Fleiri fréttir Árás skaði Bandaríkjamenn meira en Írana Ef Bandaríkjamenn ráðast á Íran, mun það skaða þá meira en okkur. Þetta sagði varnarmálaráðherra Írana á blaðamannafundi í Teheran, höfuðborg Írans, í gær. Hann sagði Bandaríkjamenn aðeins vera að reyna að hræða íranskan almenning með yfirlýsingum sínum um árásir á landið. 16.2.2006 07:30 Grunaður morðingi framseldur til Bandaríkjanna Breti sem grunaður er um að hafa myrt bandaríska eiginkonu sína og níu mánaða barn þeirra í úthverfi Boston í Bandaríkjunum og síðan flúið til Bretlands, var í gær framseldur til Boston þar sem hann sætir morðákæru. Neil Entwistle, sem er 27 ára að aldri, neitar allri sök en kona hans og barn fundust látin eftir að hafa verið skotin á heimili þeirra þann 20. janúar síðastliðinn. 16.2.2006 07:23 Fuglaflensa í ellefu Evrópuríkjum Fuglaflensan er komin til Ungverjalands. Þrír svanir þar í landi hafa drepist úr fuglaflensu. Verið er að greina hvort veiran sé af gerðinni H5N1. Þar með hefur veiran greinst í ellefu Evrópuríkjum. Þá hafa yfir 200 dauðir fuglar sem fundist hafa víða um Danmörku verið sendir til rannsóknar í Árósum en það kemur líklega ekki í ljós fyrr en á morgun hvort þeir hafi drepist úr fuglaflensu. 16.2.2006 07:13 Cheney segist bera fulla ábyrgð á slysaskotinu Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann bæri fulla ábyrgð slysaskotinu sem særði Harry Whittington. Cheney tjáði sig í fyrsta sinn í dag opinberlega um slysaskotið. Cheney vildi ekki ræða um hvað hefði orðið til þess að hann skaut Whittington en sagði þó við engan að sakast nema hann sjálfan. 15.2.2006 22:18 Fangar enn beittir ofbeldi í Abu Ghraib fangelsinu Enn einu sinni hafa myndir af hrottafengnum misþyrmingum fanga Bandaríkjamanna í Abu Ghraib fangelsinu í Írak komið fyrir augu almennings. Þær eru frá því um líkt leyti og myndirnar sem ollu hneysklun og viðbjóði um allan heim vorið 2004. 15.2.2006 18:41 Bændur loki alifugla sína inni Fuglaflensutilfelli af gerðinni H5N1 eru komin upp í Þýskalandi og Austurríki. Frá þessu greindi landbúnaðarráðuneytið í Þýskalandi í gær. Alls hefur því fuglaflensa greinst í tíu Evrópulöndum. 15.2.2006 16:44 200 þúsund manns á hryðjuverkalista Bandarísk yfirvöld búa yfir gagnagrunni sem hefur að geyma nöfn 325 þúsund manna sem grunaðir eru um aðild eða stuðning við hryðjuverk. Frá þessu greinir bandaríska dagblaðið Washington Post. 15.2.2006 09:15 Reiðubúnir að axla nokkra ábyrgð Hópur danskra múslímaleiðtoga, sem sakaður hefur verið um að hafa kynnt undir deilur vegna myndanna af Múhameð, kvaðst í gær reiðubúinn að axla nokkra ábyrgð. 15.2.2006 09:00 Áfram mótmæli í Pakistan vegna Múhameðsmynda Lítið lát er á mótmælum í Pakistan vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í fjölmörgum evrópskum dagblöðum. Mótmælendur kveiktu í morgun í veitingastað Kentucky Fried Chicken í bænum Pashawar í norðurhluta Pakistans ásamt því að brenna bandaríska og danska fánann og hrópa slagorð gegn löndunum. 15.2.2006 09:00 Vilja segja upp samningum við SAS vegna flugmannadeilu Stórir viðskiptavinir skandinavíska flugfélagsins SAS vilja nú hverjir á fætur öðrum segja upp samningum sínum við félagið vegna langvarandi deilu þess við flugmenn sína. Frá þessu er greint í Jótlandspóstinum. 15.2.2006 08:45 Tveir féllu í óeirðum Tveir menn féllu í Pakistan í gær í einhverjum verstu óeirðum sem brotist hafa út í landinu í kjölfar birtingar á skopmyndum af Múhameð spámanni. Öryggisverðir skutu mennina sem reyndu að bera eld að banka í aðgerðum sem beint var gegn Vesturlöndum. 