Fleiri fréttir

Falli múrsins fagnað

Leiðtogar heimsins munu koma saman í Berlín í dag til þess að fagna því að tuttugu ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Aðalhátíðarhöldin verða við Brandenborgarhliðið en þar verður risastórum dómínókubbum velt og eiga þeir að tákna hvernig kommúnistastjórnir austan járntjalds féllu ein af annari í kjölfar fregnanna frá Berlín.

Afi Hasans segir árásina með ólíkindum

Afi Nidals Malik Hasan, geðlæknisins sem skaut 13 hermenn til bana og særði yfir 30 í Fort Hood, stærstu herstöð Bandaríkjanna, í síðustu viku, segir það með ólíkindum að barnabarn hans hafi getað framið slíkt ódæði.

Sviðin jörð í El Salvador eftir Ídu

Níutíu og einn er látinn og 60 saknað eftir flóð og aurskriður sem herjuðu á íbúa El Salvador þegar fellibylurinn Ída fór yfir landið um helgina.

Tuttugu ár síðan múrinn féll

Í dag eru 20 ár liðin síðan landamærahlið Berlínarmúrsins voru opnuð og þetta 43 kílómetra langa tákna kalda stríðsins varð að sögulegum minnisvarða.

Chavez býr her sinn undir stríð

Hugo Chavez, forseti Venesúela, sagði her landsins að búa sig undir stríð við Kólumbíu. Hann sagði hættu á að Bandaríkin myndu reyna að etja Kólumbíu út í hernað gegn Venesúela.

Kosningar haldnar í janúar

Íraska þingið samþykkti í gær nýja kosningalöggjöf, sem ætti að geta tryggt að fyrirhugaðar þingkosningar þar verði haldnar í janúar.

Nærri hundrað manns látnir

Nærri hundrað manns létu lífið og tuga var saknað í viðbót eftir flóð og aurskriður í El Salvador. Þriggja daga úrhelli hefur verið í landinu.

Samkomulag að engu orðið

Manuel Zelaya, hinn brottrekni forseti Hondúras, segir að samkomulag um stjórn landsins sé að engu orðið.

Bjóða Afríku ódýrt lánsfé

Egyptaland, AP Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, segir að Afríkuríki fái á næstu þremur árum jafnvirði tíu milljarða Bandaríkjadala að láni á lágum vöxtum.

Vill síðbúna fyrirgefningu

Sebastian Marroquin, sonur kólumbíska eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar, biður fórnarlömb föður síns um að veita honum síðbúna fyrirgefningu.

Fallinna hermanna minnst

Bretar minntust í gær fallinna hermanna í öllum styrjöldum sem landið hefur átt í, þar á meðal bæði fyrri og seinni heimsstyrjöldunum ásamt núverandi stríðsrekstri í Afganistan og Írak.

Múrinn kom í veg fyrir blóðsúthellingar

„Þetta var hræðilegt því ég áttaði mig á því að flokkurinn og ríkisstjórnin höfðu brugðist mér og að félagar mínir stæðu ekki með mér,“ segir Harald Jäger, austur-þýski landamæravörðurinn sem fyrstur opnaði hlið á Berlínarmúrnum að kvöldi 9. nóvember 1989.

Hvöttu Abbas til að halda áfram

Fjölmargir Palestínumanna komu saman á útifundi á Vesturbakkanum og hvöttu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, til gefa kost á sér til endurkjörs í forsetakosningunum sem haldnar verða í janúar næstkomandi. Forsetinn lýsti því yfir helgi að hann ætli ekki að taka þátt í kosningunum.

Á morgun verða 20 ár frá falli Berlínarmúrsins

Þess verður minnst á morgun að 20 ár eru frá falli Berlínarmúrsins í Þýskalandi. Hann var að mestu leyti rifinn niður árið 1989 þegar Sovétríkin liðuðust í sundur og kommúnisminn hrundi í Austur-Evrópu.

