Erlent

Refsingar fyrir hnífstunguárásir hertar í Bretlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jack Straw.
Jack Straw. MYND/Telegraph/PA

Jack Straw, dómsmálaráðherra Bretlands, hefur breytt hegningarlöggjöf landsins á þann veg, að refsing fyrir morð, þar sem eggvopni er beitt, verður eftirleiðis að lágmarki 25 ár í stað 15 ára. Breytingin er gerð í kjölfar morðsins á Ben Kinsella sem var stunginn til bana á götu í London í fyrrasumar, 16 ára gamall. Breytingin tekur þó formlega ekki gildi fyrr en hún hefur verið rædd og samþykkt í breska þinginu. Jack Straw hefur skrifað foreldrum Bens Kinsella og gert þeim grein fyrir málinu en þau hafa gagnrýnt breskt dómskerfi fyrir meðferð málsins. Þrír menn um tvítugt hlutu 19 ára fangelsi hver fyrir morðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×