Erlent

Rússland þarf nútímavæðingu

Dmitrí Medvedev hvetur þjóð sína til dáða. fréttablaðið/AP
Dmitrí Medvedev hvetur þjóð sína til dáða. fréttablaðið/AP
Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti segir að Rússland verði að nútímavæðast. Efnahagslífið megi ekki vera jafn háð hráefnisútflutningi og verið hefur heldur þurfi að tileinka sér nútíma hátækni.

„Virðing og velferð landsins getur ekki til eilífðar verið byggð á fortíðarafrekum,“ sagði hann í stefnuræðu sinni, sem hann las í gær. „Við getum ekki beðið lengur. Við verðum að hefja nútímavæðingu alls undirstöðuiðnaðar. Afkoma þjóðarinnar í heimi nútímans er undir því komin.“- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×