Fleiri fréttir Tæplega fjögur þúsund fallnir í Sýrlandi Nú er talið að rúmlega 3500 manns hafi látið lífið í átökum frá því mótmælin í Sýrlandi gegn ríkjandi stjórnvöldum hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ástandið í landinu. Fregnir hafa borist af aukinni hörku stjórnarhermanna í borginni Hama og segja vitni að beitt hafi verið sprengjuvörpum og skriðdrekum í nokkrum hverfum borgarinnar. 8.11.2011 15:14 Sarkozy um Netanyahu: „Ég þoli hann ekki - hann er lygari“ Þjóðarleiðtogarnir Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti og kollegi hans í Bandaríkjunum Barack Obama lentu í ógöngum á G20 fundinum í Cannes á dögunum. Þeir voru að bíða eftir því að blaðamannafundur hæfist þegar talið barst að Bejamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels. 8.11.2011 13:45 Hvíta húsið kannast ekkert við geimverur Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er formlega neitað að þau hafi einhverja þekkingu á yfirskilvitlegum atburðum. 8.11.2011 12:58 Leyfði nauðgun á dóttur sinni Maður á fimmtugsaldri var dæmdur til fangelsisvistar í Vejle í Danmörku í gær fyrir að selja átta ára dóttur sína í kynlífsþrælkun. Þrír aðrir karlmenn voru dæmdir í sama máli. 8.11.2011 12:30 Gróf upp lík og klæddi í kjóla Lögregluyfirvöld í Rússlandi hafa handtekið mann eftir að jarðneskar leifar 27 ungra kvenna fundust í íbúð hans. Maðurinn er grunaður um að hafa grafið lík kvennanna upp víðs vegar um Rússland, en flestar í borginni Nizhny Novgorod þar sem hann býr. 8.11.2011 12:30 Ætla að áfrýja dómnum yfir lækninum Verjendur Conrads Murray, sem var fundinn sekur í gær um að bera ábyrgð á andláti poppkóngsins Michaels Jackson, segja að dómnum verði áfrýjað. Refsingin yfir Murray verður ákveðin þann 29. nóvember næstkomandi en Murray var umsvifalaust færður í fangaklefa í Los Angeles eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær. 8.11.2011 09:23 Ómetanlegum fornmunum stolið í Trípolí Stóru safni af ómetanlegum fornmunum var stolið úr bankahólfi í Trípolí höfuðborg Líbíu á meðan á uppreisninni stóð þar fyrr í ár. 8.11.2011 07:40 Bolivía og Bandaríkin taka upp stjórnmálasamband að nýju Stjórnvöld í Bólivíu og Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka stjórnmálasamband upp að nýju þremur árum eftir að Evo Morales forseti Bólivíu skar á þetta samband með því að reka bandaríska sendiherrann heim. 8.11.2011 07:29 Fundu 19 vændiskonur og 100 bardagahana í mexíkönsku fangelsi Óvænt heimsókn lögreglunnar í Acapulco í Mexíkó í eitt af fangelsum borgarinnar leiddi í ljós að þar innan veggja var að finna 19 vændiskonur, um 100 flatskjái, tvo sekki fulla af marijúana og 100 bardagahana. 8.11.2011 07:27 Hnefaleikakappinn Joe Frazier látinn Joe Frazier fyrrum heimsmeistari í þungavikt í hnefnaleikum er látinn 67 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein í lifur. 8.11.2011 07:23 Lífi ungra danskra nýbúa stjórnað frá heimalandi þeirra Ný umfangsmikil rannsókn á högum ungra nýbúa í Danmörku sýnir að fjölskyldur þessarar nýbúa í heimalandinu stjórna lífi þeirra á margvíslegan hátt en þó einkum þegar kemur að ást og kynlífi. 8.11.2011 07:21 Smástirni ekki nær jörðinni í 200 ár Risavaxið smástirni sem er á leið framhjá jörðinni var í aðeins 325 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðinni um klukkan sex í morgun. Smástirni sem þetta hefur ekki komið nær jörðinni undanfarin 200 ár. 8.11.2011 07:18 Pólitísk örlög Berlusconi talin ráðast í dag Silvio Berlusconi virðist vera kominn að endalokum í pólitík og dagar hans taldir sem forsætisráðherra Ítalíu. 8.11.2011 07:14 Bakveik á bótum bar hundruð bjórdósa Kona sem var á bótum vegna bakveiki bar sjálf hundruð bjórdósa úr farangursgeymslu rútu sem hún hafði ferðast með ásamt öðrum bótaþegum til þess að kaupa ódýrt áfengi í Þýskalandi. Þetta gerði konan fyrir framan tollverði og starfsmenn sænsku sjúkratrygginganna sem tóku þátt í skoðun tollsins í Helsingborg í tvo daga í októberlok. 8.11.2011 00:00 Keisari Japans fluttur á spítala Keisari Japans, hinn 77 ára gamli Akihito, var fluttur á spítala í gær. Akihito hefur verið veikur síðustu daga og þjáist af bronkítis. 7.11.2011 23:30 Hafði hægðir 25 sinnum og er loks laus Nígeríumanninum Babatunde Omidina var sleppt gegn tryggingu af dómstólum í Nígeríu eftir að hafa setið inni í 24 daga. Omidina var grunaður um að reynt að smygla fíkniefnum til að Frakklands en hann var handtekinn í París þann 12. október síðastliðinn. 