Erlent

Þrjár milljónir ókeypis ferða

Lággjaldaflugfélagið Ryanair bauð í dag upp á þrjár milljónir ókeypis ferða eftir að hafa verið sakað um að fylgja ekki ítrustu öryggisreglum. Ásakanirnar komu fram í sjónvarpsþætti eftir að tveir fréttamenn réðu sigsem flugþjóna hjá félaginu til að afla upplýsinga. Þeir hafi komist að því að ekki væri alltaf farið eftir ströngustu reglum sem flugfélögum eru settar.Breska samgönguráðuneytið segist ætla að kanna hvort eitthvað sé hæft í ásökunum fréttamannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×