Erlent

Obama vill rannsókn á vinnubrögðum leyniþjónustu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Nidal Malik Hasan.
Nidal Malik Hasan.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað rannsókn á því hvort leyniþjónustumenn hafi tekið réttar ákvarðanir í máli Nidals Malik Hasan, geðlæknisins sem skaut 13 manns til bana og særði yfir 30 í þarsíðustu viku. Leyniþjónustan og alríkislögreglan höfðu fylgst með Hasan, einkum eftir að í ljós kom að hann hafði átt í tölvupóstsamskiptum við róttækan múslima í Jemen. Þeir komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki þætti ástæða til aðgerða í máli hans. Hasan fer fyrir herrétt og verður ákærður fyrir að hafa skipulagt og framið 13 morð. Hugsanlegt er þó að morðákærurnar verði 14 þar sem eitt fórnarlamba Hasans var ólétt kona og lést fóstrið með móðurinni. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér dauðarefsingu en bandarískur hermaður hefur ekki verið tekinn af lífi af yfirvöldum síðan árið 1961.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×