Erlent

Ljón truflaði lestarferð í Englandi

Farþegum með járnbrautarlest í vesturhluta Yorkshire í Englandi var bannað að stíga af lestinni í bænum Shepley í gærdag þar sem sést hafði til ljóns á vappi um brautarteinanna.

Í frétt um málið á BBC segir að lögreglunni á svæðinu hafi borist tvær ábendingar um ljón við brautarteinanna og því var ákveðið að grípa til varúðarráðstafana. Tólf lögreglumenn hófu síðan leit að ljóninu og var þyrla kölluð út þeim til aðstoðar.

Enn sem komið er hefur ekkert spurst til ljónsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×