Erlent

Fleiri látast úr árstíðarbundinni flensu en svínaflensu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þegar svínaflensan kom fyrst upp í Mexíkó þorfði fólk varla að kyssast af hræðslu við smit. Mynd/ AFP.
Þegar svínaflensan kom fyrst upp í Mexíkó þorfði fólk varla að kyssast af hræðslu við smit. Mynd/ AFP.
Talið er að nærri 3900 manns, þar á meðal 540 börn, hafi látist í Bandaríkjunum af völdum svokallaðrar svínaflensu á þeim sex mánuðum sem liðnir eru síðan að inflúensuveiran braust út. Þetta kemur fram í skýrslu Sóttvarnarstofnunarinnar í Bandaríkjunum sem birt var í dag.

Samkvæmt þessum tölum hafa töluvert fleiri látist af völdum svínaflensu en gert hafði verið ráð fyrir. Þessar nýjustu tölur eru byggðar á greiningu gagna sem koma víðsvegar að úr Bandaríkjunum. Aðferðin er svipuð og notuð er til þess að reikna út andlát af völdum árstíðarbundinnar flensu. Talið er að um 36 þúsund látist af völdum hennar á ári hverju.

CNN greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×