Erlent

Íslendingur skotinn í El Salvador

Íslendingur á fertugsaldri, Jón Þór Ólafsson, sem starfaði í El Salvador, fannst látinn af völdum skotsára á mánudagsmorgun. Umfangsmikil leit hófst að Jóni Þór á sunnudag eftir að samstarfsmenn hans höfðu gert lögreglu í El Salvador viðvart. Jón Þór lætur eftir sig sambýliskonu og tvö ung börn á skólaaldri úr fyrri sambúð.

Tildrög þess að Jón Þór fannst látinn eru ókunn en alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra og lögregluyfirvöld í El Salvador fara með rannsókn málsins.

Jón Þór var staðarverkfræðingur við gerð jarðvarmaorkuvers á vegum fyrirtækisins Enex í El Salvador en að jafnaði hafa 2-4 Íslendingar starfað á vegum fyrirtækisins þar syðra frá því vorið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×