Mannskæð sprengjuárás í Pakistan

Að minnsta kosti 12 féllu og 35 særðust í sjálfsmorðsprengjuárás á markaði í bæ skammt frá borginni Peshawar í Pakistan í morgun. Talið er að tilræðinu hafi verið beint bæjarstjóranum sem var staddur á markaðnum þegar sprengjan sprakk en hann var meðal hinna látnu. Fram kemur á vef BBS að bæjarstjórinn hafi verið mikill andstæðingur Talibana.

Obama: Söguleg niðurstaða

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í nótt umdeilt frumvarp Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um breytingar á heilbrigðiskerfinu þar í landi. Sjálfur segir Obama að niðurstaðan sé söguleg. Hann er sannfærður um að öldungadeildin samþykki frumvarpið á næstu vikum og vonast til þess að það verði orðið að lögum fyrir áramót.

Umbótafrumvarp Obama samþykkt

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í nótt umdeilt frumvarp Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um breytingar á heilbrigðiskerfinu þar í landi. Það þykir mikill sigur fyrir Obama að frumvarpið hafi verið samþykkt.

Heilbrigðisráðherrann bólusettur í beinni

Bólusetning gegn svínaflensu hófst í Saudi-Arabíu í gær þegar heilbrigðisráðherra landsins var bólusettur fyrstur landsmanna. Atburðinum var sjónvarpað um land allt en með sjónvarpsútsendingunni vildu yfirvöld draga úr ótta almennings við bólusetningu gegn flensunni. Auk þess er það vilji ráðamenn að reyna að koma í veg fyrir að fjöldi pílagríma sem eru á leið til lSaudi-Arabíu smitist af svínaflensu eða dreifi henni séu þeir sýktir. Pílagrílmarnir verða að öllum líkindum sprautaðir þegar þeir koma til landsins.

Pelosi: Fulltrúadeildin mun samþykkja umbótafrumvarpið

Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fullyrðir að fulltrúadeildin muni samþykkja umdeilt frumvarp Bandaríkjaforseta um umbætur í heilbrigðiskerfinu. Að auki lýsti repúblíkaninn Mike Pence því yfir í gær að barátta repúblíkana væri töpuð og að frumvarpið yrði að lögum. Um leið og hann gaf út þessa yfirlýsingu fordæmdi hann frumvarpið og vinnubrögð demókrata.

Ellefu týndi lífi í flugslysi í Rússlandi

Rússnesk herflugvél fórst við austurströnd Rússlands í gær. Um borð voru ellefu hermenn sem eru taldir látnir. Leit stendur yfir vélinni sem er að gerðinni Tu-142.

Ísraelar áhyggjufullir vegna yfirlýsinga Abbas

Háttsettir embættismenn í Ísrael eru áhyggjufullir vegna nýlegra yfirlýsinga Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, um að bjóða sig ekki fram til endurkjörs í forsetakosningunum sem haldnar verða í janúar næstkomandi. Þeir telja að hugsanlegt brotthvarf Abbas muni koma til með að torvelda allar friðarviðræður á svæðinu.

Seld strax eftir fæðingu

Eins árs gömul stúlka sem talið er að læknar hafi selt strax eftir fæðingu er nú komin aftur til móður sinnar í Mexíkóborg. Læknarnir sögðu móðurinni að stúlkan hefði látist skömmu eftir fæðingu.

Obama segir þjóðina syrgja

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, vottaði í vikulegu ávarpi sínu í dag aðstandendum fórnarlambanna í skotárásinni í herstöðinni í Fort Hood samúð sína. Hann sagði bandarísku þjóðina alla syrgja og þá bar hann lof á viðbrögð hermenn og óbreytta borgara eftir skotárásina sem komu særðum til hjálpar.

