Fleiri fréttir

Íslendingar taka þátt í Galíleó-verkefninu

Íslendingar taka þátt í Galíleó-verkefni Evrópusambandsins sem kostar hátt í þrjú hundruð milljarða íslenskra króna. Fyrsta gervihnettinum í verkefninu, sem sagt er vera mótsvar Evrópu við GPS-staðsetningartækni Bandaríkjamanna, var skotið á loft í morgun.

Sættir innan Fatah-flokksins?

Sættir virðast hafa náðst innan Fatah-flokksins í Palestínu. Einn armur hans hótaði á dögunum að kljúfa sig úr flokknum.

Fyrsta gervihnettinum í sérstöku ESB verkefni skotið á loft í morgun

Fyrsta gervihnettinum í sérstöku verkefni Evrópusambandsins var skotið á loft í Kazakstan í morgun. Verkefnið, sem gengur undir nafninu Galíleó, er sagt vera mótsvar Evrópu við GPS-staðsetningartækni Bandaríkjamanna sem byggist á móttöku merkja frá gervitunglum í sérstaka móttakara og staðsetur þá með mikilli nákvæmni í heiminum.

Ísraelskar herþotur gerðu árás á búðir herskárra Palestínumanna suður af Beirút

Ísraelskar herþotur gerðu árás á búðir herskárra Palestínumanna suður af Beirút í Líbanon í morgun. Ekki hafa borist fréttir að mannfalli en að sögn talsmanns ísraelshers var árásin gerð eftir að þremur flugskeytum var skotið á ísraelska bæinn Kirjat Shemona seint í gærkvöldi þar sem að minnsta kosti einn særðist.

Tólf létust í sprengingu í vopnaverslun í Venesúela

Að minnsta kosti tólf létust þegar eldur kom upp í vopnaverslun í suðausturhluta Venesúela í gær. Þegar eldurinn kom upp varð mikil sprenging í versluninni með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að nokkuð magn flugelda hafi verið geymt í versluninni. Fimm verslanir í nágrenninu urðu fyrir töluverðu tjóni við sprengingunna. Hugsanlegt er að mannfallið hafi verið nokkru meira og herma sumar fregnir að allt að átján hafi látist.

Mótmæla fyrirhuguðu framboði í þingkosningunum í Palestínu

Stuðningsmenn Fatah-flokksins í Palestínu mótmæltu í gærkvöldi því að sumir eldri og reyndari áhrifamenn innan flokksins hafa hótað að kljúfa flokkinn og bjóða fram nýtt framboð í fyrirhuguðum þingkosningum. Deilurnar innan Fatah eru til talsverðra vandræða fyrir Mahmoud Abbas forseta heimastjórnar Palestínumanna sem reynir nú hvað hann getur til að sameina fylkingar innan flokksins fyrir kosningarnar.

Bandaríkjamenn versluðu meira fyrir jólin en áður

Aukning er í jólaverslun í Bandaríkjunum en tölur um jólaverslun þar í landi voru birtar í Wall Street Journal í dag. Tölurnar benda til þess að aukning í jólverslun milli ára hafi verið 8,7% en þarna vegur þungt mikill vöxtur í sölu húsbúnaðar ásamt aukinni sókn bandarískra neytenda í raftæki á borð við sjónvörp, MP3 spilara og stafrænar myndavélar.

Mikil ofankoma

Íbúar í austurhluta Englands eru hvattir til að láta bílferðir eiga sig næsta sólarhringinn vegna mikillar ofankomu og flughálku á vegum. Í Frakklandi hefur líka víða kyngt niður snjó í allan dag.

Skotið úr sprengjuvörpum á borg í Ísrael

Uppreisnarmenn úr röðum hryðjuverkasamtakanna Hizbollah skutu úr sprengjuvörpum á borg í norðurhluta Ísraels nú í kvöld. Að sögn vitna slösuðust nokkrir og jafnvel er talið líklegt að einhverjir hafi týnt lífi, en lögregla á svæðinu hefur ekki staðfest það.

Pólska herliðið verður áfram í Írak

Pólska ríkisstjórnin hefur ákveðið að halda herliði sínu í Írak út næsta ár. Til stóð að allt herlið Pólverja yrði kallað heim frá Írak í byrjun næsta árs, en nú hafa stjórnvöld í Póllandi skipt um kúrs og ákveðið að styðja við bakið á bandarískum og írökskum hersveitum í óöldinni sem ríkir í Írak.