15.2.2006 08:00 Sýktir fuglar finnast í Þýskalandi Tveir svanir sem fundust dauðir á þýsku eynni Rügen í Eystrasalti voru sýktir af H5N1-stofni fuglaflensu, að því er landbúnaðarráðuneytið í Þýskalandi greindi frá í gær. Þýskaland er því níunda landið í Evrópu þar sem fuglaflensan greinist. 15.2.2006 07:00 Fuglaflensan komin til Austurríkis og Þýskalands Fuglaflensa hefur nú í fyrsta sinn greinst í hjarta Evrópu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að flensan hefur drepið villta svani bæði í Austurríki og Þýskalandi. Flensan hafði áður greinst í fuglum í níu löndum í Evrópu. 14.2.2006 20:54 Hungursneyð yfirvofandi í Kenýa Hungursneyð er yfirvofandi í norðvesturhluta Kenýa vegna mikilla þurrka fimmta árið í röð. Stór hluti svæðisins er nánast skrælnaður, nautgripir hafa drepist og uppskera visnað. Þegar í janúar liðu um 3.5 milljón manna skort í kjölfar þurrkanna. 14.2.2006 22:18 Breski herinn krafinn um skaðabætur Tveir þeirra ungu Íraka, sem breskir hermenn gengu í skrokk á í Basra fyrir tveimur árum, ætla að lögsækja breska herinn og krefjast skaðabóta. 14.2.2006 21:56 Reykingabann á Englandi 2007 Frá og með sumrinu 2007 verður bannað að reykja á krám og næturklúbbum á Englandi. Neðri deild breska þingsins samþykkti stjórnarfrumvarp þess efnis með miklum meirihluta atkvæða í kvöld. 14.2.2006 21:15 Ár liðið frá morðinu á Hariri Hundruð þúsunda komu saman í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag til að minnast þess að ár er liðið frá því Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var myrtur. 14.2.2006 21:11 Olmert segir Íransforseta altekinn af gyðingahatri Ehud Olmert, sitjandi forsætisráðherra Ísraels, segir Íransforseta altekinn af gyðingahatri. Þetta sagði Olmert í ávarpi til leiðtoga bandarískra gyðinga sem eru í heimsókn í Jerúsalem í dag. Íransforseti hefur hvatt til þess að Ísrael verði þurrkað af yfirborði jarðar og sagt að helför nasista gegn gyðingum sé þjóðsaga. Olmert hvatti til þess að alþjóðasamfélagið bregðist af hörku við kjarnorkuáformum Írana. 14.2.2006 19:44 Þrjár milljónir ókeypis ferða Lággjaldaflugfélagið Ryanair bauð í dag upp á þrjár milljónir ókeypis ferða eftir að hafa verið sakað um að fylgja ekki ítrustu öryggisreglum. Ásakanirnar komu fram í sjónvarpsþætti eftir að tveir fréttamenn réðu sig sem flugþjóna hjá félaginu til að afla upplýsinga. Þeir hafi komist að því að ekki væri alltaf farið eftir ströngustu reglum sem flugfélögum eru settar. Breska samgönguráðuneytið segist ætla að kanna hvort eitthvað sé hæft í ásökunum fréttamannanna. 14.2.2006 19:22 Byrjaðir að auðga úran Stjórnvöld í Íran segjast vera byrjuð að auðga úran. Vestræn ríki skora á Írana að stöðva slíka vinnslu. 14.2.2006 19:07 Sonur Sharons í fangelsi Omri Sharon, sonur Ariels Sharon forsætisráðherra Ísraels, var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa, með ólögmætum hætti, afla fé fyrir baráttu föðurs síns um formannsembætti Líkúd-bandalgsins árið 1999. 14.2.2006 18:25 Íslendingur skotinn í El Salvador Íslendingur á fertugsaldri, Jón Þór Ólafsson, sem starfaði í El Salvador, fannst látinn af völdum skotsára á mánudagsmorgun. Umfangsmikil leit hófst að Jóni Þór á sunnudag eftir að samstarfsmenn hans höfðu gert lögreglu í El Salvador viðvart. Jón Þór lætur eftir sig sambýliskonu og tvö ung börn á skólaaldri úr fyrri sambúð. 14.2.2006 14:35 Áströlsk mynd send inn í helfararmyndasamkeppnina án samþykkis höfundar Ástralski skopteiknarinn Michael Leunig segir tvær af myndum hans hafa birst í blaðinu Hamshahri og á heimasíðu íranska teiknimyndasafnsins sem eru aðalaðstandendur keppninnar. Tilvitnun í Leunig sem fylgdi myndunum er úr lausu lofti gripin. 