7.11.2011 22:30 Harðnar í átökum Biebers og Yeater Talsmenn Justin Bieber tilkynntu í dag að söngvarinn myndi gangast undir faðernispróf. Tvítug stúlka frá San Diego, Mariah Yeater, segir Beibers vera barnsföður sinn. Hún greindi frá því í síðustu viku að Bieber hefði boðið henni baksviðs eftir tónleika og að þau hafi notið ásta á baðherbergi. 7.11.2011 22:15 Gríðarleg eftirvænting fyrir Modern Warfare 3 Framhald eins vinsælasta tölvuleiks veraldar fer í sölu á miðnætti í dag. Talið er að Modern Warfare 3 eigi eftir að slá öll sölumet en gríðarleg eftirvænting er fyrir honum. 7.11.2011 21:45 Ljós verður notað í krabbameinsmeðferðum Vísindamenn í Bandaríkjunum telja nú að ljós verði eitt af framtíðar verkfærum í baráttunni við krabbamein. 7.11.2011 21:15 Ný spjaldtölva frá Barnes & Nobles Bókaverslunin Barnes & Nobles kynnti í dag nýja spjaldtölvu. Tölvan er arftaki Nook-tölvunnar vinsælu en hún var gefin út árið 2009 og var í beinni samkeppni við lestrartölvu vefverslunarinnar Amazon - Kindle. 7.11.2011 19:47 Hestar voru eitt sinn blettóttir Vísindamenn hafa fundið vísbendingar um að blettóttir hestar hafi eitt sinn gengið um sléttur Evrasíu. Hingað til hafa vísindamenn aðeins fundið erfðaefni svarta og brúna hesta. Þeir telja að blettótti fákurinn hafi verið uppi fyrir rúmum 25.000 árum. 7.11.2011 23:00 Murray dæmdur fyrir að hafa orðið Michael Jackson að bana Conrad Murray, einkalæknir Michael Jacksons, poppstjörnu, var dæmdur sekur um að bera ábyrgð á andláti Jacksons. 7.11.2011 21:18 Lindsey Lohan laus úr fangelsi eftir fjóra tíma Kvikmyndastjarnan Lindsey Lohan hefur verið sleppt úr fangelsi, aðeins rúmum fjórum klukkustundum eftir að hún hóf afplánum. Hún átti að sitja inni í þrjátíu daga en sökum þess að fangelsið var yfirfullt var ákveðið að sleppa henni að nýju. Leikkonan, sem er 25 ára gömul, átti að fara í steininn en hún stal hálsfesti og braut þar af leiðandi skilorð sem hún var. 7.11.2011 14:39 Hrina nauðgana í Noregi - Stoltenberg leitar ráða hjá Dönum Alda nauðgana hefur gengið yfir Ósló það sem af er ári. Tvöfalt fleiri tilfelli en í fyrra þar sem ráðist er á konur að nóttu til. Rannsóknir ganga illa og dómar eru vægir. Stoltenberg leitar ráða í Kaupmannahöfn. 7.11.2011 13:00 Rændu sex þúsund eintökum af Modern Warfare 3 Tveir grímuklæddir menn vopnaðir hnífum og táragasi rændu flutningabíl í París í gær. Þeir höfðu upp úr krafsinu sexþúsund eintök af tölvuleiknum Modern Warfare 3 sem kemur í verslanir um allan heim á morgun. 7.11.2011 11:36 Sjakalinn aftur fyrir rétt í Frakklandi Einn alræmdasti hryðjuverkamaður heimsins, Sjakalinn, kemur aftur fyrir rétt í París í Frakklandi í dag. 7.11.2011 08:04 Venesúelamær kjörin Ungfrú heimur Það var 22 ára gömul stúlka frá Venesúela sem kjörin var Ungfrú heimur við hátíðlega athöfn í London í gærkvöldi. 7.11.2011 07:54 Ljón truflaði lestarferð í Englandi Farþegum með járnbrautarlest í vesturhluta Yorkshire í Englandi var bannað að stíga af lestinni í bænum Shepley í gærdag þar sem sést hafði til ljóns á vappi um brautarteinanna. 7.11.2011 07:52 Fólk flutt úr miðborg Bangkok vegna flóðanna Fljóðin í Taílandi hafa nú náð að miðborg Bangkok og byrjað er að flytja fólk frá þeim borgarhluta. Þar með hefur þriðjungur borgarbúa neyðst til þess að flýja heimili sín vegna flóðanna. 7.11.2011 07:47 Aurskriður valda manntjóni í Kólombíu Að minnsta kosti 24 hafa farist og tuga er saknað eftir miklar aurskriður í vesturhluta Kólombíu. 7.11.2011 07:46 Fyrrum bankastjóri líklegur sem næsti forsætisráðherra Grikklands George Papandreou forsætisráðherra Grikklands og Antonis Samaras leiðtogi stjórnarandstöðunnar hafa komist að samkomulagi um þjóðstjórn. Jafnframt verður efnt til nýrra kosninga í landinu þann 19. febrúar næstkomandi. 7.11.2011 07:21 Ólögleg lyf flæða yfir Norðurlönd í gegnum netið Ólögleg lyf sem keypt eru á netinu flæða nú yfir Norðurlöndin sem aldrei fyrr. Yfirleitt er um falskar útgáfur af stinningarlyfjum að ræða en sterar eru einnig áberandi. 7.11.2011 07:19 Vilja opinbera rannsókn á tengslum dansks ráðherra við KGB Stjórnarandstaðan á danska þinginu hefur krafist opinberrar rannsóknar á tengslum Ole Sohn viðskiptaráðherra landsins við KGB, fyrrum leyniþjónustu Sovéríkjanna sálugu. 