Erlent

Mótmælendur hröktu forsetann úr embætti

Mótmælendur fagna Fréttir af því að lögreglan hefði gengið til liðs við mótmælendur vöktu ómældan fögnuð.
Mótmælendur fagna Fréttir af því að lögreglan hefði gengið til liðs við mótmælendur vöktu ómældan fögnuð. nordicphotos/AFP
Mohammed Nasheed, fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Maldíveyja, sagði af sér í gær eftir öflug mótmæli gegn honum.

Mohammed Waheed Hassan varaforseti, sem áður hefur verið yfirmaður hjá UNICEF, tók við embættinu og hét því að vernda Nasheed fyrir hefndaraðgerðum mótmælenda.

Fyrr um daginn hafði lögreglan gengið til liðs við mótmælendur, tekið ríkisútvarp landsins á sitt vald og lent í átökum við herinn.

Hassan var kosinn forseti árið 2008. Hann naut mikilla vinsælda í byrjun og lofaði miklum umbótum í átt til lýðræðis og mannréttinda. Hann var þekktur baráttumaður fyrir mannréttindum og umhverfismálum víða um heim. Meðal annars hafði hann setið í fangelsi fyrir gagnrýni sína á forvera sinn í embætti, Maumon Abdul Gayoom, sem hafði ríkt í 30 ár.

Undanfarið ár hafa mótmæli gegn honum hins vegar farið vaxandi. Landsmenn voru ósáttir við efnahagsumbætur og töldu hækkandi verðlag mega rekja beint til þeirra.

Upp úr sauð svo nýverið þegar hann lét handtaka Abdulla Mohamed, yfirdómara sakadómstóls landsins. Dómarinn hafði unnið sér það til sakar að láta lausan stjórnarandstæðing, sem hafði gagnrýnt forsetann harðlega. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×