14.2.2006 14:00 Múgur minnist Hariris Meira en 200.000 manns hafa safnast saman á götum Beirúts, höfuðborgar Líbanons í morgun, til að minnast þess að ár er liðið síðan Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var ráðinn af dögum. Öryggisgæsla í höfuðborginni hefur verið snarhert. 14.2.2006 13:15 Kári blæs á gagnrýni Kári Stefánsson blæs á gagnrýni á erfðarannsóknir í viðtali sem birtist í netútgáfu bandaríska tímaritsins Time. Hann segir þekkingu á erfðagöllum ómetanlega, jafnvel þó að ekki séu til lyf til að lækna gallann. 14.2.2006 13:15 Fimmtán særðust í tilræði í Istanbúl Fimmtán særðust þegar sprengja sprakk í stórmarkaði í Istanbnúl seint í gærkvöld. Stór hluti stórmarkaðarins jafnaðist við jörðu og rúður splundruðust í nærliggjandi húsum 14.2.2006 10:45 Auðgun úrans hafin á ný í Íran Íransstjórn staðfesti í morgun að auðgun úrans hefði hafist á ný í landinu. Talsmaður íranskra stjórnvalda í kjarnorkumálum játaði því á blaðamannafundi í morgun að áætlun um auðgun úrans væri hafin samkvæmt samþykktum þingsins. 14.2.2006 10:45 Danir éti ofan í sig ófriðinn Nýjasta hugmyndin til að lægja öldurnar í skopmyndamálinu er að Danir éti ofan í sig ófriðinn, í orðanna fyllstu merkingu. Framhaldsskólinn í Krögerup hefur sent af stað tölvukeðjubréf þar sem skorað er á Dani að leggjast á eitt og snæða arabískan mat á föstudaginn 14.2.2006 10:30 Ástralar dæmdir til dauða fyrir heróínsmygl Tveir Ástralar voru í morgun dæmdir til dauða fyrir stórt heróínsmygl frá í apríl á síðasta ári. Mennirnir tveir eru taldir höfuðpaurar níu manna hóps, sem reyndi að smygla rúmum átta kílógrömmum af heróíni frá Balí til Ástralíu. 14.2.2006 10:15 Segist hafa verið í hungurverkfalli Saddam Hussein sagðist í morgun hafa verið í hungurverkfalli í þrjá daga til að mótmæla meðferðinni á sér við réttarhöldin sem nú standa yfir. Aðrir sem ákærðir eru í málinu segjast líka hafa verið í hungurverkfalli, en eins og kunnugt er hefur Saddam Hússein trekk í trekk mótmælt framkvæmd réttarhaldanna. 14.2.2006 09:48 Hinn íslamski heimur hafi misskilið hugmyndir Dana Hinn íslamski heimur hefur misskilið hugmyndir Dana um trú og spámanninn Múhameð, sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, eftir fund með hófsömum múslímum í Danmörku í gær. 14.2.2006 09:45 Drepa gísla ef þýsk stjórnvöld láta ekki af stuðningi Írakskir mannræningjar hóta að drepa tvo gísla ef þýsk stjórnvöld hætta ekki öllum stuðningi við íröksk stjórnvöld. Á myndbandi sem birtist á Al-Arabiya sjónvarpsstöðinni sjást gíslarnir tveir ásamt mannræningjunum, sem lesa kröfur sínar. 14.2.2006 09:30 Cheney ekki með tilskilið leyfi á veiðum Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ekki laus allra mála vegna slyss um helgina þar sem hann skaut á veiðifélaga sinn á kornhænuveiðum. Í ljós hefur komið að Cheney hafði ekki tilskilið veiðileyfi þegar hann fór til veiða með milljarðamæringnum Harry Whittington sem hann svo skaut í andlitið og bringuna fyrir slysni. 14.2.2006 09:00 Milljónasvindl við hjálparstarf eftir Katrínu Milljónir dollara fóru í súginn vegna svindls og misnotkunar við hjálparstarfið eftir fellibylinn Katrínu í Bandaríkjunum. Þetta er mat sérstakrar rannsóknarnefndar sem farið hefur yfir viðbrögð stjórnvalda við fellibylnum sem reið yfir Bandaríkin síðasta haust. 14.2.2006 08:15 Eigendur Dagbladet bjóða í Orkla Medier Eigendur norska blaðsins Dagbladet hafa ákveðið að bjóða í norska fjölmiðlafyrirtækið Orkla Medier, sem rekur meðal annars dönsku blöðin Berlingske Tidende, BT og Weekendavisen. Þetta kemur fram á vef Jótlandspóstsins. Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, sýndi Orkla Medier áhuga á dögunum ásamt nokkrum öðrum norrænum fjölmiðlafyrirtækjum en nú er útlit fyrir að Orkla verði áfram í eigu Norðmanna. 14.2.2006 07:45 Óeirðir vegna forsetakosninga á Haítí Allt logar í óeirðum á Haítí, þar sem stuðningsmenn forsetaframbjóðandans Renes Preval eru ævareiðir eftir kosningarnar og telja að brögð hafi verið í tafli. Þeirra maður náði ekki hreinum meirihluta eins og útlit var fyrir og því stefnir allt í halda verði aðra umferð. 14.2.2006 07:30 Lagt til að búðunum við Guantanamo-flóa verði lokað Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu Þjóðanna leggur til að fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu verði lokað. Í skýrslu frá rannsakendunum, sem bandaríska dagblaðið Los Angeles Times hefur komist yfir, segir að meðferð fanganna þar stangist á við alþjóðalög og að þeir megi þola hreinar og beinar pyntingar. 14.2.2006 07:08 Breska þingið samþykkir lög um nafskírteini Breska þingið samþykkti í kvöld frumvarp ríkisstjórnar Tonys Blairs, forsætisráðherra, um nafnskírteini. Frumvarpið var samþykkt naumlega með 310 atkvæðum gegn 279. 13.2.2006 22:31 Pólska þingið verður ekki rofið Þing verður ekki rofið og ekki verður boðað til kosninga fyrr en ella samkvæmt ákvörðun Kaczynski, Póllandsforseta, sem hann kynnti í kvöld. Í dag var síðasta tækifæri forsetans á þessu kjörtímabili til að beita stjórnskipulegu valdi sínu og rjúfa þing. Fjölmiðlar höfðu heimildir fyrir því að forsetinn ætlaði að leysa upp þing til að refsa þingmönnum fyrir að hafa ekki samþykkt fjárlög í síðasta mánuði. 13.2.2006 22:26 Abbas fær víðtækari völd - Hamas-liðar ævareiðir Hamas-samtökin eru ævareið vegna þeirrar ákvörðunar fráfarandi þings palestínsku heimastjórnarinnar að veita Mahmoud Abbas, forseta, víðtæk völd til viðbótar þeim sem hann hefur nú þegar. 13.2.2006 22:16 Önnur sprengjuárás á fjórum dögum Að minnsta kosti sex særðust alvarlega en enginn týndi lífi þegar sprengja sprakk í stórmarkaði í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, í dag. Þetta er önnur sprengjuárásin þar í borg á fjórum dögum. 13.2.2006 20:57 Átta kíló af kókíni gerð upptæk á Kastrup 35 ára gamall Spánverji var handtekinn með átta kíló af kókíni á Kastrup flugvelli í gær. Maðurinn kom með flugvél frá Rio de Janeiro í Brasilíu og var stöðvaður á landgöngubrúnni frá flugvélinni að flugstöðvarbyggingunni. Maðurinn hefur verið dæmdur í 25 ára gæsluvarðhald, þar af 11 daga íeinangrun. 13.2.2006 20:56 Mikil flóð í Kína Ekki er vitað um mannfall í miklum flóðum í norður og norð-vestur Kína síðustu daga. Mikið hefur flætt vegna ofankomu en einnig hefur flætt þar sem snjór og ís hefur bráðnað. 13.2.2006 20:15 Fuglaflensa á Ítalíu og í Grikklandi Evrópusambandið ætlar að herða eftirlit með svæðum á Ítalíu þar sem hið hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensu hefur greinst í villtum fuglum. Flensan hefur einnig greinst í fuglum í Norður-Grikklandi en tilfellin þar og á Ítalíu eru þau fyrstu í ríkjum Evrópusambandsins. 13.2.2006 20:12 Íranar ætla að auðga úran Íranar ætla að hefja auðgun úrans þann 7. mars næstkomandi. Þeir hafa frestað viðræðum við Rússa um að þeir auðgi fyrir þá úran í Rússlandi og flytji það til Írans. Bandaríkjamenn hafa sagt að það komi ekki til greina að Íranar fái að halda áfram áætlunum sínum og útiloka ekki árásir á landið. 13.2.2006 20:01 Sjá næstu 50 fréttir
