Erlent

Evrópuríki virða ekki Kyoto-bókun

Flest Evrópuríki hafa trassað að fara að skilmálum Kyoto-bókunarinnar. Þetta segir virtur breskur fræðimaður. Hann segir að tíu af fimmtán Evrópusambandslöndum muni ekki ná markmiðum bóknunarinnar um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda nema gripið verði til róttækra aðgerða. Ef marka má orð sérfræðingsins eru það einungis Bretland og Svíþjóð sem hafa staðið við sínar skuldbindingar að fullu hingað til. Sérfræðingurinn, sem heitir Tony Grayling, segir það afar aðkallandi að ríkin grípi nú þegar til ráðstafanna til að hamla losun gróðurhúsalofttegunda, öðrum kosti geti það verið of seint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×