Fóstureyðingum fjölgar sífellt á Spáni

Fóstureyðingum hefur fjölgað um meira en sjötíu prósent á Spáni undanfarinn áratug. Hvergi í Evrópu hefur fóstureyðingum fjölgað jafnmikið undanfarinn áratug, en engu að síður er hlutfall fóstureyðinga minna á Spáni en í sjö Evrópulöndum.

Klókur jólasveinn

Jólasveinninn virðist hafa laumast, í skjóli nætur, að ráðhúsinu í Bojsí í Idaho á jólanótt. Þegar íbúarnir vöknuðu um morguninn fundu þeir mörghundruð tuskudýr undir jólatré borgarinnar.

Eldflaugum ringdi

Mahmúd Abbas, leiðtogi Palestínumanna, stendur höllum fæti vegna stöðugra árása byssumanna á opinberar skrifstofur heimastjórnarinnar. Í dag létu Ísraelar eldflaugum rigna yfir höfuðstöðvar þessara byssumanna og segja óþolandi að Abbas geti ekki haldið þeim í skefjum.

Með samansaumaðann munninn

Maður sem sakaður er um að hafa reynt að myrða George Bush, þegar hann heimsótti Georgíu, í sumar, mætti fyrir dómara, í dag, með munninn saumaðan saman.

Fjöldagröf í borginni Karballah

Fjöldagröf með líkum fjölmargra Sjíta fannst í borginni Karballah í Írak í gær. Talið er að fólkið hafi verið myrt í valdatíð Saddams Hússein.

Banaslys í Danmörku

Banaslys varð á Sjálandi í Danmörku í morgun en ökumaður fólksbíls lést eftir að hafa lent í árekstri við snjóplóg í nágrenni við Slagelse. Mikil snjókoma hefur verið í Danmörku yfir jólin og hefur þurft að hreinsa vegi.

Vilja leyfa konum að keyra

Um sextíu prósent Sádi-Araba vilja leyfa konum að aka bílum samkvæmt nýrri skoðanakönnun þar í landi. Þetta er í mótsögn við það sem krónprins af Sádi-Arabíu, hefur haldið fram en fyrir tveimur dögum sagði hann blaðamönnum í Riyadh að ríkisstjórn landsins hefði ekki á stefnuskránni að leyfa konum að aka sjálfar. Frelsi kvenna er mjög takmarkað en þær mega ekki kjósa né bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Þá er þeim bannað að ræða við karlmenn sem þær þekkja ekki.

Pinochet nógu hraustur

Hæstiréttur Chile hefur kveðið upp þann úrskurð að Augusto Pinochet, sem var einræðisherra á Chile á árunum 1973-1990, sé nógu frískur til þess að mæta fyrir rétt vegna hvarfs á pólitískum andstæðingum hans árið 1975.

Að minnsta kosti fimm látnir eftir lestarslys

Björgunarmenn fundu í morgun lík í flaki járnbrautarlestar, sem fór út af sporinu í norðurhluta Japans á sunnudagskvöld. Alls hafa því fimm lík fundist í lestinni en 32 slösuðust. Mjög erfiðar aðstæður eru á slysstað en mjög kalt er í veðri. Enn er tveggja kvenna og barns saknað eftir slysið.

Evrópuríki virða ekki Kyoto-bókun

Flest Evrópuríki hafa trassað að fara að skilmálum Kyoto-bókunarinnar. Þetta segir virtur breskur fræðimaður. Hann segir að tíu af fimmtán Evrópusambandslöndum muni ekki ná markmiðum bóknunarinnar um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda nema gripið verði til róttækra aðgerða.

Vatikanið hefur varað kaþólskar konur við að giftast múslimum

Vatíkanið hefur varað kaþólskar konur við því að giftast múslimum. Í tveimur skjölum sem kardínálinn Stephen Hamao hefur sent frá sér, segir hann frá slæmri upplifun evrópskra kvenna sem giftast múslimum. Vandamálin stigmagnist síðan ef pörin flytja til íslamsks ríkis. Kaþólska kirkjan hefur hingað til hvatt til aukinna samskipta milli fólks ólíkrar trúar og því þykir tónninn í bréfi kardínálans óvenju hvass.

Tyrkneska lögreglan handtekur fimm menn vegna gruns um að hafa ætlað að myrða landsstjóra Van héraðs

Tyrkneska lögreglan hefur handtekið fimm menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að ráða landstjóra héraðsins Van af dögum á gamlársdag. Skammbyssa, sprengiefni og 200 byssukúlur fundust á heimilum hinna grunuðu. Mikil ófriðaralda hefur verið í austur- og suðurhluta Tyrklands undanfarið eitt og hálft ár en aðskilnaðarsinnar í Kúrdíska Verkamannaflokknum hafa staðið að fjölmörgum árásum í landinu og eru skilgreindir sem hryðjuverkasamtök af Evrópusambandinu og Bandaríkjastjórn.

Ísraelar gerðu skotárás á norðurhluta Gaza í nótt

Ísraelar gerðu enn eina skotárásina á norðurhluta Gaza í nótt. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið en ein sprengjan lenti á byggingu í eigu Mahmud Abbas, leiðtoga Palestínumanna. Árásin kemur í kjölfar eldflaugaárása Palestínumanna á Ísrael en Ísraelsstjórn hyggst girða af stórt svæði sem muni gera Palestínumönnum erfiðara fyrir að skjóta eldflaugum yfir til Ísrael.

Uppreisnarmenn sprengdu upp gasleiðslu í nágrenni Baghdad

Uppreisnarmenn sprengdu upp enn eina gasleiðsluna nálægt borginni Samara sem er í um eitt hundrað kílómetra fjarlægð frá Baghdad, höfuðborg Íraks í gær. Gasleiðslan nær frá Baiji til borgarinnar Dora en árásum á bæði gasleiðslur og olíuleiðslur hefur farið fjölgandi að undanförnu og er talið að Al Qaida hafi verið þarna að verki sem og svo oft áður.

Leikarinn Vincent Schiavelli er látinn

Leikarinn Vincent Schiavelli er látinn 57 ára að aldri. Banamein hans var lungnakrabbamein. Meðal frægra kvikmynda sem Schiavelli lék í eru One Flew Over the Cuckoo's Nest, Ghost, Amadeus, Batman Returns og The People vs. Larry Flynt. Auk þess að leggja stund á leiklist þá skrifaði Schiavelli þrjár matreiðslubætur og margar tímarits- og blaðagreinar um mat.

Um 70 manns veikir eftir að glæpagengi lét gas leka í verslun í St. Pétursborg

Um 70 manns eru veikir á sjúkrahúsum St. Pétursborgar í Rússlandi eftir að glæpagengi lét gas leka um loftræstikerfi Maksidom verslunarinnar þar í borg í gær. Gasið var látið leka þegar mjög annasamt var að gera í búðinni en fjarstýrður búnaður fannst á staðnum og segir lögreglan að ljóst sé að ekki var um slys að ræða. Árásir á fyrirtæki í Rússlandi eru tíðar en talið er að einhver samkeppnisaðilinn eða mafían hafi verið að verki.

Spænska lögreglan fann 15 tonn af kannabisefnum í Madrid

Spænska lögreglan gerði í gær 15 tonn af kannabisefnum upptæk í nágrenni Madridar, höfuðborgar Spánar. Tíu hafa verið handteknir vegna málsins en glæpamennirnir voru allir Marokkóbúar utan eins Spánverja. Lögreglan á Spáni hefur gert fjölda rassía á undanförnum mánuðum en í október lagði hún hald á 27 tonn af kannabisefnum.

Kona lést og sex særðust í skotárás á vinsælli verslunargötu í Toronto í Kanda

Kona lést og sex særðust þegar skotárás hófst á vinsælli verslunargötu í Toronto í Kanada í gær. Tveir menn, sem átt höfðu í rifrildi hófu skothríð á hvorn annan með fyrrgreindum afleiðingum. Þá sakaði þó ekki og hafa verið handteknir. Morðum hefur fjölgað um helming frá því í fyrra í landinu og sagði forsætisráðherra Kanada í gær að ef hann næði kjöri á ný, myndi hann banna skammbyssur.

Pinochet nógu frískur til að mæta fyrir rétt

Hæstiréttur Chile hefur kveðið upp þann úrskurð að Augusto Pinochet, sem var einræðisherra á Chile á árunum 1973-1990, sé nógu frískur til þess að mæta fyrir rétt vegna hvarfs á pólitískum andstæðingum hans árið 1975.

Ísraelar stækka landnemabyggðir

Ísraelsk stjórnvöld hafa ákveðið að láta byggja nær 230 íbúðir í Beitar Illit og Efrat landnemabyggðunum á Vesturbakka Jórdanár en það er í andstöðu við vegvísinn til friðar sem Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og Rússland stóðu að.

Veiktust af að anda að sér gasi

Nær sjötíu manns voru lagðir inn á sjúkrahús í St. Pétursborg í Rússlandi eftir að þeir önduðu að sér gasi í verslanamiðstöð í borginni. Nokkrir til viðbótar leituðu sér læknishjálpar en fengu síðan að fara heim.

Rétta skal yfir Pinochet

Hæstiréttur Síle hafnaði í dag beiðni Augusto Pinochet fyrrum forseta Síle um að hann þyrfti ekki að svara til saka fyrir hvarf vinstrisinnaðra stjórnarandstæðinga í valdatíð hans frá 1973 til 1990. Pinochet verður því sóttur til saka vegna hvarfs 119 uppreisnarmanna á áttunda áratug síðustu aldar.

Um 80 uppreisnarmenn felldir

Stjórnarhermenn í Kongó og friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hafa fellt áttatíu uppreisnarmenn síðustu vikuna að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna í Kinshasa, höfuðborg Kongó.

Al-Kaída lýsa sig ábyrg

Al-Kaída hefur lýst ábyrgð á þaulskipulagðri árás á varðstöð lögreglu rétt fyrir utan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Í það minnsta fimm íraskir lögreglumenn létu lífið í árásinni og fjórir særðust. Vopnaðir menn stukku út úr lítilli rútu þegar þeir nálguðust varðstöðina og skutu á lögreglumennina sem vöktuðu hana.

Sharon gengst undir aðgerð

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gengst undir hjartaaðgerð einhvern tíma á næstu tveimur til þremur vikum. Þá verður reynt að loka litlu gati í veggjum hjartans sem talið er að hafi verið ástæðan fyrir áfallinu sem hann varð fyrir átjánda desember síðastliðinn.

Fimm létust í sprengjuárásum

Að minnsta kosti fimm manns létust í fimm bílsprengjum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Hryðjuverkum hefur fjölgað í landinu og segja Al Qaida-liðar að þannig verði það þar til samtökin hafi náð fullum völdum í landinu.

Óvenjumargar konur eiga von á sér

Óvenjumargar konur eiga von á barni í Ache-héraði í Indónesíu þar sem tugþúsundir barna fórust í flóðbylgjunni sem reið þar yfir á annan í jólum fyrir ári síðan.

Enn brýn þörf á hjálpargögnum

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segja brýna þörf á teppum í milljónavís, plastábreiðum og fleiru til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftanna í Pakistan 8. október.

Hamfaranna við Indlandshaf minnst

Þjóðir heimsins minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá því jarðskjálfti upp á 9,1 á Richter skók Indlandshaf með þeim afleiðingum að um 280 þúsund manns fórust.

Páfi bað fyrir fæddum og ófæddum börnum

Sinn er siður í hverju landi og jólunum er fagnað með mismunandi hætti víðsvegar á hnettinum. Á Péturstorginu í Róm flutti Benedikt páfi sextándi sína fyrstu jólamessu á miðnætti. Hann bað fyrir friði í Ísrael og minntist sérstaklega á börn, fædd og ófædd, en hann er mikill og einlægur andstæðingur fóstureyðinga.

Hundarnir fara ekki í jólaköttinn

Það má enginn fara í jólaköttinn, ekki einu sinni hundar og það allra síst í Beverly Hills. Þar er hægt að kaupa klæðin rauð fyrir allar stærðir ferfætlinga, meðal annars jólasveinabúninga eða hreindýrabúninga fyrir þá sem finnst það meira viðeigandi.

Tólf létust í rútuslysi í Mexíkó

Tólf fórust þegar rúta brunaði út af vegi í suðurhluta Mexíkó í gær og lenti ofan í skurði. Meðal þeirra sem týndu lífi voru tvö börn. Vitni að slysinu segja að ökumaðurinn hafi ekið allt of hratt og misst stjórn á ökutækinu með þessum afleiðingum.

Á þriðja tug fórst í flugslysi í Kasakstan

Allir farþegar flugvélar frá Azerbaídjan og áhöfn fórust þegar vélin hrapaði skammt frá Kaspíahafsströnd Kasakstans í gærkvöldi. Meðal farþeganna voru Breti, Ástrali og Tyrki. Alls voru tuttugu og þrír um borð í vélinni, skrúfuþotu af gerðinni Antonov 140.

Sjá næstu 50 fréttir