Árás skaði Bandaríkjamenn meira en Írana Ef Bandaríkjamenn ráðast á Íran, mun það skaða þá meira en okkur. Þetta sagði varnarmálaráðherra Írana á blaðamannafundi í Teheran, höfuðborg Írans, í gær. Hann sagði Bandaríkjamenn aðeins vera að reyna að hræða íranskan almenning með yfirlýsingum sínum um árásir á landið. 16.2.2006 07:30
Grunaður morðingi framseldur til Bandaríkjanna Breti sem grunaður er um að hafa myrt bandaríska eiginkonu sína og níu mánaða barn þeirra í úthverfi Boston í Bandaríkjunum og síðan flúið til Bretlands, var í gær framseldur til Boston þar sem hann sætir morðákæru. Neil Entwistle, sem er 27 ára að aldri, neitar allri sök en kona hans og barn fundust látin eftir að hafa verið skotin á heimili þeirra þann 20. janúar síðastliðinn. 16.2.2006 07:23
Fuglaflensa í ellefu Evrópuríkjum Fuglaflensan er komin til Ungverjalands. Þrír svanir þar í landi hafa drepist úr fuglaflensu. Verið er að greina hvort veiran sé af gerðinni H5N1. Þar með hefur veiran greinst í ellefu Evrópuríkjum. Þá hafa yfir 200 dauðir fuglar sem fundist hafa víða um Danmörku verið sendir til rannsóknar í Árósum en það kemur líklega ekki í ljós fyrr en á morgun hvort þeir hafi drepist úr fuglaflensu. 16.2.2006 07:13
Cheney segist bera fulla ábyrgð á slysaskotinu Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann bæri fulla ábyrgð slysaskotinu sem særði Harry Whittington. Cheney tjáði sig í fyrsta sinn í dag opinberlega um slysaskotið. Cheney vildi ekki ræða um hvað hefði orðið til þess að hann skaut Whittington en sagði þó við engan að sakast nema hann sjálfan. 15.2.2006 22:18
Fangar enn beittir ofbeldi í Abu Ghraib fangelsinu Enn einu sinni hafa myndir af hrottafengnum misþyrmingum fanga Bandaríkjamanna í Abu Ghraib fangelsinu í Írak komið fyrir augu almennings. Þær eru frá því um líkt leyti og myndirnar sem ollu hneysklun og viðbjóði um allan heim vorið 2004. 15.2.2006 18:41
Bændur loki alifugla sína inni Fuglaflensutilfelli af gerðinni H5N1 eru komin upp í Þýskalandi og Austurríki. Frá þessu greindi landbúnaðarráðuneytið í Þýskalandi í gær. Alls hefur því fuglaflensa greinst í tíu Evrópulöndum. 15.2.2006 16:44
200 þúsund manns á hryðjuverkalista Bandarísk yfirvöld búa yfir gagnagrunni sem hefur að geyma nöfn 325 þúsund manna sem grunaðir eru um aðild eða stuðning við hryðjuverk. Frá þessu greinir bandaríska dagblaðið Washington Post. 15.2.2006 09:15
Reiðubúnir að axla nokkra ábyrgð Hópur danskra múslímaleiðtoga, sem sakaður hefur verið um að hafa kynnt undir deilur vegna myndanna af Múhameð, kvaðst í gær reiðubúinn að axla nokkra ábyrgð. 15.2.2006 09:00
Áfram mótmæli í Pakistan vegna Múhameðsmynda Lítið lát er á mótmælum í Pakistan vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í fjölmörgum evrópskum dagblöðum. Mótmælendur kveiktu í morgun í veitingastað Kentucky Fried Chicken í bænum Pashawar í norðurhluta Pakistans ásamt því að brenna bandaríska og danska fánann og hrópa slagorð gegn löndunum. 15.2.2006 09:00
Vilja segja upp samningum við SAS vegna flugmannadeilu Stórir viðskiptavinir skandinavíska flugfélagsins SAS vilja nú hverjir á fætur öðrum segja upp samningum sínum við félagið vegna langvarandi deilu þess við flugmenn sína. Frá þessu er greint í Jótlandspóstinum. 15.2.2006 08:45
Tveir féllu í óeirðum Tveir menn féllu í Pakistan í gær í einhverjum verstu óeirðum sem brotist hafa út í landinu í kjölfar birtingar á skopmyndum af Múhameð spámanni. Öryggisverðir skutu mennina sem reyndu að bera eld að banka í aðgerðum sem beint var gegn Vesturlöndum. 15.2.2006 08:00
