Erlent

Tveir féllu í óeirðum

Mótmælendur kveiktu í og grýttu útibú vestrænna hótel- og skyndibitakeðja.
Mótmælendur kveiktu í og grýttu útibú vestrænna hótel- og skyndibitakeðja. MYND/AP

Tveir menn féllu í Pakistan í gær í einhverjum verstu óeirðum sem brotist hafa út í landinu í kjölfar birtingar á skopmyndum af Múhameð spámanni. Öryggisverðir skutu mennina sem reyndu að bera eld að banka í aðgerðum sem beint var gegn Vesturlöndum.

Nokkru áður höfðu um sex hundruð námsmenn gert áhlaup á hverfi erlendra sendiráða í höfuðborginni Islamabad. Lögregla beitti táragasi til að brjóta áhlaupið á bak aftur.

Borgarráðið í Basra í Suður-Írak hefur krafist þess að dönsk stjórnvöld biðjist afsökunar á skopmyndabirtingunni en því hefur verið hafnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×