Erlent

Venesúelamær kjörin Ungfrú heimur

Það var 22 ára gömul stúlka frá Venesúela sem kjörin var Ungfrú heimur við hátíðlega athöfn í London í gærkvöldi.

Stúlkan sem heitir Ivian Colimenares er með háskólapróf í hjúkrun og vinnur fyrir sjónvarpsstöð í Venesúela.

Fulltrúi Íslands í keppninni, Sigrún Eva Ármannsdóttir, komst ekki í undanúrslitin. Talið er að um milljaður manna í 150 löndum hafi fylgst með beinni útsendingu frá keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×