Sýktir fuglar finnast í Þýskalandi Tveir svanir sem fundust dauðir á þýsku eynni Rügen í Eystrasalti voru sýktir af H5N1-stofni fuglaflensu, að því er landbúnaðarráðuneytið í Þýskalandi greindi frá í gær. Þýskaland er því níunda landið í Evrópu þar sem fuglaflensan greinist. 15.2.2006 07:00
Fuglaflensan komin til Austurríkis og Þýskalands Fuglaflensa hefur nú í fyrsta sinn greinst í hjarta Evrópu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að flensan hefur drepið villta svani bæði í Austurríki og Þýskalandi. Flensan hafði áður greinst í fuglum í níu löndum í Evrópu. 14.2.2006 20:54
Hungursneyð yfirvofandi í Kenýa Hungursneyð er yfirvofandi í norðvesturhluta Kenýa vegna mikilla þurrka fimmta árið í röð. Stór hluti svæðisins er nánast skrælnaður, nautgripir hafa drepist og uppskera visnað. Þegar í janúar liðu um 3.5 milljón manna skort í kjölfar þurrkanna. 14.2.2006 22:18
Breski herinn krafinn um skaðabætur Tveir þeirra ungu Íraka, sem breskir hermenn gengu í skrokk á í Basra fyrir tveimur árum, ætla að lögsækja breska herinn og krefjast skaðabóta. 14.2.2006 21:56
Reykingabann á Englandi 2007 Frá og með sumrinu 2007 verður bannað að reykja á krám og næturklúbbum á Englandi. Neðri deild breska þingsins samþykkti stjórnarfrumvarp þess efnis með miklum meirihluta atkvæða í kvöld. 14.2.2006 21:15
Ár liðið frá morðinu á Hariri Hundruð þúsunda komu saman í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag til að minnast þess að ár er liðið frá því Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var myrtur. 14.2.2006 21:11
Olmert segir Íransforseta altekinn af gyðingahatri Ehud Olmert, sitjandi forsætisráðherra Ísraels, segir Íransforseta altekinn af gyðingahatri. Þetta sagði Olmert í ávarpi til leiðtoga bandarískra gyðinga sem eru í heimsókn í Jerúsalem í dag. Íransforseti hefur hvatt til þess að Ísrael verði þurrkað af yfirborði jarðar og sagt að helför nasista gegn gyðingum sé þjóðsaga. Olmert hvatti til þess að alþjóðasamfélagið bregðist af hörku við kjarnorkuáformum Írana. 14.2.2006 19:44
Þrjár milljónir ókeypis ferða Lággjaldaflugfélagið Ryanair bauð í dag upp á þrjár milljónir ókeypis ferða eftir að hafa verið sakað um að fylgja ekki ítrustu öryggisreglum. Ásakanirnar komu fram í sjónvarpsþætti eftir að tveir fréttamenn réðu sig sem flugþjóna hjá félaginu til að afla upplýsinga. Þeir hafi komist að því að ekki væri alltaf farið eftir ströngustu reglum sem flugfélögum eru settar. Breska samgönguráðuneytið segist ætla að kanna hvort eitthvað sé hæft í ásökunum fréttamannanna. 14.2.2006 19:22
Byrjaðir að auðga úran Stjórnvöld í Íran segjast vera byrjuð að auðga úran. Vestræn ríki skora á Írana að stöðva slíka vinnslu. 14.2.2006 19:07
Sonur Sharons í fangelsi Omri Sharon, sonur Ariels Sharon forsætisráðherra Ísraels, var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa, með ólögmætum hætti, afla fé fyrir baráttu föðurs síns um formannsembætti Líkúd-bandalgsins árið 1999. 14.2.2006 18:25
Íslendingur skotinn í El Salvador Íslendingur á fertugsaldri, Jón Þór Ólafsson, sem starfaði í El Salvador, fannst látinn af völdum skotsára á mánudagsmorgun. Umfangsmikil leit hófst að Jóni Þór á sunnudag eftir að samstarfsmenn hans höfðu gert lögreglu í El Salvador viðvart. Jón Þór lætur eftir sig sambýliskonu og tvö ung börn á skólaaldri úr fyrri sambúð. 14.2.2006 14:35
Áströlsk mynd send inn í helfararmyndasamkeppnina án samþykkis höfundar Ástralski skopteiknarinn Michael Leunig segir tvær af myndum hans hafa birst í blaðinu Hamshahri og á heimasíðu íranska teiknimyndasafnsins sem eru aðalaðstandendur keppninnar. Tilvitnun í Leunig sem fylgdi myndunum er úr lausu lofti gripin. 14.2.2006 14:00