7.11.2011 07:16 Loftsteinn rekst næstum á jörðina á þriðjudaginn Stærðarinnar loftsteinn mun hendast milli jarðarinnar og tunglsins á þriðjudaginn kemur. Steinninn er 400 metrar að þvermáli, en svo stór steinn hefur ekki komið jafn nálægt jörðinni í 35 ár. Vísindamenn segjast 100% öruggir um að hann muni ekki skella á jörðinni, en árekstur jarðarinnar og loftsteins af þessari stærð er talinn gerast einu sinni á 100 þúsund ára fresti eða svo. En vísindamenn segja þetta ákveðið tækifæri. Ein kenning gerir ráð fyrir að loftsteinar af þessari tegund hafi borið vatn og lífeindir til jarðarinnar í fyrndinni. Ef vísindamönnum tækist að finna slíkar eindir á þessum steini myndi það styðja þá kenningu. Auk þess er loftsteinn einnig á lista Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) yfir áfangastaði. Hvergi kemur þó fram að NASA ætli að reyna að lenda á steininum. 6.11.2011 21:18 Hreinsi-glaður starfsmaður eyðilagði rándýrt listaverk Listaverk sem metið var á tæpar 130 milljónir króna varð hreingerningargleði starfsmanns listasafns að bráð þegar hann tók málningu fyrir óhreinindi og skrúbbaði hana sómasamlega af verkinu. Verkið var nefnt "Þegar þakið fer að leka" og var eftir samtímalistamanninn Martin Kippenberger. Það var til sýningar á Ostwall safninu í Dortmund. Verkið var einhvers konar gúmmí-trog eða ílát undir viðarvegg. Á trogið höfðu verið málaðar skellur sem áttu að líkjast vatnsblettum. Starfsmaður safnsins rak augun í blettina, hélt þá raunverulegar vatnsskemmdir eða óhreinindi og nuddaði þá af. Nú er að sögn ómögulegt að koma verkinu í fyrra horf eða lagfæra skemmdirnar. 6.11.2011 20:48 Vefsíður hrynja í Ísrael Opinberar vefsíður í Ísrael hrundu í dag. Meðal annars lokaðist síða leyniþjónustunnar Mossad, talsmanns hersins og nokkurra ráðuneyta. Stjórnvöld í Ísrael hafa vísað því á bug að um árás sé að ræða, en margir höfðu spurt sig hvort stuðningsmenn Palestínu ættu sök á hruninu. Stjórnvöld segja að aðeins sé um umfangsmikla tæknilega galla að ræða. Verkalýðsfélög höfðu tilkynnt fyrirhuguð verkföll í landinu. Þau eiga að hefjast á morgun klukkan sex að staðartíma. Verkföllin munu valda því að samgöngur landsins lamast, flugvöllur lokast og fleira. Ekki hefur neitt komið fram um að hrunið á vefsíðunum tengist verkfallinu á nokkurn hátt. 6.11.2011 20:21 Google biðst afsökunar á klúðri Síðasta vika var fremur illa heppnuð hjá tæknirisanum Google. Á miðvikudaginn var birtu þeir ofangreinda tilkynningu á twittersíðu sinni. Ástæðan var póstforritið gmail, sem Google höfðu hannað fyrir stýrikerfi Apple og sent frá sér í vikunni. Og ekki nóg með það, heldur sendi Google einnig frá sér uppfærða útgáfu af Google Reader í vikunni. Því var beinlínis lýst sem "hörmungum". 6.11.2011 18:07 Stærsti jarðskjálfti í sögu Oklahoma Stærsti jarðskjálfti í sögu Oklahoma skók ríkið í gær. Jarðskjálftinn var 5,6 á richter og varð í um 70 km fjarlægð frá Oklahoma borg. Tilkynnt hefur verið um nokkuð eignartjón, en ekkert mannfall varð svo vitað sé. Þó voru nokkrir sendir á sjúkrahús með minniháttar áverka. Skjálftinn er sá öflugasti í sögu ríkisins Oklahoma, samkvæmt frétt The Daily mail. Hann varð síðastliðna nótt og varði í rúmar 30 sekúndur. „Þetta var temmilega góður hnykkur. Við erum ekki vön þessu. Við erum bara vön því að fjúka upp í stormi," sagði JL Gilbert, sem býr aðeins fáeinum kílómetrum frá upptökum skjálftans. 6.11.2011 17:26 150 látnir í Nígeríu - fleiri árásum lofað 150 manns hið minnsta létu lífið í sprengjuárásum í Nígeríu í gær samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar. Róttækir múslimar, sem ganga undir nafninu Boko Haram, hafa gengist við ábyrgð á verkunum. Talsmaður Rauða Krossins sagðist í dag búast við því að enn fleiri hefðu látist en nú er talið. 6.11.2011 14:22 Hlýnun jarðar hamlar framförum Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna.Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina. 6.11.2011 13:37 Hetjudáðir drýgðar við björgunarstörf Justine Greening, samgöngumálaráðherra Bretlands, segir slökkviliðið og lögregluna í Somerset-sýslu hafa drýgt hetjudáð í gær þegar eldar voru slökktir og fólki bjargað úr brennandi bílflökum eftir að þrjátíu og fjórir bílar lentu saman í árekstri. Sjö eru látnir og fimmtíu og einn var færður til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Lögreglan hefur nú staðfest að ólíklegt sé að tala látinna kunni að hækka en búið að er fjarlægja flest bílflökin af veginum. M5 hraðbrautin verður hins vegar ekki opnuð fyrir umferð í dag. Ráðherrann segir að nú verði að grípa til aðgerða til að minnka líkurnar á svona slys verði aftur. 