Óvissa um framhaldið hætti Abbas

Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, segir það ógna friðnum geri Mahmoud Abbas alvöru úr yfirlýsingum sínum um að bjóða sig ekki fram til næsta kjörtímabils.

Byssumaður á sjúkrahúsi

Nidal Malik Hasan, majór í bandaríska hernum, var fluttur á sjúkrahús strax á fimmtudagskvöld eftir að hann hafði drepið þrettán manns og sært tugi annarra í herstöðinni Fort Wood í Texas.

Óhjákvæmilegt að Ísraelar ráðist á Íran

Hvorki Vesturlönd né Ísrael trúa því að kjarnorkuáætlun Íraks sé friðsamleg. Síðast í dag var uppýst að Íranar væru að gera tilraunir með nýja tegund kjarnaodda til þess að setja í eldflaugar.

Stálu þúsund ferðatöskum

Hjón í Arizona hafa verið handtekin fyrir að stela um eittþúsund ferðatöskum af færiböndum á flugvellinum í Phoenix.

Talibanar sprengja enn einn stúlknaskólann

Talibanar sprengdu í gær upp stúlknaskóla í Khyber í Pakistan. Það er annar stúlknaskólinn sem þeir hafa sprengt í þessari viku en alls hafa þeir sprengt yfir 200 skóla.

Vilja útskýringar á tilraunum Írana

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur farið fram á að írönsk yfirvöld útskýri hvernig á því stendur að vísindamenn í Íran hafi verið að gera tilraunir með nýja tegund kjarnaodda en allt bendir til þess að svo hafi verið.

Kastar rússneskum borgararétti

Utanríkisráðherra Georgíu hefur afsalað sér rússneskum ríkisborgararétti og skorið á fyrri tengsl við Moskvu.

Grunað um tvö morð í janúar

Rússneska lögreglan hefur handtekið mann og konu sem grunuð eru um aðild að skotárás í Moskvu í janúar, þegar mannréttindalögmaðurinn Stanislav Merkelov og blaðakonan Anastasia Baburova voru myrt.

Tölurnar sagðar niðurdrepandi

„Danska hagstofan hefur komið af stað mjög niður­drepandi umræðu vegna talna um fjölda gjaldþrota og nauðungar­uppboða,“ segir í frétt danska viðskiptablaðsins Børsen í gær.

Árás vekur óhug Breta

„Hvers konar stríð er þetta?“ spurði breska dagblaðið Daily Mail í fyrirsögn á forsíðu í gær, daginn eftir að fimm breskir hermenn voru skotnir til bana í Afganistan. Árásarmennirnir voru afganskir lögreglumenn, sem tóku upp vopn sín þegar Bretarnir voru að hita sér te.

Enn dælt fé í efnahagslífið

Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákváðu báðir að halda stýrivöxtum óbreyttum í gær. Á sama tíma héldu þeir áfram að dæla fjármagni inn í hagkerfið með ýmsu móti, svo sem til að liðka fyrir útlánavexti. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í einu prósenti. Vextir Englandsbanka eru hálft prósent.

12 látnir - 31 særðir eftir skotárás í Bandaríkjunum

12 einstaklingar eru látnir og 31 er slasaður eftir skotárásirnar sem átti sér stað í Fort Hood klukkan 13:30 að staðartíma. Einn árásarmannanna hefur verið skotinn til bana og búið er að handtaka tvo aðra menn.

Kengúrur kvelja Ástrala

Það hefur ekki rignt í vesturhluta Queensland í marga mánuði og gróður er allur skrælnaður. Banhungruð kengúrugreyin flykkjast því inn í bæi á nóttunni þar sem þær nærast í görðum og á umferðareyjum og hvar sem er stingandi strá að finna.

Abbas vill hætta -mikið áfall

Mahmoud Abbas forseti palestínumanna mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs í forsetakosningum sem haldnar verða í janúar næstkomandi, að sögn aðstoðarmanna.

Sjá næstu 50 fréttir