Fleiri fréttir Ekkert lát á voðaverkum í Írak Bið fátækra Íraka eftir matarstyrk breyttist í martröð í morgun, þegar maður hlaðinn sprengiefni gekk að röðinni og sprengdi sig í loft upp. En í skugganum af hrinu ódæðisverka virðist ný ríkisstjórn loks í sjónmáli í Írak. 13.2.2006 15:33 Saddam með ólæti í réttarsal Saddam Hússein lét loks sjá sig við réttarhöld yfir honum í morgun. Hann virtist þó fyrst og fremst hafa mætt til að valda óskunda. Saddam kvartaði sáran yfir að vera neyddur til að mæta og hrópaði ,,niður með Bush og lengi lifi hin íslamska þjóð." Ekki er vitað til að honum hafi verið vísað úr réttarsalnum enn sem komið er. 13.2.2006 12:02 Stjórnvöld brugðust rangt við fellibylnum Katrinu Stjórnvöld brugðust hægt og illa við neyðinni í kjölfar fellibylsins Katrinu sem skall á New Orleans síðastliðið sumar. Þetta kemur fram í skýrslu þingnefndar bandaríska þingsins, sem var lekið til fjölmiðla en kemur formlega út á miðvikudaginn. 13.2.2006 11:45 Myndir af indverskum gyðjum vekja reiði Það eru ekki eingöngu myndibirtingar af Múhameð spámanni sem vekja reiði þessa dagana. Indverskur myndlistarmaður hefur nú þurft að biðjast afsökunar á myndum þar sem Indland var birt í líki naktrar hindúagyðju. 13.2.2006 11:13 Efast um að fuglaflensa verði að heimsfaraldri Dönsk heilbrigðisyfirvöld draga í efa að fuglaflensan verða að næsta heimsfaraldri eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óttast. Þetta kemur fram í viðbragðsáætlun sem yfirvöldin hafa sent frá sér og greint er frá í Jótlandspóstinum. 13.2.2006 10:15 Létust þegar sýningarflugvél flaug á hús Tveir létust þegar lítil sýningarflugvél flaug á hús í úthverfi Roseville í Kaliforníu í gær. Húsið er gjörónýt enda klauf vélin það nánast í tvennt auk þess sem mikill eldur blossaði upp. 13.2.2006 09:45 Ofsaveður í New York Íbúar New York borgar eru hvattir til að halda sig sem mest innandyra í dag vegna ofsaveðurs sem geisað hefur í borginni síðan í gær. Í gærkvöldi var nærri sextíu sentímetra nýfallinn snjór í Central Park, og hafa snjóalög ekki mælst meiri í áratugi í borginni. Þá er hávaðarok og þúsundir heimila hafa verið án rafmagns undanfarinn sólarhring. 13.2.2006 09:15 Sprengdi sig í loft upp innan um fátæka Íraka Bið fátækra Íraka eftir matarstyrk breyttist í martröð í morgun þegar maður hlaðinn sprengiefni gekk að röðinni og sprengdi sig í loft upp. Sjö féllu og nærri fimmtíu særðust. Að sögn vitna hafði fólkið safnast saman til að sækja um vikulegan matarstyrk þegar ógæfan dundi yfir. 13.2.2006 09:15 Ísrael fari af landakortinu fyrr en síðar Ísrael fer af landakortinu fyrr en síðar með góðu eða illu. Þetta sagði Mahmoud Ahmedinajad, forseti Írans, á fjöldasamkomu í Teheran um helgina. Vestræn ríki yrðu að afmá það sem þau hefðu skapað fyrir sextíu árum, en ef ekki myndu Palestínumenn og fleiri sjá um það fyrir þau. 13.2.2006 09:00 Cheney skaut veiðifélaga sinn Varaforseti Bandaríkjanna skaut veiðifélaga sinn fyrir slysni um helgina. Dick Cheney var að veiða kornhænur ásamt félaga sínum í Texas þegar ekki vildi betur til en svo að hann skaut úr haglabyssu í andlit og brjóstkassa auðkýfingsins Harrys Whittingtons sem var með honum að veiðum. 13.2.2006 09:00 Ný ríkisstjórn í sjónmáli í Írak Ný ríkisstjórn er í sjónmáli í Írak, eftir að bandalag sjía ákvað í gær að tilnefna Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherra landsins. Hann hefur gegnt embættinu síðan í apríl og flest bendir til að svo verði áfram, enda kemur nærri helmingur þingmanna í Írak úr röðum bandalags sjía. 13.2.2006 08:36 Hrottafengnar myndir af ofbeldi breskra hermanna Myndbandsupptaka sem sýnir breska hermenn misþyrma íröskum unglingum á hrottafenginn hátt hefur vakið athygli og reiði. Breska varnarmálaráðuneytið sver af sér allar sakir og segir rannsókn á málinu þegar hafna. 