6.11.2011 13:30 Friðaráætlun Sýrlands vanvirt með morðum Öryggissveitir í Sýrlandi hafa drepið sex manns hið minnsta í dag. Árásirnar komu á fyrsta degi fórnarhátíðar múslima Eid al-Adha og voru í borgunum Horns og Hama. Einnig var skotið að mótmælendum nærri höfuðborginni Damaskus. Árásirnar gera vonir mótmælenda að engu um að forseti landsins Bashar al-Assad myndi standa við friðaráætlun Arababandalagsins. Í síðustu viku samþykkti ríkisstjórn Sýrlands friðaráætlun Arababandalagsins. Samkvæmt áætluninni átti stjórnin að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum, sleppa öllum pólitískum föngum, kalla vopnuð ökutæki af götum landsins og hefja viðræður við mótmælendur. Í gær mótmæltu aðgerðarsinnar friðsamlega til að reyna á hvort stjórnvöld stæðu við samkomulagið. Mótmælendum heilsaði mikil skothríð og með árásum dagsins í dag er nokkuð ljóst að Bashar al-Assad virðir samkomulagið ekki, í það minnsta ekki í öllum atriðum. 6.11.2011 12:13 Jarðskjálftar verstir heilsu fólks Jarðskjálftar hafa skaðlegri áhrif á heilsu manna en aðrar náttúruhamfarir eins og flóð og fellibylir, samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna. Meira en milljón jarðskjálftar, af mismunandi stærðum og gerðum , verða víðs vegar um heiminn á ári hverju, en frá þessu er greint á vef BBC. Auk dauðsfalla þá valda jarðskjálftar ýmsum kvillum og meiðslum sem ekki er hægt að meðhöndla vegna skemmda sem skjálftarnir valda grunngerð samfélagsins. Margar af helstu stórborgum heims eru á jarðskjálftasvæðum, svo sem Los Angeles, Tokíó, New York, Delí og Sjanghæ, sem þýðir að milljónir manna eru í stöðugri hættu um að lenda í skjálfta. 6.11.2011 12:00 Stærstu flokkar Grikklands færast nær samkomulagi „Stjórnmálaflokkar í Grikklandi verða að ná samkomulagi fyrir morgundaginn um hver leiðir hina fyrirhuguðu samsteypustjórn," sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar í dag og bætti við að stærstu flokkar landsins virðist vera að ná ákveðnum samhljómi í viðræðunum. Sósíalistaflokkur Papandreou og Nýtt lýðræði virðast vera að sættast á ákveðinn sameiginlegan grundvöll í viðræðunum. Og þó nokkrir dagar geti vel liðið áður en fyrir liggur hverjir taki ráðherrastól er mikilvægt að ákveða hver leiðir stjórnina fyrir á morgun, í síðasta lagi. Þetta kom fram í viðtali við Elias Mossialos, talsmann grísku ríkisstjórnarinnar á vefmiðli ríkissjónvarpsstöðvar Grikklands í dag. Þessar yfirlýsingar koma í kjölfar einnar sviptingasömustu viku í manna minnum í Grikklandi. Á föstudag stóð Papandreou forsætisráðherra naumlega af sér atkvæðagreiðslu vantrauststillögu á gríska þinginu. Hann hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að víkja sæti og leyfa samsteypustjórn að taka völdin með nýjum forsætisráðherra. 6.11.2011 11:45 Milljónir manna grýta djöfulinn Nú stendur yfir pílagrímsför milljóna múslima, fimm daga ferð þar sem múslimar feta í fótspor Múhameðs spámanns og ganga til Mekku, höfuðborgar Saudi-Arabíu. Í dag er annar dagur pílagrímsfararinnar og tóku milljónir múslima þátt í táknrænni athöfn þar sem djöfullinn sjálfur var grýttur. Með athöfninni minnast múslimar þess þegar Abraham grýtti djöfulinn, sem er sagður hafa birst honum þrisvar sinnum til að freista hans. Athöfnin fer þannig fram að fólksfjöldinn gengur kringum þrjár steinsúlur og kastar steinvölum í átt að þeirri stærstu. Þar sem fjöldi pílagrímanna er gífurlegur er athöfnin ein sú hættulegasta í pílagrímsförinni, þar sem troðningurinn skapar hættu á því að fólk troðist undir. Til dæmis er talið að minnst 360 manns hafi látist í athöfninni árið 2005. Dagurinn í dag markar einnig upphaf hátíðarinnar Eid al-Adha, en með henni minnast múslimar undirgefni Abrahams við guð, þegar hann samþykkti að fórna sínum eigin syni til að hlýðnast boðum hans. Í Rússlandi söfnuðust yfir 80 þúsund manns saman í nístandi frosti á götum Moskvu af þessu tilefni. Fólkið hafði ekki í neinn samastað að leita, enda var aðal moska borgarinnar rifin í september og enn hefur önnur ekki risið í hennar stað. Því safnaðist fólkið saman á götum úti til að biðja. 6.11.2011 11:25 Sjá næstu 50 fréttir
