Hrina nauðgana í Noregi - Stoltenberg leitar ráða hjá Dönum 7. nóvember 2011 13:00 Mikil fjölgun hefur orðið á tilfellum þar sem nauðgarar ráðast á konur að nóttu til í Ósló. Meðal úrræða er að auka lýsingu á fáförnum stöðum í borginni. NordicPhotos/Getty Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefur leitað ráða hjá borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn. Alda nauðgana hefur gengið yfir Ósló, höfuðborg Noregs, í ár þar sem árásum á konur á götum úti að nóttu til hefur fjölgað sérstaklega mikið. Síðasta tilfellið var aðfaranótt sunnudags þegar tveir menn réðust á 18 ára stúlku á leið úr samkvæmi. Alls er skráð 51 nauðgun af þessu tagi í borginni það sem af er ári, en allt árið í fyrra voru 24 slíkar árásir tilkynntar. Í Noregi er greinarmunur gerður á aðstæðum þar sem nauðganir eiga sér stað. Alls eru á milli 8.000 og 16.000 nauðganir tilkynntar á landsvísu ár hvert, en þar undir eru í fyrsta lagi stefnumótanauðganir, þá nauðgun þar sem gerandi er nákominn þolanda og loks árásarnauðganir þar sem ókunnur maður eða menn ráðast á konu á almannafæri, oftast í skjóli nætur. Í þessum síðastnefnda flokki hefur tilvikum fjölgað ískyggilega síðustu ár, en á árunum 2006 til 2008 var samtals tilkynnt um 41 árásarnauðgun. Lögreglan í Ósló hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir getuleysi sitt í að stemma stigu við nauðgunum og hve illa gengur að upplýsa málin. Af þessum árásarnauðgunum, sem fyrr greinir, hafa aðeins sjö af 51 verið upplýstar og því hefur rannsóknarlögregla ríkisins verið kölluð til aðstoðar. Um 300 manns komu saman í miðborg Óslóar um helgina og fordæmdu árásirnar og um leið var þess krafist að lögreglan tæki á nauðgunarmálum af meiri festu. Ríkisútvarpið (NRK) hefur eftir Herdisi Mageröy, sem starfar í athvarfi fyrir fórnarlömb nauðgana, að lögregla leggi ekki nógu mikið í rannsóknir á málunum. „Það hefur orðið til þess að margar konur veigra sér við að kæra nauðganir vegna þess að þær óttast að ekki sé tekið af alvöru á málunum," sagði hún. Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefur tekið málið upp og leitað ráða hjá borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn, sem hafa náð nokkrum árangri í þessum efnum. „Núverandi ástand í Ósló er óviðunandi," sagði Stoltenberg við NRK. „Þá er mikilvægt að allir leggist á eitt og líti einnig til þess sem má læra af öðrum." Meðal þeirra aðgerða í Kaupmannahöfn sem Stoltenberg vísar til er meiri sýnileiki lögreglu á götum borgarinnar, efling almenningssamgangna að næturlagi og bætt lýsing á dimmum og afskekktum stöðum. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefur leitað ráða hjá borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn. Alda nauðgana hefur gengið yfir Ósló, höfuðborg Noregs, í ár þar sem árásum á konur á götum úti að nóttu til hefur fjölgað sérstaklega mikið. Síðasta tilfellið var aðfaranótt sunnudags þegar tveir menn réðust á 18 ára stúlku á leið úr samkvæmi. Alls er skráð 51 nauðgun af þessu tagi í borginni það sem af er ári, en allt árið í fyrra voru 24 slíkar árásir tilkynntar. Í Noregi er greinarmunur gerður á aðstæðum þar sem nauðganir eiga sér stað. Alls eru á milli 8.000 og 16.000 nauðganir tilkynntar á landsvísu ár hvert, en þar undir eru í fyrsta lagi stefnumótanauðganir, þá nauðgun þar sem gerandi er nákominn þolanda og loks árásarnauðganir þar sem ókunnur maður eða menn ráðast á konu á almannafæri, oftast í skjóli nætur. Í þessum síðastnefnda flokki hefur tilvikum fjölgað ískyggilega síðustu ár, en á árunum 2006 til 2008 var samtals tilkynnt um 41 árásarnauðgun. Lögreglan í Ósló hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir getuleysi sitt í að stemma stigu við nauðgunum og hve illa gengur að upplýsa málin. Af þessum árásarnauðgunum, sem fyrr greinir, hafa aðeins sjö af 51 verið upplýstar og því hefur rannsóknarlögregla ríkisins verið kölluð til aðstoðar. Um 300 manns komu saman í miðborg Óslóar um helgina og fordæmdu árásirnar og um leið var þess krafist að lögreglan tæki á nauðgunarmálum af meiri festu. Ríkisútvarpið (NRK) hefur eftir Herdisi Mageröy, sem starfar í athvarfi fyrir fórnarlömb nauðgana, að lögregla leggi ekki nógu mikið í rannsóknir á málunum. „Það hefur orðið til þess að margar konur veigra sér við að kæra nauðganir vegna þess að þær óttast að ekki sé tekið af alvöru á málunum," sagði hún. Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefur tekið málið upp og leitað ráða hjá borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn, sem hafa náð nokkrum árangri í þessum efnum. „Núverandi ástand í Ósló er óviðunandi," sagði Stoltenberg við NRK. „Þá er mikilvægt að allir leggist á eitt og líti einnig til þess sem má læra af öðrum." Meðal þeirra aðgerða í Kaupmannahöfn sem Stoltenberg vísar til er meiri sýnileiki lögreglu á götum borgarinnar, efling almenningssamgangna að næturlagi og bætt lýsing á dimmum og afskekktum stöðum. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira