Erlent

Friðaráætlun Sýrlands vanvirt með morðum

Mótmælendur í Sýrlandi.
Mótmælendur í Sýrlandi. Mynd/AFP
Öryggissveitir í Sýrlandi hafa drepið sex manns hið minnsta í dag. Árásirnar komu á fyrsta degi fórnarhátíðar múslima Eid al-Adha og voru í borgunum Horns og Hama. Einnig var skotið að mótmælendum nærri höfuðborginni Damaskus.

Árásirnar gera vonir mótmælenda að engu um að forseti landsins Bashar al-Assad myndi standa við friðaráætlun Arababandalagsins.

Í síðustu viku samþykkti ríkisstjórn Sýrlands friðaráætlun Arababandalagsins. Samkvæmt áætluninni átti stjórnin að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum, sleppa öllum pólitískum föngum, kalla vopnuð ökutæki af götum landsins og hefja viðræður við mótmælendur. Í gær mótmæltu aðgerðarsinnar friðsamlega til að reyna á hvort stjórnvöld stæðu við samkomulagið. Mótmælendum heilsaði mikil skothríð og með árásum dagsins í dag er nokkuð ljóst að Bashar al-Assad virðir samkomulagið ekki, í það minnsta ekki í öllum atriðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×