12.2.2006 11:09 Líðan Sharons óbreytt Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er óbreytt eftir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær. Sharon veiktist alvarlega í gærmorgun og komu þá í ljós svo alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans að líf hans hékk á bláþræði. Læknar við Hadassah-sjúkrahúsið í Jerúsalem gáfu út yfirlýsingu í morgun þar sem fram kom að aðgerðin hefði heppnast vel og líðan forsætisráðherrans væri stöðug 12.2.2006 11:00 Þurfa að kjósa aftur Útlit er fyrir að boða þurfi til annarrar umferðar í forsetakosningunum á Haítí þar sem enginn frambjóðendanna fékk hreinan meirihluta í fyrri umferðinni á sunnudag. Fyrstu tölur bentu til að Rene Preval, hægri hönd Jean Bernard Aristide fyrrverandi forseta, hefði unnið yfirburðasigur en þegar 72 prósent atkvæða höfðu verið talin í gær hafði hann einungis fengið 49,6 prósent þeirra. 12.2.2006 10:45 Hvetja Dani til að yfirgefa Indónesíu Dönsk stjórnvöld hafa hvatt Dani sem staddir eru í Indónesíu til að yfirgefa landið þegar í stað vegna "eindreginnar og yfirvofandi hættu" eins og það er orðað en mikil reiði ríkir í landinu vegna Múhameðsmyndanna umdeildu. Nokkur hundruð Dani er að finna á helstu ferðamannastöðum Indónesíu og er verið að leita leiða til að koma þeim á brott. 12.2.2006 10:30 Fuglaflensan þokast vestur Heilbrigðisyfirvöld í þremur Evrópulöndum staðfestu í dag að flensa af H5N1-stofni hefði greinst í þarlendum fuglum. Þessi skæða sótt virðist því feta sig hægt en örugglega vestur á bóginn - og þar með hingað til lands. 11.2.2006 19:22 Rúmlega 66 ára nýbökuð móðir Elsta mamma í heimi hefur loks staðfestingu á nafnbót sinni. Rúmenska konan Adriana Iliescu eignaðist dótturina Maríu Elísu seint í hitteðfyrra en þá var hún 66 ára og 230 daga gömul. Starfsmenn Heimsmetabókar Guinness tóku sér hins vegar góðan tíma í að fara yfir metið og sannreyna aldur hinnar öldruðu móður áður en þeir kváðu upp úrskurð sinn. 11.2.2006 19:00 Ariel Sharon úr lífshættu Tvísýnt var um líf Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, í dag eftir að rannsóknir sýndu alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans. Hann er nú hins vegar talinn vera úr bráðustu lífshættunni. 11.2.2006 14:28 Ariel Sharon við dauðans dyr Læknar í Jerúsalem búast ekki við að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael, lifi daginn af. Hann er nú í skurðaðgerð eftir að rannsóknir sýndu alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans. 11.2.2006 12:30 Elsta mamma í heimi Elsta mamma í heimi fékk í dag loks staðfestingu á nafnbót sinni. Rúmenska konan Adriana Ilíjeskú eignaðist dótturina Maríu Elísu seint í hitteðfyrra en þá var hún 66 ára og 230 daga gömul. 10.2.2006 22:22 Ísöld í Úkraínu Íbúar í borginni Alchevska í Austur-Úkraínu reyna ýmislegt til að halda á sér hita í þeim fimbulkulda sem þar geisar. Bilun varð hjá hitaveitu á svæðinu fyrir rúmum tveimur vikum og íbúar í borginni segja að þar sé nú ísöld. 10.2.2006 22:16 Reiðibál í löndum múslima Fundur leiðtoga íslamskra ríkja í hinni helgu borg Mekka í desember síðastliðnum virðist hafa verið sá frjói jarðvegur sem Múhameðsmyndunum umdeildu var sáð í. Þaðan dreifðust þær um öll Mið-Austurlönd og kveiktu það reiðibál sem nú logar í löndum múslima. 