Erlent

Lindsey Lohan laus úr fangelsi eftir fjóra tíma

Kvikmyndastjarnan Lindsey Lohan hefur verið sleppt úr fangelsi, aðeins rúmum fjórum klukkustundum eftir að hún hóf afplánum. Hún átti að sitja inni í þrjátíu daga en sökum þess að fangelsið var yfirfullt var ákveðið að sleppa henni að nýju. Leikkonan, sem er 25 ára gömul, átti að fara í steininn en hún stal hálsfesti og braut þar af leiðandi skilorð sem hún var.

Lohan er þó ekki sloppin alfarið því hún þarf að vinna samfélagsþjónustu að auki. Starfið sem henni hefur verið úthlutað er raunar ekki sérlega aðlaðandi að margra mati, en hún þarf að starfa á líkhúsi Los Angeles borgar við ræstingar.

Lohan hefur fimm sinnum verið dæmd til fangelsisvistar en hún hefur löngum staðið í stappi við fíkniefnadjöfulinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×