Erlent

Sextíu manns slösuðust á jólatónleikum

Sextíu manns slösuðust á jólatónleikum í Birmingham, Bretlandi, þegar X-Factor stjarnan JLS átti að stíga á svið. Járngrind sem aðskilur fjöldann og er mikilvægt öryggisatriði þar sem fjöldi manna er kominn, gaf sig með þessum hörmulegu afleiðingum.

Forsvarsmenn tónleikanna bjuggust við fimm þúsund manns á tónleikana. Ætla má að um 27 þúsund manns hafi komið á tónleikana sem eru haldnir árlega og eru liður í að kveikja á jólaljósum í borginni.

Færa þurfti fjórar manneskjur á spítala vegna meiðsla. Þar af slasaðist ein kona heldur illa. Læknar gerðu að sárum hinna á vettvangi og má ætla að þau sé minniháttar.

Í viðtali við The Daily Mail segir ein stúlka sem var á tónleikunum að það hafi gripið um sig mikil skelfing þegar grindin gaf undan og allnokkrir tróðust undir.

Breska stúlknahljómsveitin Sugarbabes áttu að taka lagið á eftir JLS en þeim tónleikum var að sjálfsögðu frestað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×