Erlent

Rafmagnslaust í Brasilíu og Paraguay í gær

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Itaipu-virkjunin.
Itaipu-virkjunin.

Rafmagn fór af stórum hlutum Brasilíu og Paraguay í gærkvöldi, meðal annars voru stórborgirnar Rio de Janeiro og Sao Paulo rafmagnslausar. Ástandið varði stundarfjórðung í Paraguay en um tvær klukkustundir í Brasilíu og var ástæðan bilun í Itaipu-virkjuninni sem stendur á landamærum Brasilíu og Paraguay. Um er að ræða stærstu virkjun heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×