Múgur minnist Hariris Meira en 200.000 manns hafa safnast saman á götum Beirúts, höfuðborgar Líbanons í morgun, til að minnast þess að ár er liðið síðan Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var ráðinn af dögum. Öryggisgæsla í höfuðborginni hefur verið snarhert. 14.2.2006 13:15
Kári blæs á gagnrýni Kári Stefánsson blæs á gagnrýni á erfðarannsóknir í viðtali sem birtist í netútgáfu bandaríska tímaritsins Time. Hann segir þekkingu á erfðagöllum ómetanlega, jafnvel þó að ekki séu til lyf til að lækna gallann. 14.2.2006 13:15
Fimmtán særðust í tilræði í Istanbúl Fimmtán særðust þegar sprengja sprakk í stórmarkaði í Istanbnúl seint í gærkvöld. Stór hluti stórmarkaðarins jafnaðist við jörðu og rúður splundruðust í nærliggjandi húsum 14.2.2006 10:45
Auðgun úrans hafin á ný í Íran Íransstjórn staðfesti í morgun að auðgun úrans hefði hafist á ný í landinu. Talsmaður íranskra stjórnvalda í kjarnorkumálum játaði því á blaðamannafundi í morgun að áætlun um auðgun úrans væri hafin samkvæmt samþykktum þingsins. 14.2.2006 10:45
Danir éti ofan í sig ófriðinn Nýjasta hugmyndin til að lægja öldurnar í skopmyndamálinu er að Danir éti ofan í sig ófriðinn, í orðanna fyllstu merkingu. Framhaldsskólinn í Krögerup hefur sent af stað tölvukeðjubréf þar sem skorað er á Dani að leggjast á eitt og snæða arabískan mat á föstudaginn 14.2.2006 10:30
Ástralar dæmdir til dauða fyrir heróínsmygl Tveir Ástralar voru í morgun dæmdir til dauða fyrir stórt heróínsmygl frá í apríl á síðasta ári. Mennirnir tveir eru taldir höfuðpaurar níu manna hóps, sem reyndi að smygla rúmum átta kílógrömmum af heróíni frá Balí til Ástralíu. 14.2.2006 10:15
Segist hafa verið í hungurverkfalli Saddam Hussein sagðist í morgun hafa verið í hungurverkfalli í þrjá daga til að mótmæla meðferðinni á sér við réttarhöldin sem nú standa yfir. Aðrir sem ákærðir eru í málinu segjast líka hafa verið í hungurverkfalli, en eins og kunnugt er hefur Saddam Hússein trekk í trekk mótmælt framkvæmd réttarhaldanna. 14.2.2006 09:48
Hinn íslamski heimur hafi misskilið hugmyndir Dana Hinn íslamski heimur hefur misskilið hugmyndir Dana um trú og spámanninn Múhameð, sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, eftir fund með hófsömum múslímum í Danmörku í gær. 14.2.2006 09:45
Drepa gísla ef þýsk stjórnvöld láta ekki af stuðningi Írakskir mannræningjar hóta að drepa tvo gísla ef þýsk stjórnvöld hætta ekki öllum stuðningi við íröksk stjórnvöld. Á myndbandi sem birtist á Al-Arabiya sjónvarpsstöðinni sjást gíslarnir tveir ásamt mannræningjunum, sem lesa kröfur sínar. 14.2.2006 09:30
Cheney ekki með tilskilið leyfi á veiðum Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ekki laus allra mála vegna slyss um helgina þar sem hann skaut á veiðifélaga sinn á kornhænuveiðum. Í ljós hefur komið að Cheney hafði ekki tilskilið veiðileyfi þegar hann fór til veiða með milljarðamæringnum Harry Whittington sem hann svo skaut í andlitið og bringuna fyrir slysni. 14.2.2006 09:00
Milljónasvindl við hjálparstarf eftir Katrínu Milljónir dollara fóru í súginn vegna svindls og misnotkunar við hjálparstarfið eftir fellibylinn Katrínu í Bandaríkjunum. Þetta er mat sérstakrar rannsóknarnefndar sem farið hefur yfir viðbrögð stjórnvalda við fellibylnum sem reið yfir Bandaríkin síðasta haust. 14.2.2006 08:15
