Erlent

Stærstu flokkar Grikklands færast nær samkomulagi

Mikið hefur gustað um George Papandreou síðastliðna viku.
Mikið hefur gustað um George Papandreou síðastliðna viku. Mynd/AFP
„Stjórnmálaflokkar í Grikklandi verða að ná samkomulagi fyrir morgundaginn um hver leiðir hina fyrirhuguðu samsteypustjórn," sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar í dag og bætti við að stærstu flokkar landsins virðist vera að ná ákveðnum samhljómi í viðræðunum.

Sósíalistaflokkur Papandreou og Nýtt lýðræði virðast vera að sættast á ákveðinn sameiginlegan grundvöll í viðræðunum. Og þó nokkrir dagar geti vel liðið áður en fyrir liggur hverjir taki ráðherrastól er mikilvægt að ákveða hver leiðir stjórnina fyrir á morgun, í síðasta lagi. Þetta kom fram í viðtali við Elias Mossialos, talsmann grísku ríkisstjórnarinnar á vefmiðli ríkissjónvarpsstöðvar Grikklands í dag.

Þessar yfirlýsingar koma í kjölfar einnar sviptingasömustu viku í manna minnum í Grikklandi. Á föstudag stóð Papandreou forsætisráðherra naumlega af sér atkvæðagreiðslu vantrauststillögu á gríska þinginu. Hann hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að víkja sæti og leyfa samsteypustjórn að taka völdin með nýjum forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×