Erlent

Reinfeldt boðar leiðtogafund

Tony Blair
Tony Blair
Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, boðaði í gær til leiðtogafundar Evrópusambandsins 19. nóvember næstkomandi, þar sem leiðtogarnir eiga að velja í tvö ný embætti, forseta leiðtogaráðsins og utanríkisfulltrúa.

Meðal þeirra sem helst þykja koma til greina eru Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Wolfgang Schüssel, fyrrverandi Austurríkiskanslari, og Paavo Lipponen, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands.

Í gær staðfesti svo David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, að hann sæktist ekki eftir embætti utanríkisfulltrúans.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×