Eigendur Dagbladet bjóða í Orkla Medier Eigendur norska blaðsins Dagbladet hafa ákveðið að bjóða í norska fjölmiðlafyrirtækið Orkla Medier, sem rekur meðal annars dönsku blöðin Berlingske Tidende, BT og Weekendavisen. Þetta kemur fram á vef Jótlandspóstsins. Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, sýndi Orkla Medier áhuga á dögunum ásamt nokkrum öðrum norrænum fjölmiðlafyrirtækjum en nú er útlit fyrir að Orkla verði áfram í eigu Norðmanna. 14.2.2006 07:45
Óeirðir vegna forsetakosninga á Haítí Allt logar í óeirðum á Haítí, þar sem stuðningsmenn forsetaframbjóðandans Renes Preval eru ævareiðir eftir kosningarnar og telja að brögð hafi verið í tafli. Þeirra maður náði ekki hreinum meirihluta eins og útlit var fyrir og því stefnir allt í halda verði aðra umferð. 14.2.2006 07:30
Lagt til að búðunum við Guantanamo-flóa verði lokað Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu Þjóðanna leggur til að fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu verði lokað. Í skýrslu frá rannsakendunum, sem bandaríska dagblaðið Los Angeles Times hefur komist yfir, segir að meðferð fanganna þar stangist á við alþjóðalög og að þeir megi þola hreinar og beinar pyntingar. 14.2.2006 07:08
Breska þingið samþykkir lög um nafskírteini Breska þingið samþykkti í kvöld frumvarp ríkisstjórnar Tonys Blairs, forsætisráðherra, um nafnskírteini. Frumvarpið var samþykkt naumlega með 310 atkvæðum gegn 279. 13.2.2006 22:31
Pólska þingið verður ekki rofið Þing verður ekki rofið og ekki verður boðað til kosninga fyrr en ella samkvæmt ákvörðun Kaczynski, Póllandsforseta, sem hann kynnti í kvöld. Í dag var síðasta tækifæri forsetans á þessu kjörtímabili til að beita stjórnskipulegu valdi sínu og rjúfa þing. Fjölmiðlar höfðu heimildir fyrir því að forsetinn ætlaði að leysa upp þing til að refsa þingmönnum fyrir að hafa ekki samþykkt fjárlög í síðasta mánuði. 13.2.2006 22:26
Abbas fær víðtækari völd - Hamas-liðar ævareiðir Hamas-samtökin eru ævareið vegna þeirrar ákvörðunar fráfarandi þings palestínsku heimastjórnarinnar að veita Mahmoud Abbas, forseta, víðtæk völd til viðbótar þeim sem hann hefur nú þegar. 13.2.2006 22:16
Önnur sprengjuárás á fjórum dögum Að minnsta kosti sex særðust alvarlega en enginn týndi lífi þegar sprengja sprakk í stórmarkaði í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, í dag. Þetta er önnur sprengjuárásin þar í borg á fjórum dögum. 13.2.2006 20:57
Átta kíló af kókíni gerð upptæk á Kastrup 35 ára gamall Spánverji var handtekinn með átta kíló af kókíni á Kastrup flugvelli í gær. Maðurinn kom með flugvél frá Rio de Janeiro í Brasilíu og var stöðvaður á landgöngubrúnni frá flugvélinni að flugstöðvarbyggingunni. Maðurinn hefur verið dæmdur í 25 ára gæsluvarðhald, þar af 11 daga íeinangrun. 13.2.2006 20:56
Mikil flóð í Kína Ekki er vitað um mannfall í miklum flóðum í norður og norð-vestur Kína síðustu daga. Mikið hefur flætt vegna ofankomu en einnig hefur flætt þar sem snjór og ís hefur bráðnað. 13.2.2006 20:15
Fuglaflensa á Ítalíu og í Grikklandi Evrópusambandið ætlar að herða eftirlit með svæðum á Ítalíu þar sem hið hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensu hefur greinst í villtum fuglum. Flensan hefur einnig greinst í fuglum í Norður-Grikklandi en tilfellin þar og á Ítalíu eru þau fyrstu í ríkjum Evrópusambandsins. 13.2.2006 20:12
Íranar ætla að auðga úran Íranar ætla að hefja auðgun úrans þann 7. mars næstkomandi. Þeir hafa frestað viðræðum við Rússa um að þeir auðgi fyrir þá úran í Rússlandi og flytji það til Írans. Bandaríkjamenn hafa sagt að það komi ekki til greina að Íranar fái að halda áfram áætlunum sínum og útiloka ekki árásir á landið. 13.2.2006 20:01