Tæplega fjögur þúsund fallnir í Sýrlandi Nú er talið að rúmlega 3500 manns hafi látið lífið í átökum frá því mótmælin í Sýrlandi gegn ríkjandi stjórnvöldum hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ástandið í landinu. Fregnir hafa borist af aukinni hörku stjórnarhermanna í borginni Hama og segja vitni að beitt hafi verið sprengjuvörpum og skriðdrekum í nokkrum hverfum borgarinnar. 8.11.2011 15:14
Sarkozy um Netanyahu: „Ég þoli hann ekki - hann er lygari“ Þjóðarleiðtogarnir Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti og kollegi hans í Bandaríkjunum Barack Obama lentu í ógöngum á G20 fundinum í Cannes á dögunum. Þeir voru að bíða eftir því að blaðamannafundur hæfist þegar talið barst að Bejamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels. 8.11.2011 13:45
Hvíta húsið kannast ekkert við geimverur Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er formlega neitað að þau hafi einhverja þekkingu á yfirskilvitlegum atburðum. 8.11.2011 12:58
Leyfði nauðgun á dóttur sinni Maður á fimmtugsaldri var dæmdur til fangelsisvistar í Vejle í Danmörku í gær fyrir að selja átta ára dóttur sína í kynlífsþrælkun. Þrír aðrir karlmenn voru dæmdir í sama máli. 8.11.2011 12:30
Gróf upp lík og klæddi í kjóla Lögregluyfirvöld í Rússlandi hafa handtekið mann eftir að jarðneskar leifar 27 ungra kvenna fundust í íbúð hans. Maðurinn er grunaður um að hafa grafið lík kvennanna upp víðs vegar um Rússland, en flestar í borginni Nizhny Novgorod þar sem hann býr. 8.11.2011 12:30
Ætla að áfrýja dómnum yfir lækninum Verjendur Conrads Murray, sem var fundinn sekur í gær um að bera ábyrgð á andláti poppkóngsins Michaels Jackson, segja að dómnum verði áfrýjað. Refsingin yfir Murray verður ákveðin þann 29. nóvember næstkomandi en Murray var umsvifalaust færður í fangaklefa í Los Angeles eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær. 8.11.2011 09:23
Ómetanlegum fornmunum stolið í Trípolí Stóru safni af ómetanlegum fornmunum var stolið úr bankahólfi í Trípolí höfuðborg Líbíu á meðan á uppreisninni stóð þar fyrr í ár. 8.11.2011 07:40
Bolivía og Bandaríkin taka upp stjórnmálasamband að nýju Stjórnvöld í Bólivíu og Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka stjórnmálasamband upp að nýju þremur árum eftir að Evo Morales forseti Bólivíu skar á þetta samband með því að reka bandaríska sendiherrann heim. 8.11.2011 07:29
Fundu 19 vændiskonur og 100 bardagahana í mexíkönsku fangelsi Óvænt heimsókn lögreglunnar í Acapulco í Mexíkó í eitt af fangelsum borgarinnar leiddi í ljós að þar innan veggja var að finna 19 vændiskonur, um 100 flatskjái, tvo sekki fulla af marijúana og 100 bardagahana. 8.11.2011 07:27
Hnefaleikakappinn Joe Frazier látinn Joe Frazier fyrrum heimsmeistari í þungavikt í hnefnaleikum er látinn 67 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein í lifur. 8.11.2011 07:23
Lífi ungra danskra nýbúa stjórnað frá heimalandi þeirra Ný umfangsmikil rannsókn á högum ungra nýbúa í Danmörku sýnir að fjölskyldur þessarar nýbúa í heimalandinu stjórna lífi þeirra á margvíslegan hátt en þó einkum þegar kemur að ást og kynlífi. 8.11.2011 07:21
Smástirni ekki nær jörðinni í 200 ár Risavaxið smástirni sem er á leið framhjá jörðinni var í aðeins 325 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðinni um klukkan sex í morgun. Smástirni sem þetta hefur ekki komið nær jörðinni undanfarin 200 ár. 8.11.2011 07:18
Pólitísk örlög Berlusconi talin ráðast í dag Silvio Berlusconi virðist vera kominn að endalokum í pólitík og dagar hans taldir sem forsætisráðherra Ítalíu. 8.11.2011 07:14
Bakveik á bótum bar hundruð bjórdósa Kona sem var á bótum vegna bakveiki bar sjálf hundruð bjórdósa úr farangursgeymslu rútu sem hún hafði ferðast með ásamt öðrum bótaþegum til þess að kaupa ódýrt áfengi í Þýskalandi. Þetta gerði konan fyrir framan tollverði og starfsmenn sænsku sjúkratrygginganna sem tóku þátt í skoðun tollsins í Helsingborg í tvo daga í októberlok. 8.11.2011 00:00
Keisari Japans fluttur á spítala Keisari Japans, hinn 77 ára gamli Akihito, var fluttur á spítala í gær. Akihito hefur verið veikur síðustu daga og þjáist af bronkítis. 7.11.2011 23:30
Hafði hægðir 25 sinnum og er loks laus Nígeríumanninum Babatunde Omidina var sleppt gegn tryggingu af dómstólum í Nígeríu eftir að hafa setið inni í 24 daga. Omidina var grunaður um að reynt að smygla fíkniefnum til að Frakklands en hann var handtekinn í París þann 12. október síðastliðinn. 7.11.2011 22:30
