Erlent

Argentína kvartar til SÞ vegna Falklandseyja

Stjórnvöld í Argentínu ætla að senda inn formlega kvörtun til Sameinuðu þjóðanna vegna þess sem þau kalla hervæðingu Breta á Falklandseyjum.

Spenna hefur aukist verulega í samskiptum ríkjanna vegna Falklandseyja á undanförnum vikum og mánuðum. Bretar hafa ákveðið að senda eitt fullkomnasta og öflugasta herskip sitt til eyjanna og Vilhjálmur Bretaprins gegnir þar herþjónustu í augnablikinu.

Kvörtun Argentínu verður send bæði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og Allsherjarþings þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×