Erlent

Fyrrum bankastjóri líklegur sem næsti forsætisráðherra Grikklands

George Papandreou forsætisráðherra Grikklands og Antonis Samaras leiðtogi stjórnarandstöðunnar hafa komist að samkomulagi um þjóðstjórn. Jafnframt verður efnt til nýrra kosninga í landinu þann 19. febrúar næstkomandi.

Gengið var frá þessu samkomulagi á fundi þeirra með forseta Grikklands í gærkvöldi. Papandreou mun láta af embætti forsætisráðherra en hann og Samars munu funda í dag um hverjir skipa hina nýju þjóðstjórn.

Í grískum fjölmiðlum er sagt líklegt að Lukas Papademos fyrrum aðstoðarbankastjóri Evrópska seðlabankans verði næsti forsætisráðherra.

Þjóðstjórninni er ætlað að staðfesta neyðaraðstoð Evrópusambandsins fyrir Grikkland og fara í nauðsynlegar sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir samhliða því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×