Harðnar í átökum Biebers og Yeater Talsmenn Justin Bieber tilkynntu í dag að söngvarinn myndi gangast undir faðernispróf. Tvítug stúlka frá San Diego, Mariah Yeater, segir Beibers vera barnsföður sinn. Hún greindi frá því í síðustu viku að Bieber hefði boðið henni baksviðs eftir tónleika og að þau hafi notið ásta á baðherbergi. 7.11.2011 22:15
Gríðarleg eftirvænting fyrir Modern Warfare 3 Framhald eins vinsælasta tölvuleiks veraldar fer í sölu á miðnætti í dag. Talið er að Modern Warfare 3 eigi eftir að slá öll sölumet en gríðarleg eftirvænting er fyrir honum. 7.11.2011 21:45
Ljós verður notað í krabbameinsmeðferðum Vísindamenn í Bandaríkjunum telja nú að ljós verði eitt af framtíðar verkfærum í baráttunni við krabbamein. 7.11.2011 21:15
Ný spjaldtölva frá Barnes & Nobles Bókaverslunin Barnes & Nobles kynnti í dag nýja spjaldtölvu. Tölvan er arftaki Nook-tölvunnar vinsælu en hún var gefin út árið 2009 og var í beinni samkeppni við lestrartölvu vefverslunarinnar Amazon - Kindle. 7.11.2011 19:47
Hestar voru eitt sinn blettóttir Vísindamenn hafa fundið vísbendingar um að blettóttir hestar hafi eitt sinn gengið um sléttur Evrasíu. Hingað til hafa vísindamenn aðeins fundið erfðaefni svarta og brúna hesta. Þeir telja að blettótti fákurinn hafi verið uppi fyrir rúmum 25.000 árum. 7.11.2011 23:00
Murray dæmdur fyrir að hafa orðið Michael Jackson að bana Conrad Murray, einkalæknir Michael Jacksons, poppstjörnu, var dæmdur sekur um að bera ábyrgð á andláti Jacksons. 7.11.2011 21:18
Lindsey Lohan laus úr fangelsi eftir fjóra tíma Kvikmyndastjarnan Lindsey Lohan hefur verið sleppt úr fangelsi, aðeins rúmum fjórum klukkustundum eftir að hún hóf afplánum. Hún átti að sitja inni í þrjátíu daga en sökum þess að fangelsið var yfirfullt var ákveðið að sleppa henni að nýju. Leikkonan, sem er 25 ára gömul, átti að fara í steininn en hún stal hálsfesti og braut þar af leiðandi skilorð sem hún var. 7.11.2011 14:39
Hrina nauðgana í Noregi - Stoltenberg leitar ráða hjá Dönum Alda nauðgana hefur gengið yfir Ósló það sem af er ári. Tvöfalt fleiri tilfelli en í fyrra þar sem ráðist er á konur að nóttu til. Rannsóknir ganga illa og dómar eru vægir. Stoltenberg leitar ráða í Kaupmannahöfn. 7.11.2011 13:00
Rændu sex þúsund eintökum af Modern Warfare 3 Tveir grímuklæddir menn vopnaðir hnífum og táragasi rændu flutningabíl í París í gær. Þeir höfðu upp úr krafsinu sexþúsund eintök af tölvuleiknum Modern Warfare 3 sem kemur í verslanir um allan heim á morgun. 7.11.2011 11:36
Sjakalinn aftur fyrir rétt í Frakklandi Einn alræmdasti hryðjuverkamaður heimsins, Sjakalinn, kemur aftur fyrir rétt í París í Frakklandi í dag. 7.11.2011 08:04
Venesúelamær kjörin Ungfrú heimur Það var 22 ára gömul stúlka frá Venesúela sem kjörin var Ungfrú heimur við hátíðlega athöfn í London í gærkvöldi. 7.11.2011 07:54
Ljón truflaði lestarferð í Englandi Farþegum með járnbrautarlest í vesturhluta Yorkshire í Englandi var bannað að stíga af lestinni í bænum Shepley í gærdag þar sem sést hafði til ljóns á vappi um brautarteinanna. 7.11.2011 07:52
Fólk flutt úr miðborg Bangkok vegna flóðanna Fljóðin í Taílandi hafa nú náð að miðborg Bangkok og byrjað er að flytja fólk frá þeim borgarhluta. Þar með hefur þriðjungur borgarbúa neyðst til þess að flýja heimili sín vegna flóðanna. 7.11.2011 07:47
Aurskriður valda manntjóni í Kólombíu Að minnsta kosti 24 hafa farist og tuga er saknað eftir miklar aurskriður í vesturhluta Kólombíu. 7.11.2011 07:46
Fyrrum bankastjóri líklegur sem næsti forsætisráðherra Grikklands George Papandreou forsætisráðherra Grikklands og Antonis Samaras leiðtogi stjórnarandstöðunnar hafa komist að samkomulagi um þjóðstjórn. Jafnframt verður efnt til nýrra kosninga í landinu þann 19. febrúar næstkomandi. 7.11.2011 07:21
Ólögleg lyf flæða yfir Norðurlönd í gegnum netið Ólögleg lyf sem keypt eru á netinu flæða nú yfir Norðurlöndin sem aldrei fyrr. Yfirleitt er um falskar útgáfur af stinningarlyfjum að ræða en sterar eru einnig áberandi. 7.11.2011 07:19
Vilja opinbera rannsókn á tengslum dansks ráðherra við KGB Stjórnarandstaðan á danska þinginu hefur krafist opinberrar rannsóknar á tengslum Ole Sohn viðskiptaráðherra landsins við KGB, fyrrum leyniþjónustu Sovéríkjanna sálugu. 7.11.2011 07:16
