Erlent

Ódæðið í Fort Hood ekki hluti stærra samsæris

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur komist að þeirri niðurstöðu að mannskæð árás geðlæknisins Nidals Malik Hasan hafi ekki verið hluti af stærra hryðjuverkasamsæri. Nafn hans kom þó upp í desember á síðasta ári í tengslum við rannsókn hryðjuverkadeildar FBI en ekki þótti ástæða til að gruna hann um græsku. Grunsemdir vöknuðu um að Hasan hefði starfað með fleiri aðilum þar sem hann hafði samband við ákveðinn mann skömmu fyrir ódæðið en lögreglan hefur komist að þeirri niðurstöðu að samskipti þeirra hafi verið eðlilegur hluti af starfi Hasans sem geðlæknis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×