Erlent

Um 20% Repúblikana myndu kjósa Obama

Ný skoðannakönnun leiðir í ljós að um 20% Repúblikana í Bandaríkjunum myndu kjósa Barack Obama sem forseta ef kosið yrði núna. Því stefni í að kosningarnar í haust verði endurtekning á kosningunum 2008 þegar Obama náði kjöri.

Ástæðurnar fyrir þessum vinsældum Obama meðal Repúblikana eru einkum tvær. Önnur er að Obama hefur að mestu haldið sig frá hinu pólitíska sviðsljósi undanfarnar vikur á meðan að þeir sem keppa um að verða forsetaefni Republikana hafa nítt skóinn niður hvor af öðrum. Hin ástæðan eru ýmsar vísbendingar um að efnahagur Bandaríkjanna sé loksins að braggast eftir kreppuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×