Loftsteinn rekst næstum á jörðina á þriðjudaginn Stærðarinnar loftsteinn mun hendast milli jarðarinnar og tunglsins á þriðjudaginn kemur. Steinninn er 400 metrar að þvermáli, en svo stór steinn hefur ekki komið jafn nálægt jörðinni í 35 ár. Vísindamenn segjast 100% öruggir um að hann muni ekki skella á jörðinni, en árekstur jarðarinnar og loftsteins af þessari stærð er talinn gerast einu sinni á 100 þúsund ára fresti eða svo. En vísindamenn segja þetta ákveðið tækifæri. Ein kenning gerir ráð fyrir að loftsteinar af þessari tegund hafi borið vatn og lífeindir til jarðarinnar í fyrndinni. Ef vísindamönnum tækist að finna slíkar eindir á þessum steini myndi það styðja þá kenningu. Auk þess er loftsteinn einnig á lista Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) yfir áfangastaði. Hvergi kemur þó fram að NASA ætli að reyna að lenda á steininum. 6.11.2011 21:18
Hreinsi-glaður starfsmaður eyðilagði rándýrt listaverk Listaverk sem metið var á tæpar 130 milljónir króna varð hreingerningargleði starfsmanns listasafns að bráð þegar hann tók málningu fyrir óhreinindi og skrúbbaði hana sómasamlega af verkinu. Verkið var nefnt "Þegar þakið fer að leka" og var eftir samtímalistamanninn Martin Kippenberger. Það var til sýningar á Ostwall safninu í Dortmund. Verkið var einhvers konar gúmmí-trog eða ílát undir viðarvegg. Á trogið höfðu verið málaðar skellur sem áttu að líkjast vatnsblettum. Starfsmaður safnsins rak augun í blettina, hélt þá raunverulegar vatnsskemmdir eða óhreinindi og nuddaði þá af. Nú er að sögn ómögulegt að koma verkinu í fyrra horf eða lagfæra skemmdirnar. 6.11.2011 20:48
Vefsíður hrynja í Ísrael Opinberar vefsíður í Ísrael hrundu í dag. Meðal annars lokaðist síða leyniþjónustunnar Mossad, talsmanns hersins og nokkurra ráðuneyta. Stjórnvöld í Ísrael hafa vísað því á bug að um árás sé að ræða, en margir höfðu spurt sig hvort stuðningsmenn Palestínu ættu sök á hruninu. Stjórnvöld segja að aðeins sé um umfangsmikla tæknilega galla að ræða. Verkalýðsfélög höfðu tilkynnt fyrirhuguð verkföll í landinu. Þau eiga að hefjast á morgun klukkan sex að staðartíma. Verkföllin munu valda því að samgöngur landsins lamast, flugvöllur lokast og fleira. Ekki hefur neitt komið fram um að hrunið á vefsíðunum tengist verkfallinu á nokkurn hátt. 6.11.2011 20:21
Google biðst afsökunar á klúðri Síðasta vika var fremur illa heppnuð hjá tæknirisanum Google. Á miðvikudaginn var birtu þeir ofangreinda tilkynningu á twittersíðu sinni. Ástæðan var póstforritið gmail, sem Google höfðu hannað fyrir stýrikerfi Apple og sent frá sér í vikunni. Og ekki nóg með það, heldur sendi Google einnig frá sér uppfærða útgáfu af Google Reader í vikunni. Því var beinlínis lýst sem "hörmungum". 6.11.2011 18:07
Stærsti jarðskjálfti í sögu Oklahoma Stærsti jarðskjálfti í sögu Oklahoma skók ríkið í gær. Jarðskjálftinn var 5,6 á richter og varð í um 70 km fjarlægð frá Oklahoma borg. Tilkynnt hefur verið um nokkuð eignartjón, en ekkert mannfall varð svo vitað sé. Þó voru nokkrir sendir á sjúkrahús með minniháttar áverka. Skjálftinn er sá öflugasti í sögu ríkisins Oklahoma, samkvæmt frétt The Daily mail. Hann varð síðastliðna nótt og varði í rúmar 30 sekúndur. „Þetta var temmilega góður hnykkur. Við erum ekki vön þessu. Við erum bara vön því að fjúka upp í stormi," sagði JL Gilbert, sem býr aðeins fáeinum kílómetrum frá upptökum skjálftans. 6.11.2011 17:26
150 látnir í Nígeríu - fleiri árásum lofað 150 manns hið minnsta létu lífið í sprengjuárásum í Nígeríu í gær samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar. Róttækir múslimar, sem ganga undir nafninu Boko Haram, hafa gengist við ábyrgð á verkunum. Talsmaður Rauða Krossins sagðist í dag búast við því að enn fleiri hefðu látist en nú er talið. 6.11.2011 14:22
Hlýnun jarðar hamlar framförum Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna.Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina. 6.11.2011 13:37
Hetjudáðir drýgðar við björgunarstörf Justine Greening, samgöngumálaráðherra Bretlands, segir slökkviliðið og lögregluna í Somerset-sýslu hafa drýgt hetjudáð í gær þegar eldar voru slökktir og fólki bjargað úr brennandi bílflökum eftir að þrjátíu og fjórir bílar lentu saman í árekstri. Sjö eru látnir og fimmtíu og einn var færður til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Lögreglan hefur nú staðfest að ólíklegt sé að tala látinna kunni að hækka en búið að er fjarlægja flest bílflökin af veginum. M5 hraðbrautin verður hins vegar ekki opnuð fyrir umferð í dag. Ráðherrann segir að nú verði að grípa til aðgerða til að minnka líkurnar á svona slys verði aftur. 6.11.2011 13:30
