Orrusta herskipa við strendur Kóreu 11. nóvember 2009 06:00 Þessi skip eru sömu gerðar og herskipið sem lenti í átökum við skip frá Norður-Kóreu. fréttablaðið/AP Átök milli herskipa frá Norður- og Suður-Kóreu hafa ekki orðið í sjö ár. Á þriðjudaginn skiptust herskip frá ríkjunum á skotum úti af vesturströnd ríkjanna. Samkvæmt frásögn Suður-Kóreumanna sigldi norður-kóreska skipið yfir landhelgislínu, sem deilur hafa lengi staðið um. Suður-Kóreumenn segjast hafa skotið á skipið frá Norður-Kóreu, sem hafi þó komist undan illa laskað. Norður-Kóreustjórn neitar því að skipið hafi siglt yfir línuna. Þvert á móti hafi skipið frá Suður-Kóreu verið komið norður yfir línuna og skotárásin því verið algerlega ástæðulaus. Norður-Kóreumenn segjast strax hafa brugðist við og stökkt skipi andstæðingsins á flótta. Norður-Kóreumenn krefjast afsökunarbeiðni frá Suður-Kóreumönnum vegna þessa atviks. Átökin urðu þegar Bandaríkjamenn skýrðu frá því að Barack Obama myndi senda sérstakan fulltrúa sinn til Norður-Kóreu til að eiga beinar viðræður við stjórnina þar um kjarnorkuáform landsins. Þetta yrðu fyrstu beinu viðræðurnar við Norður-Kóreumenn frá því Obama tók við völdum í janúar síðastliðnum. „Þetta var vísvitandi ögrun af hálfu Norður-Kóreumanna til þess að vekja athygli áður en Obama kemur,“ sagði Shin Yul, stjórnmálafræðingur við háskóla í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Hann segir einnig að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu með þessu að senda Obama skilaboð um að þau vilji að varanlegur friðarsamningur verði gerður við Suður-Kóreu, sem fæli í sér að Norður-Kórea fengi að halda kjarnorkuvopnum sínum. Bandaríkjastjórn hefur jafnan haldið fast við þá afstöðu að Norður-Kóreumenn verði að losa sig við öll kjarnorkuvopn áður en af friðarsamningi geti orðið. Kóreuríkin hafa ekki náð samkomulagi um legu landhelgismarka, meira en hálfri öld eftir að Kóreustríðinu lauk. Friðarsamningur var aldrei gerður, heldur aðeins vopnahléssamningur sem enn er í gildi. Strangt til tekið eiga ríkin því enn í stríði. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Átök milli herskipa frá Norður- og Suður-Kóreu hafa ekki orðið í sjö ár. Á þriðjudaginn skiptust herskip frá ríkjunum á skotum úti af vesturströnd ríkjanna. Samkvæmt frásögn Suður-Kóreumanna sigldi norður-kóreska skipið yfir landhelgislínu, sem deilur hafa lengi staðið um. Suður-Kóreumenn segjast hafa skotið á skipið frá Norður-Kóreu, sem hafi þó komist undan illa laskað. Norður-Kóreustjórn neitar því að skipið hafi siglt yfir línuna. Þvert á móti hafi skipið frá Suður-Kóreu verið komið norður yfir línuna og skotárásin því verið algerlega ástæðulaus. Norður-Kóreumenn segjast strax hafa brugðist við og stökkt skipi andstæðingsins á flótta. Norður-Kóreumenn krefjast afsökunarbeiðni frá Suður-Kóreumönnum vegna þessa atviks. Átökin urðu þegar Bandaríkjamenn skýrðu frá því að Barack Obama myndi senda sérstakan fulltrúa sinn til Norður-Kóreu til að eiga beinar viðræður við stjórnina þar um kjarnorkuáform landsins. Þetta yrðu fyrstu beinu viðræðurnar við Norður-Kóreumenn frá því Obama tók við völdum í janúar síðastliðnum. „Þetta var vísvitandi ögrun af hálfu Norður-Kóreumanna til þess að vekja athygli áður en Obama kemur,“ sagði Shin Yul, stjórnmálafræðingur við háskóla í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Hann segir einnig að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu með þessu að senda Obama skilaboð um að þau vilji að varanlegur friðarsamningur verði gerður við Suður-Kóreu, sem fæli í sér að Norður-Kórea fengi að halda kjarnorkuvopnum sínum. Bandaríkjastjórn hefur jafnan haldið fast við þá afstöðu að Norður-Kóreumenn verði að losa sig við öll kjarnorkuvopn áður en af friðarsamningi geti orðið. Kóreuríkin hafa ekki náð samkomulagi um legu landhelgismarka, meira en hálfri öld eftir að Kóreustríðinu lauk. Friðarsamningur var aldrei gerður, heldur aðeins vopnahléssamningur sem enn er í gildi. Strangt til tekið eiga ríkin því enn í stríði. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira