Erlent

Jarðskjálftar verstir heilsu fólks

Jarðskjálftar hafa skaðlegri áhrif á heilsu manna en aðrar náttúruhamfarir eins og flóð og fellibylir, samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna.

Meira en milljón jarðskjálftar, af mismunandi stærðum og gerðum , verða víðs vegar um heiminn á ári hverju, en frá þessu er greint á vef BBC. Auk dauðsfalla þá valda jarðskjálftar ýmsum kvillum og meiðslum sem ekki er hægt að meðhöndla vegna skemmda sem skjálftarnir valda grunngerð samfélagsins.

Margar af helstu stórborgum heims eru á jarðskjálftasvæðum, svo sem Los Angeles, Tokíó, New York, Delí og Sjanghæ, sem þýðir að milljónir manna eru í stöðugri hættu um að lenda í skjálfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×