Erlent

Olmert segir Íransforseta altekinn af gyðingahatri

Ehud Olmert, sitjandi forsætisráðherra Ísraels, segir Íransforseta altekinn af gyðingahatri. Þetta sagði Olmert í ávarpi til leiðtoga bandarískra gyðinga sem eru í heimsókn í Jerúsalem í dag. Íransforseti hefur hvatt til þess að Ísrael verði þurrkað af yfirborði jarðar og sagt að helför nasista gegn gyðingum sé þjóðsaga. Olmert hvatti til þess að alþjóðasamfélagið bregðist af hörku við kjarnorkuáformum Írana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×