Friðaráætlun Sýrlands vanvirt með morðum Öryggissveitir í Sýrlandi hafa drepið sex manns hið minnsta í dag. Árásirnar komu á fyrsta degi fórnarhátíðar múslima Eid al-Adha og voru í borgunum Horns og Hama. Einnig var skotið að mótmælendum nærri höfuðborginni Damaskus. Árásirnar gera vonir mótmælenda að engu um að forseti landsins Bashar al-Assad myndi standa við friðaráætlun Arababandalagsins. Í síðustu viku samþykkti ríkisstjórn Sýrlands friðaráætlun Arababandalagsins. Samkvæmt áætluninni átti stjórnin að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum, sleppa öllum pólitískum föngum, kalla vopnuð ökutæki af götum landsins og hefja viðræður við mótmælendur. Í gær mótmæltu aðgerðarsinnar friðsamlega til að reyna á hvort stjórnvöld stæðu við samkomulagið. Mótmælendum heilsaði mikil skothríð og með árásum dagsins í dag er nokkuð ljóst að Bashar al-Assad virðir samkomulagið ekki, í það minnsta ekki í öllum atriðum. 6.11.2011 12:13
Jarðskjálftar verstir heilsu fólks Jarðskjálftar hafa skaðlegri áhrif á heilsu manna en aðrar náttúruhamfarir eins og flóð og fellibylir, samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna. Meira en milljón jarðskjálftar, af mismunandi stærðum og gerðum , verða víðs vegar um heiminn á ári hverju, en frá þessu er greint á vef BBC. Auk dauðsfalla þá valda jarðskjálftar ýmsum kvillum og meiðslum sem ekki er hægt að meðhöndla vegna skemmda sem skjálftarnir valda grunngerð samfélagsins. Margar af helstu stórborgum heims eru á jarðskjálftasvæðum, svo sem Los Angeles, Tokíó, New York, Delí og Sjanghæ, sem þýðir að milljónir manna eru í stöðugri hættu um að lenda í skjálfta. 6.11.2011 12:00
Stærstu flokkar Grikklands færast nær samkomulagi „Stjórnmálaflokkar í Grikklandi verða að ná samkomulagi fyrir morgundaginn um hver leiðir hina fyrirhuguðu samsteypustjórn," sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar í dag og bætti við að stærstu flokkar landsins virðist vera að ná ákveðnum samhljómi í viðræðunum. Sósíalistaflokkur Papandreou og Nýtt lýðræði virðast vera að sættast á ákveðinn sameiginlegan grundvöll í viðræðunum. Og þó nokkrir dagar geti vel liðið áður en fyrir liggur hverjir taki ráðherrastól er mikilvægt að ákveða hver leiðir stjórnina fyrir á morgun, í síðasta lagi. Þetta kom fram í viðtali við Elias Mossialos, talsmann grísku ríkisstjórnarinnar á vefmiðli ríkissjónvarpsstöðvar Grikklands í dag. Þessar yfirlýsingar koma í kjölfar einnar sviptingasömustu viku í manna minnum í Grikklandi. Á föstudag stóð Papandreou forsætisráðherra naumlega af sér atkvæðagreiðslu vantrauststillögu á gríska þinginu. Hann hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að víkja sæti og leyfa samsteypustjórn að taka völdin með nýjum forsætisráðherra. 6.11.2011 11:45
Milljónir manna grýta djöfulinn Nú stendur yfir pílagrímsför milljóna múslima, fimm daga ferð þar sem múslimar feta í fótspor Múhameðs spámanns og ganga til Mekku, höfuðborgar Saudi-Arabíu. Í dag er annar dagur pílagrímsfararinnar og tóku milljónir múslima þátt í táknrænni athöfn þar sem djöfullinn sjálfur var grýttur. Með athöfninni minnast múslimar þess þegar Abraham grýtti djöfulinn, sem er sagður hafa birst honum þrisvar sinnum til að freista hans. Athöfnin fer þannig fram að fólksfjöldinn gengur kringum þrjár steinsúlur og kastar steinvölum í átt að þeirri stærstu. Þar sem fjöldi pílagrímanna er gífurlegur er athöfnin ein sú hættulegasta í pílagrímsförinni, þar sem troðningurinn skapar hættu á því að fólk troðist undir. Til dæmis er talið að minnst 360 manns hafi látist í athöfninni árið 2005. Dagurinn í dag markar einnig upphaf hátíðarinnar Eid al-Adha, en með henni minnast múslimar undirgefni Abrahams við guð, þegar hann samþykkti að fórna sínum eigin syni til að hlýðnast boðum hans. Í Rússlandi söfnuðust yfir 80 þúsund manns saman í nístandi frosti á götum Moskvu af þessu tilefni. Fólkið hafði ekki í neinn samastað að leita, enda var aðal moska borgarinnar rifin í september og enn hefur önnur ekki risið í hennar stað. Því safnaðist fólkið saman á götum úti til að biðja. 6.11.2011 11:25