái nýtt neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu upp á 130 milljarða evra.

Sekur um að misnota vald

Spænski rannsóknardómarinn Baltasar Garzon hefur verið dæmdur fyrir að misnota völd sín.

Umsátur kostar hundruð lífið

Sýrlenskir hermenn skutu sprengjum á borgina Homs í gær, sjötta daginn í röð. Sprengjuárásirnar á borgina hafa kostað hundruð manna lífið síðan þær hófust fyrir tæpri viku.

Samkomulag á síðustu stundu

Leiðtogar grísku stjórnarflokkanna náðu í gær samkomulagi um sparnaðaraðgerðir eftir að erfiðar samningaviðræður höfðu dregist á langinn dag eftir dag í meira en viku.

Vill fá 900 milljarða í skaðabætur

Kona í New York krefst þess að fá 900 milljarða í skaðabætur frá opinberum starfsmönnum borgarinnar. Hún segir að börn sín hafi verið ranglega tekin af henni og færð fósturheimili.

Obama skaut úr sykurpúðabyssu

Árleg vísindahátíð var haldin í Hvíta húsinu í Washington í vikunni. Grunnskólanemar víðsvegar að úr Bandaríkjunum sóttu Bandaríkjaforseta heim og sýndu sköpunarverk sín.

NASA boðar byltingu í læknisvísindum

Vísindamenn hjá NASA opinberuðu í síðustu viku byltingarkennda tækni sem getur meðhöndlað sjúkdóma og kvilla án þess að sjúklingurinn sé þess var.

Reyndi að ræna stúlku í stórmarkaði

Öryggismyndavélar í Wal Mart búð í Georgia í Bandaríkjunum festu í gær á filmu það sem virðist vera mannránstilraun. Í myndskeiðinu sést hvernig maður grípur sjö ára gamla telpu og reynir að nema hana á brott. Stelpan, Britney Baxter, barðist hinsvegar um á hæl og hnakka og öskraði af lífs og sálar kröftum.

Hörmungar íbúa Homs halda áfram

Þung stórskotahríð skall í morgun á íbúa borgarinnar Homs í Sýrlandi. Íbúarnir hafa mátt þola slíka skothríð frá stjórnarher landsins á hverjum morgni frá því um síðustu helgi.

Brotttreknir íbúar Bakú fá 230 þúsund fyrir fermetrann

Íbúðaeigendur, sem hefur verið gert að rýma húnæði sitt vegna byggingar tónleikarhallar í Bakú í Azerbaijan fyrir Eurovision söngvakeppnina, fá greiddar 230 þúsund krónur á fermetrann samkvæmt fréttavef BBC. Það er álíka og fermetraverðið er í góðum hverfum í Reykjavík. Engu að síður er það helmingi lægra en gengur og gerist á þessu svæði í Bakú samkvæmt frétt BBC.

Segir ofríki karla ógna hagvexti

David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að það þurfi fleiri konur við stjórn fyrirtækja í Bretlandi. Kvennaskorturinn hamli efnahagslegum vexti í landinu. Ef ráðist yrði gegn ofríki karla í viðskiptaheiminum myndi staða fyrirtækjanna batna. Þetta sagði hann á ráðstefnu í Svíþjóð þar sem staddir eru leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna eru saman komnir. Cameron sagði að Bretar gætu lært ýmislegt af Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum í jafnréttismálum. Jóhanna Sigurðardóttir situr fundinn í Svíþjóð fyrir hönd Íslands.

Dularfullt mál kínversks lögreglustjóra

Mál Wang Lijun eins af þekktustu lögreglustjórum Kína verður æ dularfyllra. Nú er talið að Wang hafi sótt um pólitískt hæli í Bandaríkjunum en bandaríska innanríkisráðuneytið hefur ekki viljað staðfesta að svo sé.

Um 20% Repúblikana myndu kjósa Obama

Ný skoðannakönnun leiðir í ljós að um 20% Repúblikana í Bandaríkjunum myndu kjósa Barack Obama sem forseta ef kosið yrði núna. Því stefni í að kosningarnar í haust verði endurtekning á kosningunum 2008 þegar Obama náði kjöri.

Mikill þrýstingur á ráðamenn í Grikklandi

Enn hefur ekkert samkomulag náðst milli stjórnarflokkanna í Grikklandi um nauðsynlegar hagræðingar og sparnaðaraðgerðir svo landið fái nýtt neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Romney tapaði fyrir Santorum í þremur ríkjum

Mitt Romney, sem tapaði fyrir Rick Santorum í forkosningum Repúblikanaflokksins í þremur ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag, segist þrátt fyrir það nokkuð viss um að verða forsetaefni flokksins.

Sakaður um að nauðga stúlku

Sautján ára gömul stúlka hefur kært Helge Solum Larsen, varaformann stjórnmálaflokksins Venstre og bæjarstjórnarmann í Stavangri, fyrir nauðgun. Brotið mun hafa átt sér stað á ársfundi Rogalands-deildar Venstre um síðustu helgi.

Elstu tvíburar í heimi

Tvíburasysturnar Edith Ritchie og Evelyn Middleton eru elstu tvíburar í heimi samkvæmt heimsmetabok Guinness. Þær eru 102 ára gamlar.

Þrír skotnir til bana á Grænlandi - tveir alvarlega sárir

Þrír eru látnir og tveir alvarlega sárir eftir að maður gekk berserksgang á Grænlandi í dag. Maðurinn skaut fólkið en ástæða árásarinnar er enn óljós að því er fréttastofa AP hefur eftir lögreglunni. Árásarmaðurinn er í haldi en ódæðið var framið í bænum Nutaarmiut sem er 900 kílómetrum norðan við heimskautsbaug.

Sýking algengari hjá körlum en konum

Sýking í munni sem orsakað getur krabbamein í hálsi, á kynfærum, í ristli og í höfði er töluvert algengari í körlum en konum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var á vegum Læknafélagsins í Bandaríkjunum.

Ekkert bólar á samkomulagi í Grikklandi

Enn bólar ekkert á samkomulagi meðal stjórnarflokkanna þriggja í Grikklandi um nauðsynlegar niðurskurðar- og hagræðingaraðgerðir svo landið fái nýtt neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Denzel Washington leikur í nýjustu mynd Baltasars

Baltasar Kormákur og Mark Wahlberg eiga nú í samningaviðræðum við Hollywood stjörnuna Denzel Washington um að Washington taki að sér annað aðalhlutverkið í myndinni 2 Guns sem þeir Baltasar og Wahlberg hafa ákveðið að gera saman.

Viðræðurnar dragast enn

Grísku stjórninni tókst ekki í gær, frekar en síðustu daga, að leggja lokahönd á nýja aðhaldsáætlun til að tryggja fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS. Almenningur í Grikklandi efndi til mótmæla um land allt í gær.

Háhyrningar höfða mál gegn sædýrasafni

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hafnaði því á mánudag að vísa frá máli sem gæti skorið úr um hvort dýr njóti sömu verndar gegn þrælahaldi og menn. Dýraverndarsamtökin PETA hafa höfðað málið fyrir hönd fimm háhyrninga.

Liverpool-kötturinn slær í gegn á internetinu

Kötturinn sem náði að læðast inn á Anfield, heimavöll knattspyrnuliðsins Liverpool, í gærkvöldi hefur slegið í gegn á internetinu. Stöðva þurfti leikinn í þrjár mínútur á meðan kisi kannaði völlinn en það voru svo vallarstarfsmenn sem tóku hann í fangið og komu honum á betri stað.

Sjá næstu 50 fréttir