10.2.2006 22:07 8 féllu í áhlaupi rússnesku lögreglunnar Að minnsta kosti átta téténskir andspyrnumenn féllu í átökum við rússneksu lögregluna í Suður-Rússlandi í dag. Lögreglumenn gerðu áhlaup á tvö hús þar sem grunur lék á að vopnaðir uppreisnarmenn hefðust við. 10.2.2006 14:05 Einn lét lífið í snjóflóði norður af Tókýó Einn lét lífið og tíu slösuðust þegar snjóflóð féll á hverasvæði norður af Tókýó í morgun með þeim afleiðingum að baðgestir og starfsmenn grófust í fönn. 10.2.2006 14:03 Kosovoþing velur nýjan forseta Kosovoþing hefur kosið Fatmir Sejdiu í embætti forseta í stað Ibrahims Rugova sem lést úr lungnakrabbameini í síðasta mánuði. 10.2.2006 13:59 Formleg úrslit í írösku þingkosningunum Kjörstjórnin í Írak gerði í morgun formlega grein fyrir úrslitum þingkosninganna sem fóru fram þar í landi í desember. Þetta eru fyrstu skref í átt að myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu. 10.2.2006 13:56 Skopmyndum mótmælt á Filipseyjum Mörg hundruð múslima á Filipseyjum komu saman eftir bænastund í morgun til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni sem danska blaðið Jótlandspósturinn og fleiri evrópsk blöð hafa birt á síðustu vikum og mánuðum. Lögregla hefur hert öryggisgæslu við ræðismannsskrifstofu Dana og norska sendiráðið í höfuðborginni Manila. 10.2.2006 10:05 Forseti Venesúela segir Bush vitleysing Bush Bandaríkjaforseti er vitfirringur og Blair, forsætisráðherra Bretlands, er undirmaður hans. Þetta sagði Hugo Chavez, forseti Venesúela, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína á fjölmennum fundi í gær. Stjórnvöld í Venesúela og Bandaríkjunum hafa tekist á síðustu misseri og hefur sendifulltrúum beggja landa verið vísað heim. Á fundinum fullyrti Chavez að Bandaríkjamenn og Breta ætluðu sér að ráðast á Íran en forsetinn lagði ekkert fram máli sínu til stuðnings. 10.2.2006 08:30 Hlýnun á norðurhveli jarðar ekki meiri á síðari hluta 20. aldar í 1200 ár Á síðari hluta 20. aldar var hlýnun á norðurhveli jarðar meiri en hún hafi verið í 1200 ár. Þetta eru niðurstöður breskar vísindamanna sem birtar eru í nýjasta tölublaði vísindaritsins Science. 10.2.2006 08:05 Pútín býður Hamas-liðum til Moskvu Valdimír Pútín, Rússlandsforseti, hvetur ríki heims til að virða niðurstöðu þingkosninga Palestínumanna í síðasta mánuði. Hann ætlar að bjóða fulltrúum Hamas til Moskvu sem fyrst til að ræða friðarferlið í Mið-Austurlöndum en samtökin fengu meirihluta í kosningunum. 10.2.2006 08:00 Preval líklegast nýr forseti Haítí Allt bendir til þess að Rene Preval hafi hlotið hreinan meirihluta í forsetakosningunum á Haítí sem fram fóru á þriðjudag. Búið er að telja 40% atkvæða og hefur Preval hlotið rétt rúm 65%. Næstir koma Leslie Manigat, fyrrverandi forseti, með tæp 14% og Charles Henri Baker, kaupsýslumaður, með rétt rúm 6%. 10.2.2006 07:40 27 biðu bana í sjálfsmorðsárás í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu og sjö biðu bana og fimmtíu eru særðir eftir að sjálfsmorðsárás var gerð í borginni Hangu í Pakistan í gær. Árásarmaðurinn kom sér fyrir innan hóps sjíta-múslima sem gengu í fylkingu til bænahalds en nú stendur hin svokallaða Asjúra-hátíð yfir sem er aðal trúarhátíð sjíta. 10.2.2006 07:33 Fangaverðir grunaðir um að aðstoða fanga til að flýja Hópur fangavarða hefur verið handtekinn í Jemen vegna gruns um að þeir hafi aðstoðað á þriðja tug meðlimi Al-Qaida hryðjuverkasamtakanna við að flýja úr fangelsi þar í landi í síðustu viku. Fangarnir sluppu úr prísundinni með því að grafa tæplega tvö hundruð metra löng göng og er talið að fangaverðirnir hafi meðal annars útvegað föngunum tæki og tól til verkefnisins. Fangaverðirnir sæta nú yfirheyrslum vegna málsins en ekki hefur verið gefið hversu margir þeir eru sem grunaðir eru um verknaðinn. 10.2.2006 07:30 Komið var í veg fyrir hryðjuverkaárás í L.A árið 2002 Komið var í veg fyrir stórfellda hryðjuverkaárás í Los Angeles árið 2002. Þessu hélt George Bush, forseti Bandaríkjanna, fram í ræðu sem hann hélt í Washington í gær. Að sögn Bush ætluðu hryðjuverkamennirnir að ræna farþegaþotu og fljúga henni á Bankaturninn svokallaða í Los Angeles sem er hæsta bygging á allri Vesturströnd Bandaríkjanna. 10.2.2006 07:24 Ritstjóri menningarblaðs JP sendur í frí Ritstjóri menningarblaðs Jyllands Posten, Flemming Rose sem birti teikningar af múhameð spámanni í fyrra hefur verið sendur í frí um óákveðinn tíma. Carsten Juste, ritsjóri dagblaðsins þurfti tvívegis að afsaka ummæli Flemmings í gær en Flemming sagði að menningarblaðið myndi birta teikningar þar sem gert væri grín af helförinni um leið og íröksk dagblöð myndu birta teikningarnar. Þá hafði hann einnig í hyggju að birta teikningar gegn kristinni trú og Ísrael. 10.2.2006 06:59 Blístar með tærnar í munninum Hún blístrar með tærnar í munninum, já það er allt til í henni Ameríku, en Betty Bell hefur þann magnaða eiginleika að geta blístrað með tærnar upp ú munni sér. 10.2.2006 06:59 Segist hafa fundið dauða mús í Campbell dós Áttatíu og níu ára gamallri konu í Ameríku brá heldur betur þegar hún ætlaði að gæða sér á súpu frá Campbell, en þegar hún opnaði dósina fann hún dauða mús að eigin sögn. 10.2.2006 06:56 Ímynd flestra af Írönum ekki rétt Norska blaðakonan Line Fransson, segir þá ímynd sem flestir hafi af Írönum, síður en svo rétta. Hún segir þó það hafa án efa bjargað sér að þykjast vera Íslendingur við sendiráð Dana í Teheran á dögunum. 9.2.2006 14:39 Átök á úkraínska þinginu Slagsmál brutust út í úkraínska þinginu í morgun rétt áður en, forseti landsins, Viktor Jútsénkó átti að ávarpa þingheim. Átökin urðu þegar þingmenn kommúnista ætluðu að hengja upp borða þar sem Jútsénkó var gagnrýndur fyrir að svíkja kosningaloforð. 9.2.2006 14:34 Rice segir Sýrlendinga og Írana hvetja til ofbeldis Sýrlendingar og Íranar reyna viljandi að efna til ófriðar. Þetta sagði Condoleezza Rice á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Ísraels í gær. 9.2.2006 13:42 Hagnaður af rekstri SAS Hagnaður var af rekstri norræna flugfélagsins SAS fyrir skatta á síðasta fjórðungi ársins 2005 nam 4.7 milljörðum íslenskra króna sem er tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð. 9.2.2006 09:31 Smíða stærsta og dýrasta farþegaskip heims Hafinn er undirbúningur á smíði stærsta og dýrasta farþegaskips heims. Það er Royal Caribbean sem ræðst í þessa miklu fjárfestingu en áætlaður kostnaður við smíði skipsins er um sjötíu milljarðar íslenskra kóna. 9.2.2006 09:00 6 féllu í sjálfsvígssprengjuárás Að minnsta kosti sex manns féllu þegar sjálfsvígssprengjumaður lét til skarar skríða gegn sjía-múslímum sem gengu fylktu liði frá trúarathöfn í mosku í norðvesturhluta Pakistans í morgun. 9.2.2006 08:46 Þinghúsið í Washington rýmt vegna meints taugagass Lögreglan í Washington í Bandaríkjunum rýmdi í gærkvöld þinghúsið þar í borg þegar öryggiskerfi byggingarinnar fór í gang. Þar til gerðir nemar sendu frá sér boð um að einhvers konar taugagas væri að leka inn í hluta þinghússins. 9.2.2006 08:30 Meintir aðilar að þjóðarmorðunum ekki fyrir rétt Dómur á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað beiðni saksóknara um endurupptöku á máli tveggja fyrrverandi háttsettra embættismanna sem sakaðir voru um að hafa átt aðild að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994. 9.2.2006 08:15 Sjá næstu 50 fréttir
Ekkert lát á voðaverkum í Írak Bið fátækra Íraka eftir matarstyrk breyttist í martröð í morgun, þegar maður hlaðinn sprengiefni gekk að röðinni og sprengdi sig í loft upp. En í skugganum af hrinu ódæðisverka virðist ný ríkisstjórn loks í sjónmáli í Írak. 13.2.2006 15:33
Saddam með ólæti í réttarsal Saddam Hússein lét loks sjá sig við réttarhöld yfir honum í morgun. Hann virtist þó fyrst og fremst hafa mætt til að valda óskunda. Saddam kvartaði sáran yfir að vera neyddur til að mæta og hrópaði ,,niður með Bush og lengi lifi hin íslamska þjóð." Ekki er vitað til að honum hafi verið vísað úr réttarsalnum enn sem komið er. 13.2.2006 12:02
Stjórnvöld brugðust rangt við fellibylnum Katrinu Stjórnvöld brugðust hægt og illa við neyðinni í kjölfar fellibylsins Katrinu sem skall á New Orleans síðastliðið sumar. Þetta kemur fram í skýrslu þingnefndar bandaríska þingsins, sem var lekið til fjölmiðla en kemur formlega út á miðvikudaginn. 13.2.2006 11:45
Myndir af indverskum gyðjum vekja reiði Það eru ekki eingöngu myndibirtingar af Múhameð spámanni sem vekja reiði þessa dagana. Indverskur myndlistarmaður hefur nú þurft að biðjast afsökunar á myndum þar sem Indland var birt í líki naktrar hindúagyðju. 13.2.2006 11:13
Efast um að fuglaflensa verði að heimsfaraldri Dönsk heilbrigðisyfirvöld draga í efa að fuglaflensan verða að næsta heimsfaraldri eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óttast. Þetta kemur fram í viðbragðsáætlun sem yfirvöldin hafa sent frá sér og greint er frá í Jótlandspóstinum. 13.2.2006 10:15
Létust þegar sýningarflugvél flaug á hús Tveir létust þegar lítil sýningarflugvél flaug á hús í úthverfi Roseville í Kaliforníu í gær. Húsið er gjörónýt enda klauf vélin það nánast í tvennt auk þess sem mikill eldur blossaði upp. 13.2.2006 09:45
Ofsaveður í New York Íbúar New York borgar eru hvattir til að halda sig sem mest innandyra í dag vegna ofsaveðurs sem geisað hefur í borginni síðan í gær. Í gærkvöldi var nærri sextíu sentímetra nýfallinn snjór í Central Park, og hafa snjóalög ekki mælst meiri í áratugi í borginni. Þá er hávaðarok og þúsundir heimila hafa verið án rafmagns undanfarinn sólarhring. 13.2.2006 09:15
Sprengdi sig í loft upp innan um fátæka Íraka Bið fátækra Íraka eftir matarstyrk breyttist í martröð í morgun þegar maður hlaðinn sprengiefni gekk að röðinni og sprengdi sig í loft upp. Sjö féllu og nærri fimmtíu særðust. Að sögn vitna hafði fólkið safnast saman til að sækja um vikulegan matarstyrk þegar ógæfan dundi yfir. 13.2.2006 09:15
Ísrael fari af landakortinu fyrr en síðar Ísrael fer af landakortinu fyrr en síðar með góðu eða illu. Þetta sagði Mahmoud Ahmedinajad, forseti Írans, á fjöldasamkomu í Teheran um helgina. Vestræn ríki yrðu að afmá það sem þau hefðu skapað fyrir sextíu árum, en ef ekki myndu Palestínumenn og fleiri sjá um það fyrir þau. 13.2.2006 09:00
Cheney skaut veiðifélaga sinn Varaforseti Bandaríkjanna skaut veiðifélaga sinn fyrir slysni um helgina. Dick Cheney var að veiða kornhænur ásamt félaga sínum í Texas þegar ekki vildi betur til en svo að hann skaut úr haglabyssu í andlit og brjóstkassa auðkýfingsins Harrys Whittingtons sem var með honum að veiðum. 13.2.2006 09:00
Ný ríkisstjórn í sjónmáli í Írak Ný ríkisstjórn er í sjónmáli í Írak, eftir að bandalag sjía ákvað í gær að tilnefna Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherra landsins. Hann hefur gegnt embættinu síðan í apríl og flest bendir til að svo verði áfram, enda kemur nærri helmingur þingmanna í Írak úr röðum bandalags sjía. 13.2.2006 08:36
Hrottafengnar myndir af ofbeldi breskra hermanna Myndbandsupptaka sem sýnir breska hermenn misþyrma íröskum unglingum á hrottafenginn hátt hefur vakið athygli og reiði. Breska varnarmálaráðuneytið sver af sér allar sakir og segir rannsókn á málinu þegar hafna. 12.2.2006 11:09
Líðan Sharons óbreytt Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er óbreytt eftir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær. Sharon veiktist alvarlega í gærmorgun og komu þá í ljós svo alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans að líf hans hékk á bláþræði. Læknar við Hadassah-sjúkrahúsið í Jerúsalem gáfu út yfirlýsingu í morgun þar sem fram kom að aðgerðin hefði heppnast vel og líðan forsætisráðherrans væri stöðug 12.2.2006 11:00
Þurfa að kjósa aftur Útlit er fyrir að boða þurfi til annarrar umferðar í forsetakosningunum á Haítí þar sem enginn frambjóðendanna fékk hreinan meirihluta í fyrri umferðinni á sunnudag. Fyrstu tölur bentu til að Rene Preval, hægri hönd Jean Bernard Aristide fyrrverandi forseta, hefði unnið yfirburðasigur en þegar 72 prósent atkvæða höfðu verið talin í gær hafði hann einungis fengið 49,6 prósent þeirra. 12.2.2006 10:45
Hvetja Dani til að yfirgefa Indónesíu Dönsk stjórnvöld hafa hvatt Dani sem staddir eru í Indónesíu til að yfirgefa landið þegar í stað vegna "eindreginnar og yfirvofandi hættu" eins og það er orðað en mikil reiði ríkir í landinu vegna Múhameðsmyndanna umdeildu. Nokkur hundruð Dani er að finna á helstu ferðamannastöðum Indónesíu og er verið að leita leiða til að koma þeim á brott. 12.2.2006 10:30
Fuglaflensan þokast vestur Heilbrigðisyfirvöld í þremur Evrópulöndum staðfestu í dag að flensa af H5N1-stofni hefði greinst í þarlendum fuglum. Þessi skæða sótt virðist því feta sig hægt en örugglega vestur á bóginn - og þar með hingað til lands. 11.2.2006 19:22
Rúmlega 66 ára nýbökuð móðir Elsta mamma í heimi hefur loks staðfestingu á nafnbót sinni. Rúmenska konan Adriana Iliescu eignaðist dótturina Maríu Elísu seint í hitteðfyrra en þá var hún 66 ára og 230 daga gömul. Starfsmenn Heimsmetabókar Guinness tóku sér hins vegar góðan tíma í að fara yfir metið og sannreyna aldur hinnar öldruðu móður áður en þeir kváðu upp úrskurð sinn. 11.2.2006 19:00
Ariel Sharon úr lífshættu Tvísýnt var um líf Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, í dag eftir að rannsóknir sýndu alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans. Hann er nú hins vegar talinn vera úr bráðustu lífshættunni. 11.2.2006 14:28
Ariel Sharon við dauðans dyr Læknar í Jerúsalem búast ekki við að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael, lifi daginn af. Hann er nú í skurðaðgerð eftir að rannsóknir sýndu alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans. 11.2.2006 12:30
Elsta mamma í heimi Elsta mamma í heimi fékk í dag loks staðfestingu á nafnbót sinni. Rúmenska konan Adriana Ilíjeskú eignaðist dótturina Maríu Elísu seint í hitteðfyrra en þá var hún 66 ára og 230 daga gömul. 10.2.2006 22:22
Ísöld í Úkraínu Íbúar í borginni Alchevska í Austur-Úkraínu reyna ýmislegt til að halda á sér hita í þeim fimbulkulda sem þar geisar. Bilun varð hjá hitaveitu á svæðinu fyrir rúmum tveimur vikum og íbúar í borginni segja að þar sé nú ísöld. 10.2.2006 22:16
Reiðibál í löndum múslima Fundur leiðtoga íslamskra ríkja í hinni helgu borg Mekka í desember síðastliðnum virðist hafa verið sá frjói jarðvegur sem Múhameðsmyndunum umdeildu var sáð í. Þaðan dreifðust þær um öll Mið-Austurlönd og kveiktu það reiðibál sem nú logar í löndum múslima. 10.2.2006 22:07
8 féllu í áhlaupi rússnesku lögreglunnar Að minnsta kosti átta téténskir andspyrnumenn féllu í átökum við rússneksu lögregluna í Suður-Rússlandi í dag. Lögreglumenn gerðu áhlaup á tvö hús þar sem grunur lék á að vopnaðir uppreisnarmenn hefðust við. 10.2.2006 14:05
Einn lét lífið í snjóflóði norður af Tókýó Einn lét lífið og tíu slösuðust þegar snjóflóð féll á hverasvæði norður af Tókýó í morgun með þeim afleiðingum að baðgestir og starfsmenn grófust í fönn. 10.2.2006 14:03
Kosovoþing velur nýjan forseta Kosovoþing hefur kosið Fatmir Sejdiu í embætti forseta í stað Ibrahims Rugova sem lést úr lungnakrabbameini í síðasta mánuði. 10.2.2006 13:59
Formleg úrslit í írösku þingkosningunum Kjörstjórnin í Írak gerði í morgun formlega grein fyrir úrslitum þingkosninganna sem fóru fram þar í landi í desember. Þetta eru fyrstu skref í átt að myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu. 10.2.2006 13:56
Skopmyndum mótmælt á Filipseyjum Mörg hundruð múslima á Filipseyjum komu saman eftir bænastund í morgun til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni sem danska blaðið Jótlandspósturinn og fleiri evrópsk blöð hafa birt á síðustu vikum og mánuðum. Lögregla hefur hert öryggisgæslu við ræðismannsskrifstofu Dana og norska sendiráðið í höfuðborginni Manila. 10.2.2006 10:05
Forseti Venesúela segir Bush vitleysing Bush Bandaríkjaforseti er vitfirringur og Blair, forsætisráðherra Bretlands, er undirmaður hans. Þetta sagði Hugo Chavez, forseti Venesúela, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína á fjölmennum fundi í gær. Stjórnvöld í Venesúela og Bandaríkjunum hafa tekist á síðustu misseri og hefur sendifulltrúum beggja landa verið vísað heim. Á fundinum fullyrti Chavez að Bandaríkjamenn og Breta ætluðu sér að ráðast á Íran en forsetinn lagði ekkert fram máli sínu til stuðnings. 10.2.2006 08:30
Hlýnun á norðurhveli jarðar ekki meiri á síðari hluta 20. aldar í 1200 ár Á síðari hluta 20. aldar var hlýnun á norðurhveli jarðar meiri en hún hafi verið í 1200 ár. Þetta eru niðurstöður breskar vísindamanna sem birtar eru í nýjasta tölublaði vísindaritsins Science. 10.2.2006 08:05
Pútín býður Hamas-liðum til Moskvu Valdimír Pútín, Rússlandsforseti, hvetur ríki heims til að virða niðurstöðu þingkosninga Palestínumanna í síðasta mánuði. Hann ætlar að bjóða fulltrúum Hamas til Moskvu sem fyrst til að ræða friðarferlið í Mið-Austurlöndum en samtökin fengu meirihluta í kosningunum. 10.2.2006 08:00
Preval líklegast nýr forseti Haítí Allt bendir til þess að Rene Preval hafi hlotið hreinan meirihluta í forsetakosningunum á Haítí sem fram fóru á þriðjudag. Búið er að telja 40% atkvæða og hefur Preval hlotið rétt rúm 65%. Næstir koma Leslie Manigat, fyrrverandi forseti, með tæp 14% og Charles Henri Baker, kaupsýslumaður, með rétt rúm 6%. 10.2.2006 07:40
27 biðu bana í sjálfsmorðsárás í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu og sjö biðu bana og fimmtíu eru særðir eftir að sjálfsmorðsárás var gerð í borginni Hangu í Pakistan í gær. Árásarmaðurinn kom sér fyrir innan hóps sjíta-múslima sem gengu í fylkingu til bænahalds en nú stendur hin svokallaða Asjúra-hátíð yfir sem er aðal trúarhátíð sjíta. 10.2.2006 07:33
Fangaverðir grunaðir um að aðstoða fanga til að flýja Hópur fangavarða hefur verið handtekinn í Jemen vegna gruns um að þeir hafi aðstoðað á þriðja tug meðlimi Al-Qaida hryðjuverkasamtakanna við að flýja úr fangelsi þar í landi í síðustu viku. Fangarnir sluppu úr prísundinni með því að grafa tæplega tvö hundruð metra löng göng og er talið að fangaverðirnir hafi meðal annars útvegað föngunum tæki og tól til verkefnisins. Fangaverðirnir sæta nú yfirheyrslum vegna málsins en ekki hefur verið gefið hversu margir þeir eru sem grunaðir eru um verknaðinn. 10.2.2006 07:30
Komið var í veg fyrir hryðjuverkaárás í L.A árið 2002 Komið var í veg fyrir stórfellda hryðjuverkaárás í Los Angeles árið 2002. Þessu hélt George Bush, forseti Bandaríkjanna, fram í ræðu sem hann hélt í Washington í gær. Að sögn Bush ætluðu hryðjuverkamennirnir að ræna farþegaþotu og fljúga henni á Bankaturninn svokallaða í Los Angeles sem er hæsta bygging á allri Vesturströnd Bandaríkjanna. 10.2.2006 07:24
Ritstjóri menningarblaðs JP sendur í frí Ritstjóri menningarblaðs Jyllands Posten, Flemming Rose sem birti teikningar af múhameð spámanni í fyrra hefur verið sendur í frí um óákveðinn tíma. Carsten Juste, ritsjóri dagblaðsins þurfti tvívegis að afsaka ummæli Flemmings í gær en Flemming sagði að menningarblaðið myndi birta teikningar þar sem gert væri grín af helförinni um leið og íröksk dagblöð myndu birta teikningarnar. Þá hafði hann einnig í hyggju að birta teikningar gegn kristinni trú og Ísrael. 10.2.2006 06:59
Blístar með tærnar í munninum Hún blístrar með tærnar í munninum, já það er allt til í henni Ameríku, en Betty Bell hefur þann magnaða eiginleika að geta blístrað með tærnar upp ú munni sér. 10.2.2006 06:59
Segist hafa fundið dauða mús í Campbell dós Áttatíu og níu ára gamallri konu í Ameríku brá heldur betur þegar hún ætlaði að gæða sér á súpu frá Campbell, en þegar hún opnaði dósina fann hún dauða mús að eigin sögn. 10.2.2006 06:56
Ímynd flestra af Írönum ekki rétt Norska blaðakonan Line Fransson, segir þá ímynd sem flestir hafi af Írönum, síður en svo rétta. Hún segir þó það hafa án efa bjargað sér að þykjast vera Íslendingur við sendiráð Dana í Teheran á dögunum. 9.2.2006 14:39
Átök á úkraínska þinginu Slagsmál brutust út í úkraínska þinginu í morgun rétt áður en, forseti landsins, Viktor Jútsénkó átti að ávarpa þingheim. Átökin urðu þegar þingmenn kommúnista ætluðu að hengja upp borða þar sem Jútsénkó var gagnrýndur fyrir að svíkja kosningaloforð. 9.2.2006 14:34
Rice segir Sýrlendinga og Írana hvetja til ofbeldis Sýrlendingar og Íranar reyna viljandi að efna til ófriðar. Þetta sagði Condoleezza Rice á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Ísraels í gær. 9.2.2006 13:42
Hagnaður af rekstri SAS Hagnaður var af rekstri norræna flugfélagsins SAS fyrir skatta á síðasta fjórðungi ársins 2005 nam 4.7 milljörðum íslenskra króna sem er tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð. 9.2.2006 09:31
Smíða stærsta og dýrasta farþegaskip heims Hafinn er undirbúningur á smíði stærsta og dýrasta farþegaskips heims. Það er Royal Caribbean sem ræðst í þessa miklu fjárfestingu en áætlaður kostnaður við smíði skipsins er um sjötíu milljarðar íslenskra kóna. 9.2.2006 09:00
6 féllu í sjálfsvígssprengjuárás Að minnsta kosti sex manns féllu þegar sjálfsvígssprengjumaður lét til skarar skríða gegn sjía-múslímum sem gengu fylktu liði frá trúarathöfn í mosku í norðvesturhluta Pakistans í morgun. 9.2.2006 08:46
Þinghúsið í Washington rýmt vegna meints taugagass Lögreglan í Washington í Bandaríkjunum rýmdi í gærkvöld þinghúsið þar í borg þegar öryggiskerfi byggingarinnar fór í gang. Þar til gerðir nemar sendu frá sér boð um að einhvers konar taugagas væri að leka inn í hluta þinghússins. 9.2.2006 08:30
Meintir aðilar að þjóðarmorðunum ekki fyrir rétt Dómur á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað beiðni saksóknara um endurupptöku á máli tveggja fyrrverandi háttsettra embættismanna sem sakaðir voru um að hafa átt aðild að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994. 9.2.2006 08:15
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent