ESB undirbýr refsiaðgerðir gegn Sýrlandi 9. febrúar 2012 06:45 Á hverjum degi eru borin til grafar karlar, konur og börn sem látist hafa af völdum árása stjórnarhersins. Fréttablaðið/AP Rússar vilja reyna að koma á viðræðum milli stjórnar og uppreisnarmanna í Sýrlandi. Nýjar refsiaðgerðir gegn Sýrlandsstjórn eru í smíðum. Evrópusambandið hyggst herða refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Rússar reyna hins vegar að koma á sáttaviðræðum milli varaforseta landsins og uppreisnarmanna. Harðar loftárásir stjórnarhersins á borgina Homs héldu áfram í gær og kostuðu tugi manns lífið, að sögn uppreisnarmanna sem hafa komið sér upp hersveitum, að hluta skipuðum liðhlaupum úr stjórnarhernum. „Í beggja röðum eru menn sem stefna að vopnuðum átökum, ekki samræðum,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta í Damaskus á þriðjudag. Lavrov sagði bæði stjórnvöld og uppreisnarmenn eiga sök á átökunum, sem samkvæmt samantekt Sameinuðu þjóðanna hafa kostað hátt á sjötta þúsund manns lífið undanfarna mánuði. Lavrov var kominn aftur til Moskvu í gær og sagði þar að Farouk al-Sharra, varaforseti Sýrlands, hafi fengið það hlutverk að ræða við fulltrúa uppreisnarmanna, ef rússneskum stjórnvöldum tekst að koma á slíkum viðræðum. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd hafa harðlega gagnrýnt ákvörðun Rússa og Kínverja um að beita neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í vikunni, þegar þar var til afgreiðslu ályktun sem beint var gegn Assad forseta og stjórn hans. Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði hins vegar í gær að utanaðkomandi öfl eigi að láta Sýrlendinga um að leysa ágreininginn sín á milli, án afskipta annarra. „Við eigum ekki að haga okkur eins og naut í postulínsbúð,“ sagði Pútín. Embættismenn Evrópusambandsins segja hins vegar að nýju refsiaðgerðirnar eigi að veikja stöðu Sýrlandsstjórnar. Til greina komi að banna flug milli Sýrlands og Evrópuríkja og banna viðskipti við Seðlabanka Sýrlands. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hvatti þjóðir heims til að grípa strax til aðgerða til að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi. Ástandið er langverst í Homs, sem er þriðja stærsta borg landsins. Þar hafa uppreisnarmenn verið einna öflugastir allt frá því mótmælin gegn Assad og stjórn hans hófust snemma á síðasta ári. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Rússar vilja reyna að koma á viðræðum milli stjórnar og uppreisnarmanna í Sýrlandi. Nýjar refsiaðgerðir gegn Sýrlandsstjórn eru í smíðum. Evrópusambandið hyggst herða refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Rússar reyna hins vegar að koma á sáttaviðræðum milli varaforseta landsins og uppreisnarmanna. Harðar loftárásir stjórnarhersins á borgina Homs héldu áfram í gær og kostuðu tugi manns lífið, að sögn uppreisnarmanna sem hafa komið sér upp hersveitum, að hluta skipuðum liðhlaupum úr stjórnarhernum. „Í beggja röðum eru menn sem stefna að vopnuðum átökum, ekki samræðum,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta í Damaskus á þriðjudag. Lavrov sagði bæði stjórnvöld og uppreisnarmenn eiga sök á átökunum, sem samkvæmt samantekt Sameinuðu þjóðanna hafa kostað hátt á sjötta þúsund manns lífið undanfarna mánuði. Lavrov var kominn aftur til Moskvu í gær og sagði þar að Farouk al-Sharra, varaforseti Sýrlands, hafi fengið það hlutverk að ræða við fulltrúa uppreisnarmanna, ef rússneskum stjórnvöldum tekst að koma á slíkum viðræðum. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd hafa harðlega gagnrýnt ákvörðun Rússa og Kínverja um að beita neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í vikunni, þegar þar var til afgreiðslu ályktun sem beint var gegn Assad forseta og stjórn hans. Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði hins vegar í gær að utanaðkomandi öfl eigi að láta Sýrlendinga um að leysa ágreininginn sín á milli, án afskipta annarra. „Við eigum ekki að haga okkur eins og naut í postulínsbúð,“ sagði Pútín. Embættismenn Evrópusambandsins segja hins vegar að nýju refsiaðgerðirnar eigi að veikja stöðu Sýrlandsstjórnar. Til greina komi að banna flug milli Sýrlands og Evrópuríkja og banna viðskipti við Seðlabanka Sýrlands. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hvatti þjóðir heims til að grípa strax til aðgerða til að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi. Ástandið er langverst í Homs, sem er þriðja stærsta borg landsins. Þar hafa uppreisnarmenn verið einna öflugastir allt frá því mótmælin gegn Assad og stjórn hans hófust snemma á síðasta ári. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira