Erlent

Mikill þrýstingur á ráðamenn í Grikklandi

Enn hefur ekkert samkomulag náðst milli stjórnarflokkanna í Grikklandi um nauðsynlegar hagræðingar og sparnaðaraðgerðir svo landið fái nýtt neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Viðræður halda áfram í dag en leiðtogar flokkanna eru undir miklum þrýstingi að ná samkomulagi fyrir miðjan mánuðinn. Eftir þann tíma er gjaldþrot Grikklands talið óumflýjanlegt.

Það sem helst strandar á í viðræðunum er lækkun á ellilífeyrisgreiðslum um 15%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×